Greinar og fréttir
Allar fréttirHeilsugæslustöðvar
Sérþjónusta er viðbót við heilsugæslustöðvar
Færni- og heilsumatsnefnd höfuðborgarsvæðisins annast faglegt, einstaklingsbundið mat á þörfum einstaklinga fyrir varanlega búsetu á hjúkrunar- og dvalarheimilum.
Þjónustan er fyrir íbúa Breiðholts, Árbæjar, Grafarvogs, Norðlingaholts og Grafarholts, 18 ára og eldri, sem greindir eru með geðsjúkdóma og þurfa á þverfaglegri aðstoð ásamt þéttri eftirfylgd að halda.
Þjónustan er fyrir íbúa Kópavogs, Garðabæjar og Hafnarfjarðar, 18 ára og eldri, sem greindir eru með geðsjúkdóma og þurfa á þverfaglegri aðstoð ásamt þéttri eftirfylgd að halda.
Þjónustan er fyrir íbúa á mið og vestursvæði borgarinnar, 18 ára og eldri, sem greindir eru með geðsjúkdóma og þurfa á þverfaglegri aðstoð ásamt þéttri eftirfylgd að halda.
Þjónustan er fyrir verðandi foreldra og foreldra með ung börn sem glíma við alvarlega vanlíðan, geðrænan vanda eða hafa áhyggjur af þroska og/eða tengslamyndun barns. Tekið er við umsóknum frá starfsmönnum heilbrigðis- og velferðarþjónustu um allt land.
Göngudeild sóttvarna sinnir berklavörnum, bólusetningum ferðamanna og heilbrigðisskoðunum innflytjenda og hælisleitenda
Heimahjúkrun HH sér um heimahjúkrun fyrir Hafnarfjörð, Garðabæ og Kópavog.
Tímapantanir vegna skimana fyrir brjóstakrabbameini og samhæfing skimana fyrir krabbameini í leghálsi og brjóstum
Skrifstofan er aðsetur framkvæmdastjórnar og stoðdeilda fyrir starfsstöðvar HH.
Þroska- og hegðunarstöð (ÞHS) veitir þjónustu vegna barna sem glíma við frávik eða aðra erfiðleika í þroska, hegðun eða líðan. Sinnt er greiningu, ráðgjöf, meðferð og fræðslu vegna raskana hjá börnum að 18 ára aldri.
Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu leiðir faglega þróun innan heilsugæslu á landsvísu og vinnur að samræmingu verklags og samhæfingar milli fagfólks á heilsugæslustöðvum, gæðaþróun og framförum í heilsugæslu í samráði við heilsugæslustöðvar.
Við gerum okkar besta til að leysa vandann
10.785
vitjanir í heimahjúkrun í desember
1.459
komur á síðdegisvakt í desember
11.898
skólabörn fengu forvarnarfræðslu í janúar 2020
17.931
komur til skólahjúkrunarfræðinga í janúar 2020
2249
börn komu í ung- smábarnavernd í desember
23.459
símaviðtöl í desember
1848
konur komu í mæðravernd í desember
17.685
Inflúensubólusetningar í vetur
14.589
komur til lækna á dagvinnutíma í desember
387
vitjanir í ung- og smábarnavernd í desember
15
heilsugæslustöðvar á vegum HH
Heilsuvera hjálpar þér að hugsa um heilsu þína með fræðslu og ráðleggingum.
Heilsuvera er þægileg leið til að panta tíma, endurnýja lyf og senda stuttar fyrirspurnir