Fréttamynd

23.12.2019

Komugjöld í heilsugæslu lækkuð

Þann 1. janúar næstkomandi lækka almenn komugjöld í heilsugæslu úr 1.200 krónum í 700 krónur eða um rúmlega 40%. Þetta á við um komur fólks á dagvinnutíma á heilsugæslustöð þar sem viðkomandi er skráður.... lesa meira


Fréttamynd

19.12.2019

Gleðileg jól alla leið

Jólin eru handan við hornið og þá er allt það besta dregið fram í mat og drykk og samkomur sem aldrei fyrr. En það má ofgera öllu og meiningin er jú að okkur verði gott af þessu öllu saman ekki satt?... lesa meira

Fréttamynd

16.12.2019

Orkuboltar með ADHD

Börn með ADHD eru gjarnan hressir, skemmtilegir orkuboltar með fjörugt ímyndunarafl. Eru oft listrænir skapandi einstaklingar og með leiðtogahæfileika. Athyglisbrestur, stutt úthald, ofvirkni og hvatvísi geta hins vegar haft afar hamlandi áhrif á hegðun, nám, félagasamskipti og líðan.... lesa meira

Fréttamynd

13.12.2019

Fylgni milli svefnlyfjanotkunar og dánartíðni

Rannsóknarteymi á Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu, Háskóla Íslands og NTNU Þrándheimi, birti nú fyrir skemmstu grein í tímaritinu BMJ Open um rannsókn þar sem könnuð var dánartíðni sjúklinga sem fengið höfðu ávísað svefnlyfjum eða kvíðastillandi lyfjum í misstórum skömmtum samfleytt um þriggja ára skeið, og voru ýmist með fjölveikindi eða ekki. ... lesa meira

Fréttamynd

09.12.2019

Óveður 10. desember

Verið snemma á ferðinni með bráð erindi. Reiknað er með allar stöðvar séu opnar allan daginn en það gæti breyst eftir aðstæðum. ​Fréttin verður uppfærð eftir þörfum.... lesa meira


Fréttamynd

05.12.2019

Geðheilbrigðisþjónusta við fanga hjá HH

Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH) hefur verið falið að sinna geðheilbrigðisþjónustu við fanga í öllum fangelsum landsins. Stofnað verður sérhæft, þverfaglegt geðheilsuteymi fanga (GHTF) í þessu skyni sem mun starfa með og styðja við starfsemi heilsugæslunnar í fangelsum. Byggt er á hugmyndafræði Geðheilsuteyma HH.... lesa meira

Fréttamynd

05.12.2019

Byltur og eldra fólk

Byltur eru algengt vandamál hjá eldra fólki og geta þær í sumum tilfellum haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Áætlað er að um þriðjungur fólks 65 ára og eldra detti að minnsta kosti einu sinni á ári og að um helmingur þeirra sem eru 85 ára og eldri detti einu sinni á ári eða oftar.... lesa meira

Fréttamynd

05.12.2019

Meðferð með hreyfiseðli í kjölfar meðgöngusykursýki

Meðgöngusykursýki er vaxandi vandamál á heimsvísu og benda erlendar rannsóknir til þess að algengi sé frá <1-28%. Á Íslandi hefur tíðnin aukist umtalsvert á síðustu árum og árið 2018 greindust 613 konur, eða samtals 16% kvenna sem voru í mæðravernd hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH), með meðgöngusykursýki. ... lesa meira

Fréttamynd

02.12.2019

Þegar jólastressið gerir vart við sig

Nú er sá árstími þegar margir finna fyrir aukinni streitu. Í dag vitum við að það er fyrst og fremst magn og tíðni streitu sem hefur áhrif á heilsu okkar. Það er því mikilvægt öllum að kunna leiðir til að halda streitu innan viðráðanlegra marka. Hér eru nokkur ráð sem geta gagnast vel í því sambandi.... lesa meira

Fréttamynd

29.11.2019

Forvarnir í þágu ungra barna

Forvarnir eru mikilvægar og er ung- og smábarnaverndin ein sú mikilvægasta. Markmið ung- og smábarnaverndar er að efla heilsu, vellíðan og þroska ungra barna með reglulegum heilsufarsskoðunum ásamt stuðningi og heilbrigðisfræðslu til fjölskyldna þeirra.... lesa meira

Fréttamynd

18.11.2019

ÞÍH tíðindi 2 tbl.

