Heilsugæslan Hlíðum er nú í Skógarhlíð 18. 

Almennar upplýsingar

icon

Heilsugæslan er opin 8:00 - 17:00



Svarað er í sima 8:00 til 16:00
icon

Bráð erindi



1700 síminn og netspjall Heilsuveru veita ráðgjöf og geta komið erindum í farveg milli kl. 8 og 17. 1700 síminn er opinn allan sólarhringinn. Netspjall Heilsuveru er opið frá kl. 8 til 22.

Viltu skrá þig hjá okkur?

Má bjóða þér að skrá þig rafrænt á Heilsugæsluna Hlíðum?

Hvað viltu gera?

Örugg gagnaskil

Hægt er að senda gögn með öruggum hætti til Heilsugæslunnar Hlíðum með Signet transfer. Nauðsynlegt er að hafa rafræn skilríki. Hlekkur í örugg gagnaskil

Allir eru velkomnir á stöðina

Heilsugæslan Hlíðum þjónar fyrst og fremst íbúum Hlíðasvæðis, sem takmarkast af Snorrabraut og Kringlumýrarbraut og sjóa á milli, en allir eru velkomnir á stöðina. Skráning er í gegnum mínar síður á island.is.

 

Nánari upplýsingar um stöðina og þjónustu hennar  eru í flipunum hér fyrir ofan: Læknisþjónusta, Opin móttaka, Heilsuverndin, Sálfræðiþjónusta og Um stöðina.

 

Með rafrænum skilríkjum er hægt að bóka tíma, endurnýja lyf og senda einfaldar fyrirspurnir á mínum síðum á Heilsuvera.is

Við tökum vel á móti þér

Hvað hentar þér best?

Það eru nokkrar leiðir að þjónustu læknanna okkar.

Hvaða leið hentar þér best?

Læknar stöðvarinnar

Hjá okkur starfa sérfræðingar í heimilislækningum en einnig almennir læknar, sérnámslæknar og unglæknar.

  • Alexander Elfarsson sérnámslæknir í heimilislækningum
  • Geir Thorsteinsson heimilislæknir
  • Gísli Gunnar Gunnlaugsson heimilislæknir
  • Hildur Svavarsdóttir heimilislæknir
  • Jón Halldór Hjartarson sérnámslæknir í heimilislækningum
  • Kristín Erla Kristjánsdóttir læknir 
  • Óskar Sesar Reykdalsson heimilislæknir
  • Reynir Björnsson heimilislæknir
  • Ruth Auffenberg heimilislæknir

Við erum á vaktinni allan daginn

Símaþjónusta hjúkrunarfræðinga

 

Hægt er að fá símaráðgjöf  hjá  hjúkrunarfræðingi frá kl. 8:00 til 16:00, alla virka daga  í síma 513-5900.

Ef hjúkrunarfræðingurinn er upptekinn tekur móttökuritari niður skilaboð og haft er samband um leið og færi gefst.

 

Einnig bendum við á símaráðgjöf hjúkrunarfræðinga heilsugæslunnar allan sólarhringinn alla daga í síma 1700 og í netspjalli á heilsuvera.is frá kl. 8:00 til 22:00.

 

Skyndimóttaka fyrir smáslys og bráð veikindi

 

Það er líka hægt að koma í móttökuna á dagvinnutíma.

Öllum erindum sem koma á vaktina er sinnt, annaðhvort með því að veita þjónustuna á staðnum eða vísa í þann farveg sem við á í hverju tilviki.

 

Bókuð móttaka

 

Einnig er hægt að bóka tíma í móttöku hjúkrunarfræðinga.

Til dæmis fyrir sáraskiptingar og bólusetningar o.fl.

 

Hvað er í gert í opnu móttökunni?

Algengt er að fólk leiti aðstoðar eða ráðgjafar þegar um er að ræða veikindi, vanlíðan, óþægindi eða slys.

 

Til dæmis er algengt að foreldrar með lasin börn fái ráðleggingar varðandi umönnun og aðstoð við að meta þörf fyrir frekari þjónustu.

 

Einnig leita margir ráða vegna lyfjatöku eða vantar leiðbeiningar til að rata um heilbrigðiskerfið.

 

Hjúkrunarfræðingar sinna einnig erindum sem flokkast undir heilsuvernd, forvarnir og lífsstíl
 

Framkvæmdar eru rannsóknir og mælingar, t.d. mælingar á blóðþrýstingi

 

Lestu meira um opna móttöku heilsugæslustöðva

Heilsuvernd mæðra, ung- og smábarna, skólabarna, eldra fólks og allra hinna

Við fylgjumst með heilsu og þroska frá móðurkviði til unglingsára í mæðravernd, ung- og smábarnavernd og heilsuvernd skólabarna

Á fullorðinsárum bjóðum við aðstoð við heilsueflingu með ráðgjöf, eftirliti og bólusetningum og heilsuvernd sem er ætluð eldri borgurum.

