Hagasmára 5 (innkeyrsla frá Smárahvammsvegi), 201 Kópavogi
Sími: 513-5850Fax: 513-5851

Almennur þjónustutími

Virka daga kl. 8:00 - 16:00
Síðdegisvakt kl. 16:00 - 18:00 mánudaga - fimmtudaga

Heilsugæslan Hvammi þjónar einkum íbúum Kópavogs sem búa austan Digranesvegar og Bröttubrekku, sunnan Kópavogslækjar (Fífuhvamms) og sunnan Nýbýlavegar (með Hólmum).

Skráning á stöðina fer fram í gegnum Réttindagátt sjúkratrygginga eða á staðnum.

Í afgreiðslu heilsugæslustöðvarinnar taka móttökuritarar við tímapöntunum, gefa almennar upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar og koma áríðandi skilaboðum til starfsfólks. 

Tímapantanir mánudaga til  föstudaga frá kl. 8:00 til 16:00 í síma 513-5850.

 Með rafrænum skilríkjum er hægt að bóka tíma og endurnýja lyf í gáttinni: heilsuvera.is

Lyfjaendurnýjun í síma

Lyfjasími er 513-5852

Læknaritarar taka niður beiðnir um lyfjaendurnýjun frá kl. 8:00 til 10:00 alla virka daga í síma 513-5852.

Lyfjapantanir sem berast á milli kl. 8:00 og 10:00 eru afgreiddar samdægurs annars er viðkomanda bent á að hafa samband í símatíma lækna eða lyfjasíma daginn eftir.

Eingöngu er hægt að fá þau lyf sem tekin eru að staðaldri og heimilislæknir þinn á stöðinni hefur áður ávísað á þig. Ekki er hægt að fá sýklalyf, róandi lyf, svefnlyf eða sterk verkjalyf endurnýjuð í þessum síma  

Læknarnir ávísa síðan lyfjunum eftir að hafa metið beiðnina. Nauðsynlegt er að panta tíma hjá heimilislækni eða ræða við hann símleiðis ef hann hefur ekki ávísað umbeðnu lyfi áður og ef langt er síðan hann hefur ávísað lyfinu.

Rafræn lyfjaendurnýjun

Athugið að með rafrænum skilríkjum er hægt að óska eftir lyfjaendurnýjun í gáttinni: Heilsuvera.is

Fjölnota lyfseðlar

Mikið hagræði er af því að lyfseðlar séu fjölnota ef um samfellda lyfjanotkun er að ræða til langs tíma. Vinsamlega ræðið við heimilislækni um ávísun fjölnota lyfseðla.

Læknar stöðvarinnar eru með síðdegisvakt sem er opin mánudaga til fimmtudaga kl. 16:00 til 18:00. Ekki þarf að bóka tíma á síðdegisvaktina.

Síðdegisvaktin er lokuð á föstudögum.

Vaktin er ætluð fyrir skyndiveikindi og smáslys. Eðli málsins samkvæmt eru þetta stutt viðtöl og eitt erindi / vandamál í viðtali.

10.03.2017 10:00

Símkerfi Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins

Eins og skjólstæðingar okkar hafa því miður fengið að finna fyrir hefur símkerfið ekki staðið undir væntingum undanfarnar vikur. Við biðjum skjólstæðinga og starfsmenn...
Nánar
07.11.2016 16:05

Nýir svæðisstjórar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins

Búið er að ráða svæðisstjóra heilsugæslustöðvanna í Efra Breiðholti, Efstaleiti, Hlíðum, Hamraborg, Hvammi og Seltjarnarnesi og Vesturbæ.
Nánar

Ef þörf er á veikindavottorði vegna skóla eða vinnu þarf að tilkynna veikindi á heilsugæslustöðina sem fyrst eftir að veikindi hefjast.

Vottorð eru ekki gefin gegnum síma. Panta þarf tíma á stofu hjá lækni í tengslum við veikindi eða  sem fyrst eftir að viðkomandi  er rólfær.

Frá kl 8:00 til 16:00 er alltaf hægt að fá símasamband / viðtal við vakthafandi hjúkrunarfræðing.

Hann metur vandamál þitt og gefur svokallaðan samdægurstíma hjá lækni eða leiðbeinir um vaktþjónustu þegar um erindi er að ræða sem ekki þola bið, t.d. skyndileg / alvarleg veikindi og smáslys.

Bráðatilvik hafa alltaf forgang.