ÞÍH hefur nú starfað í eitt ár og því tilefni fyrir nýtt fréttabréf. Síðasta árið hefur verið viðburðarríkt og áhugavert og unnið hefur verið að fjölmörgum verkefnum. Sumum þeirra er nú þegar lokið og enn fleiri eru í vinnslu. Á komandi vetri verður áhersla lögð á að tengjast betur þeim heilbrigðisstofnunum úti á landi sem ÞÍH á að þjónusta. Nú þegar eru áformaðar heimsóknir á HSS og HSU og mikil tilhlökkun er fyrir því.... lesa meira

Fréttamynd

14.11.2019

Reglubundin hreyfing hefur ótvíræða kosti

Það fer enginn út að ganga bara til að ganga, sagði frændi minn eitt sinn. Vissulega var það þannig hér áður fyrr að líkamleg hreyfing var svo mikil og almenn að mikilvægara þótti að hvíla sig en að hreyfa sig „án tilgangs“. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá og kyrrseta almennings orðin áhyggjuefni í þjóðfélaginu vegna slæmra áhrifa hennar á heilsu.... lesa meira

Fréttamynd

11.11.2019

Sálfræðiþjónusta - tölfræðin

Vissir þú að á heilsugæslustöðvum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins starfa 27 sálfræðingar? Sálfræðingar starfa sem hluti af þverfaglegum teymum með læknum, hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum stöðvanna... lesa meira

Fréttamynd

07.11.2019

Skima fyrir leghálskrabbameini hjá heilsugæslunni

Regluleg skimun fyrir leghálskrabbameini getur komið í veg fyrir rúmlega 90% tilfella sjúkdómsins. Ein aðalforsenda þess að koma megi í veg fyrir leghálskrabbamein er reglubundin þátttaka í skimun fyrir sjúkdómnum ásamt þátttöku stúlkna í HPV bólusetningum sem öllum stúlkum í 7. bekk stendur til boða. ... lesa meira

Fréttamynd

05.11.2019

Útbrot á húð geta verið alvarleg

Húðútbrot hafa allflestir fengið en oft fær fólk áhyggjur af því að um sé að ræða alvarlegan sjúkdóm. Húðin er stærsta líffæri mannslíkamans og á húð geta oft komið fram ýmis merki um sjúkdóma. Allt frá saklausum staðbundnum ertingar- eða ofnæmisútbrotum, upp í útbrot með lífshættulegri heilahimnubólgu.... lesa meira

Fréttamynd

25.10.2019

Bólusetningar fullorðinna

Þó að flensan sé algeng og landlæg ár hvert þá eru einnig aðrar bólusetningar sem huga þarf að hjá fullorðnu fólki og ber þar að nefna lungnabólgubólusetninguna svokölluðu sem veitir vörn gegn bakteríum sem kallast pneumókokkar.... lesa meira


Fréttamynd

21.10.2019

Skólabörnin bólusett - tölfræðin

Vissir þú að grunnskólanemendur njóta þjónustu heilsugæslunnar og það starfa skólahjúkrunarfræðingar í öllum skólum höfuðborgarsvæðisins? Síðastliðinn vetur voru 28.936 nemendur í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu og það voru 71 hjúkrunarfræðingur í tæplega 40 stöðugildum sem sinntu heilsuvernd skólabarna. ... lesa meira

Fréttamynd

17.10.2019

Allir fá þjálfun í endurlífgun

Verkefnið Börnin bjarga nær til barna í 6.-10 bekk. Megináhersla er lögð á verklega kennslu sem byggð er á bóklegri fræðslu. Stuðst er við H-in þrjú; HORFA – HRINGJA – HNOÐA.... lesa meira

Fréttamynd

16.10.2019

Börnin bjarga

Í dag, 16. október, er alþjóðlegi endurlífgunardagurinn. Af því tilefni var verkefninu „Börnin bjarga“ ýtt formlega úr vör í Víðistaðaskóla nú síðdegis. Tilgangur „Börnin bjarga“ er að kenna nemendum í 6. til 10. bekk endurlífgun.... lesa meira

Fréttamynd

15.10.2019

Þjónusta geðheilsuteyma HH efld með þátttöku borgarinnar

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins (HH) og Reykjavíkurborg hafa gert með sér samstarfsyfirlýsingu ásamt samningi sem kveður á um þátttöku þjónustumiðstöðva velferðarsviðs í verkefnum geðheilsuteyma HH. Með samstarfssamningnum mun velferðarsvið Reykjavíkurborgar tryggja til viðbótar framlag félagsráðgjafa í báðum teymum sem nemur 100% starfshlutfalli í hvoru teymi.... lesa meira

Fréttamynd

10.10.2019

Geðheilsa: Heilbrigð sál í hraustum líkama

Það eru eng­in ný sann­indi að geðheils­an skipt­ir meg­in­máli þegar kem­ur að vellíðan og hvernig við þríf­umst í um­hverfi okk­ar. Flest vit­um við hvernig við eig­um að hlúa að geðheils­unni en það er stund­um erfitt að finna tíma fyr­ir allt sem ger­ir okk­ur gott.... lesa meira