Heilsuvernd og heilsuefling

Leghálsskimun

Ljósmæður og hjúkrunarfræðingar annast sýnatöku fyrir skimun vegna krabbameins í leghálsi.

Skimanir eru á stöðinni hálfan dag í viku, til skiptist eftir hádegi á mánudögum, fyrir hádegi á þriðjudögum og fyrir hádegi á fimmtudögum. 

Ef það er komið að þér í skimun má panta tíma á mínum síðum heilsuveru eða með símtali. 

 

Lestu meira um leghálskrabbameinsskimun

Hreyfiseðill

Hreyfiseðill er meðferðarúrræði við sjúkdómum, sem vitað er að regluleg hreyfing getur haft umtalsverð áhrif á.

Heimilislæknar, ljósmæður og hjúkrunarfræðingar vísa til sjúkraþjálfara. Ef þú heldur að hreyfiseðill henti þér, pantar þú fyrst tíma hjá þínum lækni.

Þjónusta sálfræðinga

Læknar stöðvarinnar vísa til sálfræðinga þannig að fyrsta skrefið er að panta tíma hjá heimilislækni.

 

Rebekka Rut Lárusdóttir sálfræðingur sinnir meðferð og ráðgjöf fyrir börn og unglinga. 

Guðlaug Friðgeirsdóttir og Liv Anna Gunnarsdóttir sálfræðingar sinna meðferð og ráðgjöf fyrir fullorðna

 

HAM námskeið

Heilsubrú Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins býður upp á hugræna atferlismeðferð (HAM) fyrir fulllorðna. 

 

Nánari upplýsingar:

Samvinna fyrir þig

Heilsugæslan Hlíðum þjónar fyrst og fremst íbúum Hlíðasvæðis er takmarkast af Snorrabraut og Kringlumýrarbraut og sjóa á milli, en allir eru velkomnir a stöðina.

Við veitum samfellda þjónusta með hag einstaklingsins og fjölskyldunnar í huga. Fagleg afstaða er tekin til allra erinda og annað hvort leyst úr þeim eða ráðlagt um önnur úrræði.

Þjónustan byggir á sérþekkingu starfstétta og þverfaglegri samvinnu.

Um heilsugæslustöðina

magnifier
StarfsmennStarfsheitiSímiNetfang
Alexander ElfarssonLæknir513-5900
Anna Guðný HallgrímsdóttirLjósmóðirÍ leyfi
Anna Lillý MagnúsdóttirHjúkrunarfræðingur513-5900
Anna María GuðnadóttirHjúkrunarfræðingur513-5900
Anna ÓlafsdóttirFagstjóri hjúkrunar513-5900
Gabríela Auður HákonardóttirHjúkrunarfræðingur513-5900
Geir ThorsteinssonHeimilislæknir513-5900
Gísli Gunnar GunnlaugssonHeimilislæknir513-5900
Guðlaug FriðgeirsdóttirSálfræðingur513-5900
Guðlaug Jóna KarlsdóttirLjósmóðir513-5900
Gunnar Steinn AðalsteinssonKlínískur lyfjafræðingur513-5900
Hafdís Ósk BaldursdóttirHjúkrunarfræðingur513-5900
Heiða Brynja HeiðarsdóttirSálfræðingur513-5900
Helga Líf KáradóttirUnglæknir513-5900
Hildur SvavarsdóttirSvæðisstjóri og Fagstjóri lækninga513-5900
Jón Halldór HjartarsonSérnámslæknir í heimilislækningum513-5900
Jónas ÁsmundssonUnglæknir513-5900
Kristín Erla KristjánsdóttirLæknir513-5900
Kristín Helga EinarsdóttirLjósmóðir513-5900
Kristrún María ÓlafsdóttirHjúkrunarfræðingur513-5900
Liv Anna GunnellSálfræðingur513-5900
Lovísa GuðbrandsdóttirHjúkrunarfræðingur513-5900
María GústavsdóttirHjúkrunarfræðingur513-5900
María SkaftadóttirHjúkrunarfræðingur513-5000
Marín Björg GuðjónsdóttirLjósmóðir513-5900
Matthea KristjánsdóttirHjúkrunarfræðingur513-5900
Olga Lára JónsdóttirMóttökuritari513-5900
Óskar Sesar ReykdalssonHeimilislæknir513-5900
Ragnhildur GrétarsdóttirMóttökuritari513-5900
Rebekka Rut LárusdóttirSálfræðingur513-5900
Reynir Björn BjörnssonHeimilislæknir513-5900
Ruth AuffenbergHeimilislæknir513-5900
Sandra Dröfn ThomsenSkrifstofustjóri513-5900
Sigríður Elísabet ÁrnadóttirHjúkrunarfræðingur513-5900
Sigríður Margrét ÞorbergsdóttirUnglæknir513-5900
Sóley HauksdóttirHjúkrunarfræðingur513-5900
Unnur Guðrún UnnarsdóttirMóttökuritari513-5900
Valgerður BjarnadóttirHeilsugæsluritari513-5900