Í hugrænni atferlismeðferð eða HAM lærir þú aðferðir til að takast á við tilfinningalega vanlíðan á árangursríkan hátt. Rannsóknir sýna að HAM er ein árangursríkasta meðferð sem völ er á í dag t.d. við kvíða og þunglyndi.
HAM námskeið hafa lengi verið í boði á heilsugæslustöðvum en nú verður boðið upp á þau í Heilsubrú sem er ný miðlæg þjónustueining innan HH.
HAM námskeið í hópi henta mörgum en ekki öllum og því er boðið upp á kynningartíma fyrir þau sem hafa áhuga á að fara á sex vikna HAM námskeið.
Í kynningartímanum er farið yfir ólíkar gerðir HAM meðferðar og hverjum hentar að sækja HAM í hópi og hverjum það hentar ekki. Einnig verður farið yfir aðrar mögulega leiðir fyrir þau sem HAM í hópi hentar ekki núna.