Fréttamynd

08.10.2019

Fundur um skimun fyrir leghálskrabbameini

Samkvæmt tillögum skimunarráðs hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að framkvæmd skimunar fyrir leghálskrabbameini verði á vegum heilsugæslunnar. Til að undirbúa það var haldinn fundur á vegum HH um nýjustu rannsóknir og hvernig er best að standa að skimuninni.... lesa meira


Fréttamynd

04.10.2019

Inflúensa og bólusetningar

Með komu haustsins, fallandi laufum, haustlægðum og kaldara veðurfari getum við farið að búa okkur undir komu árlegs fastagests, inflúensupestarinnar.... lesa meira

Fréttamynd

27.09.2019

Geðheilsa og heilbrigðisþjónustan

Geðheilbrigðiskerfið hefur oft á tíðum þótt þungt í vöfum og flókið. Reyndar eru til mörg úrræði sem sinna geðheilbrigðisþjónustu þó að oft sé erfitt fyrir almenning að átta sig á hver gerir hvað.... lesa meira

Fréttamynd

24.09.2019

Hiti hjá börnum

Á haustin byrja börnin á leikskólum og í skólum og komast í kynni við nýja stofna kvefveira með þeim afleiðingum að þau verða veik og fá hita. ... lesa meira


Fréttamynd

24.09.2019

Höfðingleg gjöf Oddfellow

Heilsugæslan Fjörður, Heilsugæslan Garðabæ og Heilsugæslan Sólvangi fengu 9 milljónir króna í styrk frá regludeildunum í Hafnarfirði í tilefni af 200 ára afmæli Oddfellowreglunnar á Íslandi.... lesa meira


Fréttamynd

19.09.2019

Bangsaspítali 2019

Hinn geysivinsæli Bangsaspítali verður haldinn sunnudaginn 22. september frá kl. 10 til 16! Hann verður staðsettur á þremur heilsugæslustöðvum á Höfuðborgarsvæðinu:... lesa meira


Fréttamynd

05.09.2019

Þarf ég sýklalyf í kvefpest?

Langstærstur hluti loftvegasýkinga sem herja á landann, eins og kvef, hálsbólgur, berkjubólgur og ennis- og kinnholubólgur sem dæmi, eru af völdum sýkils sem kallast veirur. Hefðbundin sýklalyf gera ekkert gagn þegar um veirusýkingar er að ræða enda vinna þau eingöngu á bakteríum. ... lesa meira


Fréttamynd

30.08.2019

Gæludýrið sem enginn vill

Er lúsin velkomin á þínu heimili? Nei, hélt ekki og hún er heldur ekki velkomin í skólann. En hún er klók og getur gert sig heimakomna í hvaða kolli sem er svo það er gott að vera á varðbergi. ... lesa meiraFréttamynd

22.08.2019

Kvíði og hræðsla verði viðráðanleg

Að kvíða fyrir; er það í lagi eða slæmt fyrir börn? Haustið er tími breytinga hjá mörgum börnum. Eftir sumarfrí byrjar skólinn, kannski í fyrsta skipti, kannski á nýjum stað eða bara sami skólinn aftur - en skólabyrjun er mörgum börnum kvíðvænleg.... lesa meiraFréttamynd

15.08.2019

Góður svefn og betri heilsa

Við hvetjum alla til að koma sér saman um kvöldvenjur sem miða að því að hvílast vel alla daga vikunnar en geymi það ekki til helganna. ... lesa meira

Fréttamynd

14.08.2019

Grein um þróun geðheilsuteyma

Í afmælisútgáfu Tímarits hjúkrunarfræðinga skrifar Sigríður Hrönn Bjarnadóttir um þróun geðheilsuteymanna en nú eru tvö slík hjá HH og það þriðja í væntanlegt. ... lesa meiraFréttamynd

01.08.2019

Útivist og hollusta um verslunarmannahelgi

Fram undan er mikil ferðahelgi. Íslendingar eru duglegir að nýta sér verslunarmannahelgina til að ferðast um landið, njóta útiveru og samvista við ættingja og vini. Gott helgarfrí er kjörið tækifæri til að bæta heilsuna, bæði andlega og líkamlega, þegar hlé gefst á daglegu amstri. ... lesa meira

Fréttamynd

01.08.2019

Hreyfing verði taktur í lífsstíl

Árið 2016 lauk inn­leiðingu hreyfi­seðilsins á allar heilsu­gæslu­stöðvar og sjúkra­stofnanir á Ís­landi. Hreyfi­seðillinn er með­ferðar­úr­ræði við sjúk­dómum eða ein­kennum þeirra sjúkdóma sem vitað er að reglu­leg hreyfing getur haft um­tals­verð á­hrif á.... lesa meira

