23.04.2019

Gagnlegt að mæla blóðþrýstinginn

Ef blóðþrýstingur er mjög hár til langs tíma getur það minnkað lífslíkur verulega og skert þar að auki lífsgæðin. Það er því ein gagnlegasta aðgerð sem hægt er að gera til að fyrirbyggja sjúkdóma að mæla blóðþrýstinginn og bregðast við óeðlilegum niðurstöðum. ... lesa meira08.04.2019

Forum fundir HH

Fundirnir eru fyrir alla lækna HH og fleiri eftir atvikum. Efni fundanna að þessu sinni var heilbrigðisþjónusta við aldraða. Þrír öldrunarlæknar fluttu erindi.... lesa meira

29.03.2019

Hugað að heilsu á leið út í heim

Nú eru margir að horfa til framandi landa með áætlun um að leggja land undir fót. Að upplifa framandi menningu, skrýtna siði, stórbrotið landslag, smakka og prófa nýjan mat er allt hluti af skemmtilegri upplifun ferðalangsins. En skemmtileg ferðalög geta snúist upp í andhverfu sína ef heilsan er ekki í lagi.... lesa meira

26.03.2019

Takmarkaður fjöldi á síðdegisvakt

Frá og með 1. apríl n.k. verður breyting á fyrirkomulagi síðdegisvaktar Heilsugæslunnar Mosfellsumdæmi. Einn læknir verður á vakt hverju sinni og aðeins tekið á móti 15 skjólstæðingum á hverri vakt. Byrjað er að bóka á vaktina kl. 15:30. Á föstudögum verður síðdegisvaktin lokuð.... lesa meira

26.03.2019

Allir velkomnir í mislingabólusetningu

Nú er forgangi áhættuhópa í mislingabólusetningu lokið. Nú geta allir sem hafa ekki fengið mislinga eða eru bólusettir, komið á heilsugæslustöðvar og fengið bólusetningu. Áfram er bólusett á opnum móttökum heilsugæslustöðvanna, milli kl 8:00 og 16:00.... lesa meira

25.03.2019

Augnsýkingar sem oftast læknast mjög auðveldlega

Tárubólga og hvarmabólga er algengur og að jafnaði saklaus hluti kvefs. Besta meðferðin er að sinna augunum af natni með því að þurrka gröftinn með volgum vættum bómullarhnoðra. Ef vandinn dregst á langinn eða er mjög erfiður er gott að leita aðstoðar á heilsugæslustöð.... lesa meira18.03.2019

Sérnámsstöður í heilsugæsluhjúkrun

Nú er verið að auglýsa sérnámsstöður í heilsugæsluhjúkrun hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og fjórum heilbrigðisstofnunum. Þetta verður fimmti hópurinn í sérnáminu og sá stærsti. Mikil ánægja hefur verið með sérnámið bæði hjá nemendum og heilsugæslustöðvum. ... lesa meira

18.03.2019

Birtar rannsóknir á Þroska- og hegðunarstöð 2018

Undanfarin ár hafa ýmsar rannsóknir verið unnar af sálfræðingum Þroska- og hegðunarstöðvar HH í samvinnu við háskóla hérlendis og erlendis á sviði klínískrar barnasálfræði. Árið 2018 birtist afrakstur af hluta þessarar vinnu í eftirfarandi greinum eftir sálfræðinga á stöðinni í erlendum og innlendum ritrýndum tímaritum. ... lesa meira

15.03.2019

Bólusetning gegn mislingum er sterk vörn

Bólusetning gegn mislingum gefur um 95% vörn. Þátttaka á Íslandi í bólusetningu gegn mislingum hefur verið með ágætum á undanförnum árum eða tæplega 95%. Foreldrar eru hvattir til að halda áfram góðri þátttöku í bólusetningum því aðeins á þann hátt má halda þessum alvarlega smitsjúkdómi frá landinu. ... lesa meira


12.03.2019

Er ég með mislingabólusetningu?

Getið þið athugað hvort ég sé bólusett/ur við mislingum? Og hvort ég sé með eina eða tvær bólusetningar? Stutta svarið er NEI, ekki eins og staðan er í dag.... lesa meira

12.03.2019

3.025 MMR bólusetningar á sex dögum

Undanfarna daga hafa starfsmenn heilsugæslunnar bólusett vegna mislingafaraldurs. Áhugavert er að skoða tölur um MMR bólusetningar á höfuðborgarsvæðinu dagana 6. til 11. mars. Þetta eru tölur fyrir þær 15 heilsugæslustöðvar sem HH sér um og 4 einkareknar heilsugæslustöðvar, eftir dögum og aldurshópum.... lesa meira

Sjá allar fréttir