Hraunbergi 6, 111 Reykjavík
Sími: 513-5300Fax: 513-5301

Almennur þjónustutími

Virka daga kl. 8:00 - 16:00
Síðdegisvakt kl. 16:00-18:00 mánudaga. - fimmtudaga.

Heilsugæslan Efra-Breiðholti þjónar fyrst og fremst íbúum Efra-Breiðholts en öllum er frjálst að skrá sig á stöðina.

Skráning á heilsugæslustöð fer fram í gegnum Réttindagátt sjúkratrygginga eða á staðnum.

Í afgreiðslu heilsugæslustöðvarinnar taka móttökuritarar við tímapöntunum, gefa almennar upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar og koma áríðandi skilaboðum til starfsfólks. 

Með rafrænum skilríkjum er hægt að bóka tíma, endurnýja lyf og senda einfaldar fyrirspurnir í gáttinni: heilsuvera.is

Rannsóknastofan er opin frá kl. 8:00 til 9:30 alla virka daga, nema fimmtudaga frá kl 13:00 til 14:00.
Hjúkrunarráðgjöf er frá kl. 8:00 til 16:00 alla virka daga.

Sumartími síðdegisvaktar

Síðdegisvaktin verður lokuð eftirfarandi föstudaga í sumar.

  • 22. júní
  • 20. júlí
  • 27. júlí
  • 3. ágúst
  • 10. ágúst

Um síðdegisvaktina

Læknar stöðvarinnar eru með síðdegisvakt sem er opin alla virka daga frá kl. 16:00 til 18:00. 

Ekki eru bókaðir tímar heldur skal fólk mæta á stöðina á þessum tíma. Vaktin er ætluð fyrir skyndiveikindi og smáslys. Eðli málsins samkvæmt eru þetta stutt viðtöl og eitt erindi / vandamál í viðtali.

03.01.2017 10:50

Nýir fagstjórar hjúkrunar

Ráðið hefur verið í stöður fagstjóra hjúkrunar við Heilsugæsluna Efstaleiti, Heilsugæsluna Hlíðum og Heilsugæsluna Efra-Breiðholti.
Nánar

Lyfjaendurnýjun í síma

Tekið er á móti beiðnum um lyfjaendurnýjanir frá kl. 9:00 til 11:30 alla virka daga í síma 513-5302.
Læknarnir ávísa síðan lyfjunum eftir að hafa metið beiðnina.

Nauðsynlegt er að panta tíma hjá heimilislækni eða ræða við hann símleiðis ef hann hefur ekki ávísað umbeðnu lyfi áður og ef langt er síðan hann hefur ávísað lyfinu.

Rafræn lyfjaendurnýjun

Athugið að með rafrænum skilríkjum er hægt að óska eftir lyfjaendurnýjun í gáttinni: Heilsuvera.is

Fjölnota lyfseðlar

Mikið hagræði er að því fyrir alla aðila að nota fjölnota lyfseðla ef um samfellda lyfjanotkun er að ræða til langs tíma. Ekki er hægt að símsenda fjölnota lyfseðla í apótek. Vinsamlega leitið eftir notkun á fjölnota lyfseðlum hjá heimilislækninum.

Ef þörf er á veikindavottorði vegna skóla eða vinnu þarf að tilkynna veikindi á stöðina sem fyrst eftir að veikindi hefjast.

Í veikindum sem vara innan við viku veita móttökuritarar nánari upplýsingar um skóla- eða vinnuveitendavottorð.

Hafa skal beint samband við lækni varðandi lengri veikindi og öll önnur vottorð. Best er þá að panta tíma hjá sínum heimilislækni.

Frá kl. 8:00 til 16:00 er alltaf hægt að fá símasamband / viðtal við vakthafandi hjúkrunarfræðing.

Hann metur vandamál þitt og gefur svokallaðan samdægurstíma hjá lækni eða leiðbeinir um vaktþjónustu þegar um erindi er að ræða sem ekki þola bið, t.d. skyndileg / alvarleg veikindi og smáslys.

Bráðatilvik hafa alltaf forgang.