Fréttamynd

30.07.2019

Bólusetning gegn hlaupabólu

Bóluefni gegn hlaupabólu er komið aftur. Við munum hafa samband við þá einstaklinga sem eru á biðlista og gefa þeim tíma í bólusetningu. ... lesa meira

Fréttamynd

29.07.2019

Bóluefni við hlaupabólu

Valirix –bóluefni við hlaupabólu er komið í hús. Hægt er að bóka tíma hjá hjúkrunarfræðingi í bólusetningu í síma 513-6100. ... lesa meira


Fréttamynd

18.07.2019

Fleira bítur en lúsmý

Nú um hásumar er margt sem hefur áhrif á það hvernig við njótum daganna. Bit hrjá marga og lúsmý hefur verið mikið í umræðunni. Það er þo margt annað en lúsmý sem bítur. ... lesa meira

Fréttamynd

09.07.2019

Móttökudagar læknakandídata

Dagana 11.-14. júní voru haldnir móttökudagar fyrir nýútskrifaða læknakandídata. Það eru undirbúningsdagar þar sem farið er yfir hagnýt og fagleg málefni áður en þau hefja störf sem læknakandídatar. Kandídatsárið er 12 mánaða starfsnám að loknu læknanámi og skiptist í 4 mánaða starf á heilsugæslustöð og 8 mánaða starf á sjúkrahúsi. ... lesa meira

Fréttamynd

05.07.2019

Lúsmý herjar á landann

Forvörn besta vörnin en ef maður lendir í því að vera bitinn er gott að kunna rétta meðhöndlun. Hér eru ráðleggingar frá heilsugæslunni.... lesa meira

Fréttamynd

04.07.2019

Upplýsingaspjald fyrir erlenda gesti - Medical assistance in Reykjavik area

Til að auðvelda erlendum ferðamönnum leiðina að viðeigandi heilbrigðisþjónustu var þetta þetta upplýsingaspjald gert. Spjaldinu hefur verið komið til ferðaþjónustuaðila. Endilega dreifið því áfram, til að upplýsa og bæta þjónustu við gesti okkar. Tilvalið er að prenta út veggspjaldið og hengja upp þar sem erlendir gestir eiga leið um.... lesa meira

Fréttamynd

27.06.2019

Teymisstjóri Geðheilsuteymis HH suður

Nú er verið að setja á laggirnar þriðja geðheilsuteymið sem er Geðheilsuteymi HH suður. Það mun sinna íbúum Kópavogs, Garðabæjar og Hafnafjarðar. Íris Dögg Harðardóttir félagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur hefur verið ráðin sem teymisstjóri. ... lesa meira

Fréttamynd

26.06.2019

Blóðtaka lokuð 8. júlí - 26. júlí

Frá og með 8. júlí til og með 26. júlí 2019 er engin blóðtaka í Heilsugæslunni Seltjarnarnesi og Vesturbæ. Á þessu tímabili er hægt að fara á eftirfarandi staði í blóðtöku alla virka dag. LSH Fossvogi og Hringbraut, frá kl. 8:00 til 15:45 eða Landakot, frá kl. 8:00-14:00.... lesa meira

Fréttamynd

19.06.2019

Síðdegisvaktin í sumar

Það er síðdegisvakt á öllum heilsugæslustöðvunum okkar í sumar. Fimm heilsugæslustöðvar eru með óbreytta síðdegisvakt en hinar tíu stytta opnunartímann.... lesa meira


Fréttamynd

06.06.2019

Eyrnabólgur og úrræði

Eyrnabólga er sýking í miðeyra, bak við hljóðhimnuna, iðulega í tengslum við kvef þegar vökvi hefur safnast í miðeyranu og veldur undirþrýsting eða jafnvel bólgu. Sýkingin er langoftast veirusýking, hvort sem er eyrnabólga, hálsbólga eða kvef og þá eru sýklalyf gagnslaus.... lesa meira


Fréttamynd

29.05.2019

Heilsugæslan - Hér fyrir þig

Ný stefnumótun og framtíðarsýn HH var kynnt á ársfundi stofnunarinnar í gær. Einnig voru ný einkennisorð kynnt til sögunnar en þau eru: Heilsugæslan - Hér fyrir þig. ... lesa meira


Fréttamynd

24.05.2019

Skjólstæðingar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins nýta rafræna þjónustu í auknum mæli

Vefurinn Heilsuvera hefur haft merkjanleg áhrif á samskipti og heimsóknir á heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu síðustu árin. Frá því vefurinn var tekinn í notkun árið 2014 hefur notkun hans farið sívaxandi og á árið 2018 voru liðlega 65 þúsund erindi afgreidd í gegnum Heilsuveru og rafrænum fyrirspurnum til heilsugæslunnar fjölgaði um hátt í 17 þúsund milli áranna 2017 og 2018.... lesa meira

Fréttamynd

21.05.2019

Ársfundur HH 2019

Ársfundur Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins verður haldinn þriðjudaginn 28. maí 2019, á Hótel Natura Reykjavík.... lesa meira

Fréttamynd

16.05.2019

Hvað er til ráða við vorkvefinu ?

