HAM námskeið við kvíða og þunglyndi

Námskeiðið

Í hugrænni atferlismeðferð eða HAM lærir þú aðferðir til að takast á við tilfinningalega vanlíðan á árangursríkan hátt. Rannsóknir sýna að HAM er ein árangursríkasta meðferð sem völ er á í dag t.d. við kvíða og þunglyndi.

Á námskeiðinu er farið yfir samspil hugsana, tilfinninga, líkamlegra viðbragða og hegðunar. Farið er yfir áhrifaríkar leiðir til grípa inn í þetta samspil og stuðla þannig að bættri líðan.  

Á námskeiðinu er notast við lesefni, glærukynningar, heimaverkefni og hópumræður. 

Umsjón

HAM námskeiðin eru haldin á vegum Heilsubrúar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins

Leiðbeinendur eru Guðrún Ágústa Eyjólfsdóttir sálfræðingur og meistaranemar í klínískri sálfræði undir handleiðslu Guðrúnar Ágústu.  

Fyrirkomulag

Hóptímarnir fara fram Þönglabakka 1, 109 Reykjavík, 2. hæð. (Það er sami inngangur og fyrir Læknasetrið, Gáski sjúkraþjálfun og Tannlæknar Mjódd).  

Það eru að hámarki 15 einstaklingar í hverjum hópi sem hittist einu sinni í viku í 5 vikur, 90 mínútur í senn.

Þau sem hafa áhuga á námskeiðinu byrja á því að mæta í kynningartíma þar sem sagt er frá þeim meðferðarúrræðum sem boðið er upp á hjá Heilsubrú.

Þau sem ákveða að taka þátt í námskeiðinu greiða 16.000 kr. fyrir námskeiðið. 

Meðferðin er ætluð einstaklingum 18 ára og eldri.

Dagsetningar og skráning

Þau sem vilja taka þátt byrja á að skrá sig í stuttan kynningartíma um HAM námskeiðin sem eru í boði hjá  Heilsubrú. 

Greitt er 500 kr. þátttökugjald fyrir kynningartímann. 

Hafið samband á heilsubru@heilsugaeslan.is ef staðfestingarpóstur berst ekki og ef forföll verða.