Suðurströnd, 170 Seltjarnarnesi
Sími: 513-6100

Almennur þjónustutími

Virka daga kl. 8:00 - 16:00
Síðdegisvakt kl. 16:00 - 18:00 mánudaga til fimmtudaga

Heilsugæslan Seltjarnarnesi og Vesturbæ þjónar fyrst og fremst íbúum á Seltjarnarnesi og Reykvíkingum í vesturbæ sunnan Hringbrautar, þar með talið háskólahverfi og Skerjafirði. 

Skráning á heilsugæslustöð fer fram í gegnum Réttindagátt sjúkratrygginga eða á staðnum.

Í afgreiðslu heilsugæslustöðvarinnar taka móttökuritarar við tímapöntunum, gefa almennar upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar og koma áríðandi skilaboðum til starfsfólks. 

Með rafrænum skilríkjum er hægt að bóka tíma, endurnýja lyf og senda einfaldar fyrirspurnir í gáttinni: heilsuvera.is

Rannsóknastofan er opin frá kl. 8:00 til 10:00 alla virka daga. Panta þarf tíma í blóðrannsókn í síma 513-6100

26.06.2018 12:06

Blóðtaka lokuð

Blóðtakan verður lokuð eftirfarandi daga í sumar: 2. og 3. júlí, 9. júlí til og með 13. júlí og 25.júlí til og með 2. ágúst. Hægt er að fara á Landspítala eða á...
Nánar
28.05.2018 14:12

Páll Þorgeirsson heimilislæknir hættir vegna aldurs

Páll Þorgeirsson heimilislæknir hefur hætt störfum á Heilsugæslunni Seltjarnarnesi og Vesturbæ vegna aldurs. Skjólstæðingar Páls verða áfram skráðir á Heilsugæsluna...
Nánar

Sumartími síðdegisvaktar

Í júlí 2018 verður síðdegisvaktin lokuð á föstudögum.

Um síðdegisvaktina

Læknar stöðvarinnar eru með síðdegisvakt sem er opin mánudaga til föstudaga frá kl. 16:00 til 18:00.

Síðdegisvakt er ætlað að sinna bráðum fljótleystum erindum sem þarfnast skjótrar úrlausnar, enda er viðtalstíminn styttri en venjulega. Komugjöld eru hærri eftir kl. 16:00. 

Tímapantanir eru ekki á síðdegisvakt heldur afgreitt eftir þeirri röð sem komið er. Bið getur því orðið en á þennan hátt er reynt að leysa erindi allra sem þess óska.

Vaktinni er ætlað að mæta þörf þeirra sem þurfa á læknishjálp að halda og geta ekki beðið eftir tíma hjá sínum heimilislækni. Afgreiðsla á síðdegisvakt getur ekki orðið sú sama og í fyrirfram pöntuðum tíma að degi til. Við biðjum skjólstæðinga okkar að taka tillit til þess.

Vaktin er ætluð skjólstæðingum heilsugæslustöðvarinnar og þeim sem búa á þjónustusvæði stöðvarinnar.

Þegar um er að ræða endurnýjanir lyfja sem fólk notar að staðaldri er mælt með að pantaður sé tími og komið til læknis. Lögð er áhersla á notkun fjölnotalyfseðla, þ.e. útgáfa lyfseðla sé í tengslum við reglubundið eftirlit hjá lækni.

Rafræn lyfjaendurnýjun

Með rafrænum skilríkjum er hægt að óska eftir lyfjaendurnýjun í gáttinni: Heilsuvera.is

Lyfjaendurnýjun í síma 

Hægt að fá lyf endurnýjuð í símatíma ef læknar stöðvarinnar hafa áður ráðlagt og ávísað þeim. Beiðni um lyfjaendurnýjun þarf að berast fyrir kl. 11:00 eins og símatímapantanir.

Fjölnota lyfseðlar

Mikið hagræði er að því fyrir alla aðila að nota fjölnota lyfseðla ef um samfellda lyfjanotkun er að ræða til langs tíma. Ekki er hægt að símsenda fjölnota lyfseðla í apótek. Vinsamlega leitið eftir notkun á fjölnota lyfseðlum hjá heimilislækninum.

Ef þörf er á veikindavottorði vegna skóla eða vinnu þarf að tilkynna veikindi á heilsugæslustöðina sem fyrst eftir að veikindi hefjast.

Í stuttum veikindum veita móttökuritarar upplýsingar um skóla- eða vinnuveitendavottorð.

Hafa skal beint samband við lækni vegna lengri veikinda og annarra vottorða.