Stundum getur verið erfitt að greina hvort um sé að ræða ofnæmi eða sýkingar. Fjölmargir sem leita á vaktir á heilsugæslunni um þessar mundir koma vegna kvefs sem ekki batnar og því getur verið gagn að komast nær orsökum einkenna. ... lesa meiraFréttamynd

09.05.2019

Rafrettur – Bragð hættulegt börnum

Tæplega fjórðungur framhaldsskólanema notar rafrettur daglega en tíundi hver gerði það árið 2016. Ef þróunin heldur áfram munu myndast hópar barna og unglinga sem verða háðir nikótíni til langs tíma.... lesa meira

Fréttamynd

07.05.2019

Brjóstapúðar áfram til skoðunar

Ekki talin þörf á að grípa til sérstakra ráðstafana hjá konum með ígrædda brjóstapúða. Embætti landlæknis og Lyfjastofnun munu áfram fylgjast með alþjóðlegri umfjöllun um brjóstapúða af ákveðinni gerð vegna tengsla þeirra við sjaldgæft eitilfrumukrabbamein.... lesa meira


Fréttamynd

30.04.2019

"Arctic East" 26. -28. apríl 2019

Sérnámslæknar í heimilislækningum stunda sérnám víða um land og árlega hittast þeir allir saman eina helgi á landsbyggðinni. Að þessu sinni var haldið á Austurland. ... lesa meira


Fréttamynd

29.04.2019

Sárar stungur og skordýrabit

Nú þegar náttúran vaknar af vetrardvala sínum fara skordýrin á stjá. Stungur og bit þeirra geta verið óskemmtileg og valdið óþægindum og í sumum tilvikum alvarlegum sjúkdómum. Því er gott að þekkja helstu leiðir til að koma í veg fyrir að verða bitinn eða stunginn.... lesa meira

Fréttamynd

23.04.2019

Gagnlegt að mæla blóðþrýstinginn

Ef blóðþrýstingur er mjög hár til langs tíma getur það minnkað lífslíkur verulega og skert þar að auki lífsgæðin. Það er því ein gagnlegasta aðgerð sem hægt er að gera til að fyrirbyggja sjúkdóma að mæla blóðþrýstinginn og bregðast við óeðlilegum niðurstöðum. ... lesa meiraFréttamynd

08.04.2019

Forum fundir HH

Fundirnir eru fyrir alla lækna HH og fleiri eftir atvikum. Efni fundanna að þessu sinni var heilbrigðisþjónusta við aldraða. Þrír öldrunarlæknar fluttu erindi.... lesa meira

Fréttamynd

29.03.2019

Hugað að heilsu á leið út í heim

Nú eru margir að horfa til framandi landa með áætlun um að leggja land undir fót. Að upplifa framandi menningu, skrýtna siði, stórbrotið landslag, smakka og prófa nýjan mat er allt hluti af skemmtilegri upplifun ferðalangsins. En skemmtileg ferðalög geta snúist upp í andhverfu sína ef heilsan er ekki í lagi.... lesa meira

Fréttamynd

26.03.2019

Takmarkaður fjöldi á síðdegisvakt

Frá og með 1. apríl n.k. verður breyting á fyrirkomulagi síðdegisvaktar Heilsugæslunnar Mosfellsumdæmi. Einn læknir verður á vakt hverju sinni og aðeins tekið á móti 15 skjólstæðingum á hverri vakt. Byrjað er að bóka á vaktina kl. 15:30. Á föstudögum verður síðdegisvaktin lokuð.... lesa meira

Fréttamynd

26.03.2019

Allir velkomnir í mislingabólusetningu

Nú er forgangi áhættuhópa í mislingabólusetningu lokið. Nú geta allir sem hafa ekki fengið mislinga eða eru bólusettir, komið á heilsugæslustöðvar og fengið bólusetningu. Áfram er bólusett á opnum móttökum heilsugæslustöðvanna, milli kl. 8:00 og 16:00.... lesa meira

Fréttamynd

25.03.2019

Augnsýkingar sem oftast læknast mjög auðveldlega

Tárubólga og hvarmabólga er algengur og að jafnaði saklaus hluti kvefs. Besta meðferðin er að sinna augunum af natni með því að þurrka gröftinn með volgum vættum bómullarhnoðra. Ef vandinn dregst á langinn eða er mjög erfiður er gott að leita aðstoðar á heilsugæslustöð.... lesa meira


