Fréttamynd

09.12.2019

Óveður 10. desember

Verið snemma á ferðinni með bráð erindi. Reiknað er með allar stöðvar séu opnar allan daginn en það gæti breyst eftir aðstæðum. ​Fréttin verður uppfærð eftir þörfum.... lesa meira


Fréttamynd

05.12.2019

Geðheilbrigðisþjónusta við fanga hjá HH

Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH) hefur verið falið að sinna geðheilbrigðisþjónustu við fanga í öllum fangelsum landsins. Stofnað verður sérhæft, þverfaglegt geðheilsuteymi fanga (GHTF) í þessu skyni sem mun starfa með og styðja við starfsemi heilsugæslunnar í fangelsum. Byggt er á hugmyndafræði Geðheilsuteyma HH.... lesa meira

Fréttamynd

05.12.2019

Byltur og eldra fólk

Byltur eru algengt vandamál hjá eldra fólki og geta þær í sumum tilfellum haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Áætlað er að um þriðjungur fólks 65 ára og eldra detti að minnsta kosti einu sinni á ári og að um helmingur þeirra sem eru 85 ára og eldri detti einu sinni á ári eða oftar.... lesa meira

Fréttamynd

05.12.2019

Meðferð með hreyfiseðli í kjölfar meðgöngusykursýki

Meðgöngusykursýki er vaxandi vandamál á heimsvísu og benda erlendar rannsóknir til þess að algengi sé frá <1-28%. Á Íslandi hefur tíðnin aukist umtalsvert á síðustu árum og árið 2018 greindust 613 konur, eða samtals 16% kvenna sem voru í mæðravernd hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH), með meðgöngusykursýki. ... lesa meira

Fréttamynd

02.12.2019

Þegar jólastressið gerir vart við sig

Nú er sá árstími þegar margir finna fyrir aukinni streitu. Í dag vitum við að það er fyrst og fremst magn og tíðni streitu sem hefur áhrif á heilsu okkar. Það er því mikilvægt öllum að kunna leiðir til að halda streitu innan viðráðanlegra marka. Hér eru nokkur ráð sem geta gagnast vel í því sambandi.... lesa meira

Fréttamynd

29.11.2019

Forvarnir í þágu ungra barna

Forvarnir eru mikilvægar og er ung- og smábarnaverndin ein sú mikilvægasta. Markmið ung- og smábarnaverndar er að efla heilsu, vellíðan og þroska ungra barna með reglulegum heilsufarsskoðunum ásamt stuðningi og heilbrigðisfræðslu til fjölskyldna þeirra.... lesa meira

Fréttamynd

18.11.2019

ÞÍH tíðindi 2 tbl.

ÞÍH hefur nú starfað í eitt ár og því tilefni fyrir nýtt fréttabréf. Síðasta árið hefur verið viðburðarríkt og áhugavert og unnið hefur verið að fjölmörgum verkefnum. Sumum þeirra er nú þegar lokið og enn fleiri eru í vinnslu. Á komandi vetri verður áhersla lögð á að tengjast betur þeim heilbrigðisstofnunum úti á landi sem ÞÍH á að þjónusta. Nú þegar eru áformaðar heimsóknir á HSS og HSU og mikil tilhlökkun er fyrir því.... lesa meira

Fréttamynd

14.11.2019

Reglubundin hreyfing hefur ótvíræða kosti

Það fer enginn út að ganga bara til að ganga, sagði frændi minn eitt sinn. Vissulega var það þannig hér áður fyrr að líkamleg hreyfing var svo mikil og almenn að mikilvægara þótti að hvíla sig en að hreyfa sig „án tilgangs“. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá og kyrrseta almennings orðin áhyggjuefni í þjóðfélaginu vegna slæmra áhrifa hennar á heilsu.... lesa meira

Fréttamynd

11.11.2019

Sálfræðiþjónusta - tölfræðin

Vissir þú að á heilsugæslustöðvum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins starfa 27 sálfræðingar? Sálfræðingar starfa sem hluti af þverfaglegum teymum með læknum, hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum stöðvanna... lesa meira

