Mislingabólusetning fyrir alla óbólusetta, frá 6 mánaða til þeirra sem fæddir eru 1970 eða síðar

  Mislingabólusetning fyrir alla óbólusetta, frá 6 mánaða til þeirra sem fæddir eru 1970 eða síðar

  Mynd af frétt Mislingabólusetning fyrir alla óbólusetta, frá 6 mánaða til þeirra sem fæddir eru 1970 eða síðar
  08.03.2019

  Sóttvarnalæknir hefur farið fram á að öllum óbólusettum aðilum, eldri en 6 mánaða og fæddir 1970 eða síðar, verði boðin bólusetning á laugardag og sunnudag.

  Fyrirkomulagið verður eins á öllum okkar heilsugæslustöðvum.

  • Best er að allir fari á sína heilsugæslustöð.

  Laugardagur frá kl. 12:00 til 15:00

  • Börn 6 mánaða til 18 mánaða

  Sunnudagur frá kl. 12:00 til 15:00

  • Börn 6 mánaða til 18 mánaða og foreldrar þeirra.
  • Óbólusettir fullorðnir einstaklingar fæddir 1970 eða síðar

   

  Algengar spurningar

  Hvernig veit ég hvort ég hafi fengið bólusetningu?

  • Þeir sem eru fæddir eftir 1975 eru líklegast bólusettir nema foreldrar þeirra hafi hafnað bólusetningu. 
  • Allir fengu bólusetningarskírteini sem oft eru til í fórum foreldra þeirra. Ef bólusetning er skráð í kringum 12 ára aldur er það líklegast mislingabóluseting.
  • Hægt er að sjá bólusetningar sem gefnar voru eftir að farið var að skrá bólusetningar í rafrænan bólusetningagrunn inn á mínum síðum Heilsuvera.is eða á island.is
  • Þeir sem ekki eru vissir með þetta geta fengið bólusetningu.

  Af hverju fá 50 ára og eldri ekki bólusetningu núna? 

  • Þeir sem eru fæddir fyrir 1970 hafa líklegast fengið mislinga og eru því ekki forgangi. Hægt verður að bjóða þeim bólusetningu síðar.

  Hvernig veit ég á hvað stöð ég er skráður?

  • Þú sérð það á mínum síðum Heilsuveru eða í Réttindagátt sjúkratrygginga