Fréttamynd

18.03.2019

Sérnámsstöður í heilsugæsluhjúkrun 2019

Nú er verið að auglýsa sérnámsstöður í heilsugæsluhjúkrun hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og fjórum heilbrigðisstofnunum. Þetta verður fimmti hópurinn í sérnáminu og sá stærsti. Mikil ánægja hefur verið með sérnámið bæði hjá nemendum og heilsugæslustöðvum. ... lesa meira

Fréttamynd

18.03.2019

Birtar rannsóknir á Þroska- og hegðunarstöð 2018

Undanfarin ár hafa ýmsar rannsóknir verið unnar af sálfræðingum Þroska- og hegðunarstöðvar HH í samvinnu við háskóla hérlendis og erlendis á sviði klínískrar barnasálfræði. Árið 2018 birtist afrakstur af hluta þessarar vinnu í eftirfarandi greinum eftir sálfræðinga á stöðinni í erlendum og innlendum ritrýndum tímaritum. ... lesa meira

Fréttamynd

15.03.2019

Bólusetning gegn mislingum er sterk vörn

Bólusetning gegn mislingum gefur um 95% vörn. Þátttaka á Íslandi í bólusetningu gegn mislingum hefur verið með ágætum á undanförnum árum eða tæplega 95%. Foreldrar eru hvattir til að halda áfram góðri þátttöku í bólusetningum því aðeins á þann hátt má halda þessum alvarlega smitsjúkdómi frá landinu. ... lesa meira


Fréttamynd

12.03.2019

Er ég með mislingabólusetningu?

Getið þið athugað hvort ég sé bólusett/ur við mislingum? Og hvort ég sé með eina eða tvær bólusetningar? Stutta svarið er NEI, ekki eins og staðan er í dag.... lesa meira

Fréttamynd

12.03.2019

3.025 MMR bólusetningar á sex dögum

Undanfarna daga hafa starfsmenn heilsugæslunnar bólusett vegna mislingafaraldurs. Áhugavert er að skoða tölur um MMR bólusetningar á höfuðborgarsvæðinu dagana 6. til 11. mars. Þetta eru tölur fyrir þær 15 heilsugæslustöðvar sem HH sér um og 4 einkareknar heilsugæslustöðvar, eftir dögum og aldurshópum.... lesa meira

Fréttamynd

12.03.2019

Skynsamleg notkun sýklalyfja

Flestir gera sér vonandi grein fyrir nauðsyn þess að nota sýklalyf skynsamlega, bæði vegna hættu á ónæmisþróun almennt, en einnig vegna hugsanlegra aukaverkana eða óheppilegra áhrifa lyfjanna á þann sem notar þau. Vegna þess hve sýklalyfin eru mikilvæg ber okkur öllum, almenningi svo og læknum sem ávísa lyfjunum, að ganga vel um þá auðlind sem þau eru. ... lesa meira

Fréttamynd

11.03.2019

Bólusetningaátak helgarinnar gekk vel

Nú er áherslan á að halda áfram að bólusetja börn í ungbarnaverndinni og börn 6- 18 mánaða. Fullorðnum sem hafa ekki fengið mislinga og eru óbólusettir er ráðlagt að bíða þangað til meira bóluefni berst. Ekkert nýtt mislingasmit hefur verið staðfest síðustu daga og það verða gefin fyrirmæli um framhaldið. ... lesa meiraFréttamynd

07.03.2019

Algengar spurningar um mislinga

Hverjir geta verið smitaðir? Hverja er ráðlegt að bólusetja? Hvernig veit ég hvort ég hafi fengið bólusetningu? Hverjir hafa fengið mislinga? Hver eru einkenni mislinga? Hvað á að gera ef einkenna verður vart?... lesa meira

Fréttamynd

06.03.2019

Ráðstafanir á Íslandi gegn mislingum

Ef einstaklingar telja sig eða börn sín geta verið veik af mislingum, á að hringja í síma 1700 eða á heilsugæslustöð. Ekki koma beint á heilsugæslustöðvar eða sjúkrahús. Sóttvarnalæknir hefur unnið að sóttvarnaráðstöfunum sem miða að því að hindra frekari dreifingu sýkingarinnar. ... lesa meira


Fréttamynd

01.03.2019

Berklaprófunarsérsveit HH

Í dag og síðustu daga hefur fagfólk Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins staðið í ströngu við að berklaprófa um 300 manns. Berklar höfðu greinst í skóla hér á svæðinu og því þurfti að berklaprófa alla nemendur, kennara og annað starfsfólk skólans. Allir lögðust á eitt um að gera þetta vel. Settar voru upp 4 starfsstöðvar í skólanum, mannaðar hjúkrunarfræðingum. Síðan stýrðu skólastjórnendur stöðugu flæði inn á starfsstöðvarnar og sáu um að allt væri bókfært. Allt gekk þetta eins og í sögu og voru krakkarnir, sannkallaðar hetjur. Þau eiga hrós skilið á alþjóðadegi hróssins – það á líka við um okkar frábæra fagfólk hjá HH og allt starfslið skólans.... lesa meira