Fréttamynd

07.11.2019

Skima fyrir leghálskrabbameini hjá heilsugæslunni

Regluleg skimun fyrir leghálskrabbameini getur komið í veg fyrir rúmlega 90% tilfella sjúkdómsins. Ein aðalforsenda þess að koma megi í veg fyrir leghálskrabbamein er reglubundin þátttaka í skimun fyrir sjúkdómnum ásamt þátttöku stúlkna í HPV bólusetningum sem öllum stúlkum í 7. bekk stendur til boða. ... lesa meira

Fréttamynd

05.11.2019

Útbrot á húð geta verið alvarleg

Húðútbrot hafa allflestir fengið en oft fær fólk áhyggjur af því að um sé að ræða alvarlegan sjúkdóm. Húðin er stærsta líffæri mannslíkamans og á húð geta oft komið fram ýmis merki um sjúkdóma. Allt frá saklausum staðbundnum ertingar- eða ofnæmisútbrotum, upp í útbrot með lífshættulegri heilahimnubólgu.... lesa meira

Fréttamynd

25.10.2019

Bólusetningar fullorðinna

Þó að flensan sé algeng og landlæg ár hvert þá eru einnig aðrar bólusetningar sem huga þarf að hjá fullorðnu fólki og ber þar að nefna lungnabólgubólusetninguna svokölluðu sem veitir vörn gegn bakteríum sem kallast pneumókokkar.... lesa meira


Fréttamynd

21.10.2019

Skólabörnin bólusett - tölfræðin

Vissir þú að grunnskólanemendur njóta þjónustu heilsugæslunnar og það starfa skólahjúkrunarfræðingar í öllum skólum höfuðborgarsvæðisins? Síðastliðinn vetur voru 28.936 nemendur í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu og það voru 71 hjúkrunarfræðingur í tæplega 40 stöðugildum sem sinntu heilsuvernd skólabarna. ... lesa meira

Fréttamynd

17.10.2019

Allir fá þjálfun í endurlífgun

Verkefnið Börnin bjarga nær til barna í 6.-10 bekk. Megináhersla er lögð á verklega kennslu sem byggð er á bóklegri fræðslu. Stuðst er við H-in þrjú; HORFA – HRINGJA – HNOÐA.... lesa meira

Fréttamynd

16.10.2019

Börnin bjarga

Í dag, 16. október, er alþjóðlegi endurlífgunardagurinn. Af því tilefni var verkefninu „Börnin bjarga“ ýtt formlega úr vör í Víðistaðaskóla nú síðdegis. Tilgangur „Börnin bjarga“ er að kenna nemendum í 6. til 10. bekk endurlífgun.... lesa meira

Fréttamynd

15.10.2019

Þjónusta geðheilsuteyma HH efld með þátttöku borgarinnar

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins (HH) og Reykjavíkurborg hafa gert með sér samstarfsyfirlýsingu ásamt samningi sem kveður á um þátttöku þjónustumiðstöðva velferðarsviðs í verkefnum geðheilsuteyma HH. Með samstarfssamningnum mun velferðarsvið Reykjavíkurborgar tryggja til viðbótar framlag félagsráðgjafa í báðum teymum sem nemur 100% starfshlutfalli í hvoru teymi.... lesa meira

Fréttamynd

10.10.2019

Geðheilsa: Heilbrigð sál í hraustum líkama

Það eru eng­in ný sann­indi að geðheils­an skipt­ir meg­in­máli þegar kem­ur að vellíðan og hvernig við þríf­umst í um­hverfi okk­ar. Flest vit­um við hvernig við eig­um að hlúa að geðheils­unni en það er stund­um erfitt að finna tíma fyr­ir allt sem ger­ir okk­ur gott.... lesa meira


Sjá allar fréttir

Fannst þér efnið hjálplegt?

Af hverju ekki?