HAM námskeið

Kynningartími fyrir HAM námskeið

Í hugrænni atferlismeðferð eða HAM lærir þú aðferðir til að takast á við tilfinningalega vanlíðan á árangursríkan hátt. Rannsóknir sýna að HAM er ein árangursríkasta meðferð sem völ er á í dag t.d. við kvíða og þunglyndi.

HAM námskeið hafa lengi verið í boði á heilsugæslustöðvum en nú verður boðið upp á þau í Heilsubrú sem er ný miðlæg þjónustueining innan HH.

HAM námskeið í hópi henta mörgum en ekki öllum og því er boðið upp á kynningartíma fyrir þau sem hafa áhuga á að fara á sex vikna HAM námskeið. 

Í kynningartímanum er farið yfir ólíkar gerðir HAM meðferðar og hverjum hentar að sækja HAM í hópi og hverjum það hentar ekki.  Einnig verður farið yfir aðrar mögulega leiðir fyrir þau sem HAM í hópi hentar ekki núna.

Umsjón

HAM námskeiðin eru haldin á vegum Heilsubrúar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins

Leiðbeinendur eru Guðrún Ágústa Eyjólfsdóttir, sálfræðingur, Haraldur S. Þorsteinsson sálfræðingur.

Fyrirkomulag

Hóptímarnir fara fram í húsnæði Heilsubrúar í Þönglabakka 6, 109 Reykjavík, 3. hæð. Það er sami inngangur og í Heilsugæsluna Mjódd. 

Að hámarki 15 manns eru í hverjum tíma.

Greitt er 500 kr. þátttökugjald við skráningu hér á vefnum. Staðfestingarpóstur er sendur á netfang þátttakanda við skráningu. 

Mikilvægt er að tilkynna forföll tímanlega. Hafið samband á heilsubru@heilsugaeslan.is ef staðfestingarpóstur berst ekki og ef forföll verða.

Dagsetningar og skráning

Kynningartími föstudaginn 3. nóvember, kl. 10:00 - 10:30
Námskeiðið svo vikulega sama tíma í 6 vikur.
Leiðbeinandi er Haraldur S. Þorsteinsson

 Kynningartími þriðjudaginn 21. nóvember, kl. 16:00 - 16:30
Námskeiðið svo vikulega á miðvikudögum frá kl. 15:00 -16:30  í 6 vikur og hefst 29. nóvember.
Leiðbeinandi er Haraldur S. Þorsteinsson

 

Skráning og greiðsla er hér á vefnum. Gætið þess að velja rétta tímasetningu.

Meðferðin er ætluð einstaklingum 18 ára og eldri, hún felur í sér fræðslu, umræður og heimaverkefni.