Fréttamynd

28.02.2019

Jákvæð heilsa og mikil lífsgæði

Skilgreiningin jákvæð heilsa er heilbrigði með áherslu á að heilsa sé hæfnin til að geta aðlagað sig og nýtt sjálfstjórn til að horfast í augu við félagslegar, líkamlegar og andlegar áskoranir.... lesa meira


Fréttamynd

21.02.2019

Magapest tekur á allan líkamann

Sjálfsagt hafa allir lent í því að fá niðurgang sem oft fylgja uppköst. Þetta er óskemmtileg vanlíðan sem tekur á allan líkamann. Yfirleitt er þetta kallað að fá magapest og oftast er þetta merki um veirusýkingu í þarmi, en fleira kemur til greina. Matareitrun er vert að hafa í huga en einnig getur þetta verið bakteríusýking.... lesa meira

Fréttamynd

20.02.2019

Góðir gestir í kjördæmaviku

Þingflokkur Vinstri Grænna, þar á meðal heilbrigðisráðherra, og tveir borgarfulltrúar komu í heimsókn í kjördæmaviku. Heilsugæslan Efra Breiðholti og Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu voru heimsótt og starfsemi þeirra og HH almennt kynnt... lesa meira

Fréttamynd

14.02.2019

Fjölhæfir læknar sem leysa úr flestum vandamálum

Umhugsunarvert er af hverju við leggjum ekki meiri áherslu á að reyna að fjölga heimilislæknum á Íslandi. Við vitum að heilbrigðiskerfi með sterka frumþjónustu og heilsugæslu farnast venjulega betur bæði hvað varðar árangur og kostnað. Sterk heilsugæsla ætti því að vera grunnstoð heilbrigðisþjónustunnar og sterk heilsugæsla verður ekki til nema með góðri mönnun vel menntaðra heimilislækna að öðrum starfsstéttum ólöstuðum.... lesa meira


Fréttamynd

11.02.2019

Hugum að öryggismálum heimilisins: 112-dagurinn

112-dagurinn er haldinn um allt land í dag og er sjónum að þessu sinni beint að öryggismálum heimilisins. Aðstandendur dagsins fræða almenning um hvernig má draga úr hættu á slysum og öðrum áföllum á heimilum og hvernig bregðast á við slíkum atvikum. Þetta er gert meðal annars á samfélagsmiðlum og í 112-blaðinu sem fylgir Fréttablaðinu í dag.... lesa meira

Fréttamynd

08.02.2019

Grein um notkun lyfja, fæðubótarefna og náttúruvara á meðgöngu

Í janúar tölublaði Læknablaðsins birtist fræðigrein eftir lyfjafræðingana Unni Sverrisdóttir, Freyju Jónsdóttur og Önnu Ingibjörgu Gunnarsdóttur og læknana Hildi Harðardóttur og Ragnheiði Ingibjörgu Bjarnadóttur. Ragnheiður er hluti af teyminu sem starfar á Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu.... lesa meira

Fréttamynd

07.02.2019

Svefnleysi

Fólk festist gjarnan í vítahring svefnleysis með þar til gerðri vanlíðan og áhyggjum af afleiðingum svefnleysis. Þá er hætt við að fólk reyni að bæta sér upp fyrir erfiðar nætur, til dæmis með því að leggja sig á daginn eða fara mjög snemma uppí rúm á kvöldin til að hámarka líkur á að sofna á tilsettum tíma. Þetta veldur því að fólk ver oft mjög miklum tíma í rúminu til þess að reyna að sofna og fá hvíld. Það verður hins vegar gjarnan til þess að svefnþrýstingur minnkar, erfiðara er að sofna og því viðhelst svefnleysi til lengri tíma. Því er mikilvægt að aðstoða fólk við að komast á rétta braut aftur ásamt því að veita grunn orsök svefnleysisins viðeigandi meðferð ef það á við.... lesa meira


Fréttamynd

04.02.2019

Ályktun frá Fagráði ÞÍH

Fagráð Þróunarmiðstöðvar íslenskrar heilsugæslu (ÞÍH) fagnar þeim áfanga sem náðst hefur með því að ÞÍH hafi tekið til starfa. ÞÍH mun gegna lykilhlutverki í eflingu heilsugæslu og annarar nærþjónustu í heilbrigðiskerfinu. Fyrirsjáanlegt er að íslenskt samfélag fylgi sömu breytingum og heilbrigðiskerfi nágrannalandanna eru að ganga í gegnum. Með auknu hlutfalli aldraðra og lífsstílssjúkdóma, er heilsugæsla, heimahjúkrun og önnur nærþjónusta það sem þörf er að leggja hvað mesta áherslu á. ... lesa meira

Fréttamynd

31.01.2019

Bólusetningar bjarga mannslífum

Við erum stundum að gleyma okkur og sífellt þarf að minna á mikilvægi bólusetninga. Það er mikil áskorun að viðhalda árangri sem náðst hefur í fækkun sjúkdóma og fá fólk til að mæta í bólusetningar. Búið er að útrýma sjúkdómum með bólusetningum og er kúabóla dæmi um slíkan sjúkdóm. Kíghósti, barnaveiki rauðir hundar,og mislingar sjást varla á Íslandi lengur. ... lesa meira

Fréttamynd

30.01.2019

Tannverndarvika 4. til 8. febrúar 2019

Ganga þarf frá skráningu heimilistannlæknis í Réttindagátt Sjúkratrygginga til að tryggja greiðsluþátttöku vegna kostnaðar við almennar tannlækningar barna, fólks með andlega þroskahömlun, öryrkja og aldraðra. Tannlæknar geta einnig séð um skráninguna þegar mætt er í bókaðan tíma.... lesa meira

Fréttamynd

29.01.2019

Nokkur pláss laus á námskeiðið: Uppeldi sem virkar

Enn eru nokkur pláss laus á námskeiðið Uppeldi sem virkar - færni til framtíðar sem hefst 4. mars 2019. Þessi námskeið, sem hafa verið mjög vel sótt undanfarin ár, miða að því að skapa sem best uppeldisskilyrði fyrir börn með því að kenna foreldrum jákvæðar og árangursríkar aðferðir.... lesa meira

Fréttamynd

24.01.2019

Líkaminn hvílist og taugar endurnærast

Svefn er öllum nauðsynlegur. Í svefni hvílist líkaminn og endurnýjar sig. Taugakerfið endurnærist og skorti fólk svefn skerðist andleg geta þess. Í svefni framleiðir líkaminn til dæmis vaxtarhormón sem meðal annars stýra vexti barna og unglinga og hraða endurnýjun fruma líkamans hjá þeim sem eldri eru. Það má því segja að góður nætursvefn stuðli að hægari öldrun.... lesa meira

Fréttamynd

18.01.2019

Greina hvar vandi liggur

Sálfræðiþjónusta er ókeypis fyrir börn og unglinga að 18 ára aldri á öllum stöðvum HH. Öflugur hópur sálfræðinga starfar á stöðvunum við mat á vanda, meðferð og ráðgjöf. Sálfræðingarnir eru í samstarfi við lækna, hjúkrunarfræðinga og annað fagfólk á hverri stöð. ... lesa meiraFréttamynd

11.01.2019

Hreyfing, næring og næg hvíld

Nú hefur landinn tekið við sér eftir konfekt, kúr og kósý jól og liggur straumurinn í hverskyns hreyfingu og íþróttaiðkun. Það er reyndar okkar tilfinning að fólk sé í meira mæli farið að setja heilsu sína í forgang. Það sjáum við meðal annars á gífurlegri fjölgun heimsókna inn á heilsuvefinn, www.heilsuvera.is sem hefur það markmið að bjóða uppá áreiðanlegan fróðleik um heilsu.... lesa meira

Fréttamynd

10.01.2019

Ókeypis heilsufarsmæling 12. og 19. janúar

Heilsugæslan Fjörður og Heilsugæslan Sólvangi taka þátt í heilsueflandi samfélagi í Hafnarfirði. Tvo laugardaga í janúar verður boðið á ókeypis heilsufarsmælingu. Þar veita hjúkrunarfræðingar heilsugæslunnar ráðgjöf og eftirfylgd.... lesa meira
Fréttamynd

07.01.2019

Ábyrgð á heilsu með eigin atorku

Á nýju ári er algengt að fólk setji sér markmið og oft tengjast þessi markmið heilsu og líðan. Regluleg hreyfing er einn af mikilvægustu áhrifaþáttum heilbrigðis og með því að stunda hreyfingu sem hentar þá er bæði hægt að minnka áhættu á að fá ýmsa sjúkdóma en einnig er hægt að stemma stigu við áframhaldandi þróun sjúkdóma eða sjúkdómseinkenna.... lesa meiraSjá allar fréttir

2021

janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október

2020

janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember

2019

janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember

2018

janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember

2017

janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember

2016

janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, ágúst, september, október, nóvember, desember

2015

janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember

2014

janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember

2013

janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, október, desember

2012

janúar, febrúar, apríl, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember

2011

janúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember

2010

janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember

2009

janúar, mars, apríl, maí, júní, ágúst, september, október, nóvember, desember

2008

janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember

2007

janúar, febrúar, mars, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember

2006

janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember

2005

júní, nóvember, desember