19.10.2018

Sextán nýir sérfræðingar í heimilislækningum

Á heimilislæknaþinginu sem haldið var í Borgarnesi 5. – 6. október síðastliðinn voru sextán nýir sérfræðingar í heimilislækningum boðnir velkomnir í hópinn. Þetta eru þeir sem hafa lokið sérfræðinámi á síðustu tveimur árum. Meirihluti nýju sérfræðinganna, eða tíu, luku sérfræðinámi sínu hér á Íslandi en sex koma til starfa eftir nám erlendis, flestir frá Svíþjóð en einn frá Hollandi. ... lesa meira01.10.2018

Breytingar á stöðum fagstjóra hjúkrunar

Breytingar hafa orðið á stöðum fagstjóra hjúkrunar í Heilsugæslunni Hlíðum og Miðbæ í haust í kjölfar þess að Eva Kristín Hreinsdóttir lét af starfi fagstjóra hjúkrunar í Heilsugæslunni Hlíðum. ... lesa meira

26.06.2018

Júnípistill forstjóra

Það er í senn áhugavert og lærdómsríkt að fylgjast með ýmsum þeim mælikvörðum sem nýtt fjármögnunarlíkan færir okkur. Til að mynda hefur í heildina verið lítil hreyfing á skjólstæðingum HH, en þeim hefur fjölgað um 29 frá síðustu áramótum. Fækkun skjólstæðinga er aðallega hjá Heilsugæslunni Grafarvogi, en mest er fjölgun skjólstæðinga hjá heilsugæslustöðvunum í Hlíðum og Miðbæ. Meðaltals hlutdeild (komur skjólstæðinga á sína heilsugæslustöð reiknaðar sem hlutfall af komum þeirra til allra veitenda heilbrigðisþjónustu sem taldir eru með) á fyrstu fimm mánuðum þessa árs hækkar lítillega samanborið við sama tímabil 2017, eða fer úr 65,6% í 66,9%. Komur til HH á fyrstu fimm mánuðum ársins eru 3.224 fleiri samanborið við fyrstu fimm mánuði ársins 2017.... lesa meira

20.06.2018

Sumartími síðdegisvaktar

Flestar heilsugæslustöðvarnar stytta opnunartíma síðdegisvaktarinnar í sumar. Vaktin er samt alls staðar opin a.m.k. frá kl. 16:00 -17:00 mánudaga til fimmtudaga.... lesa meira


15.06.2018

Innleiðing Jafnlaunavottunar hjá HH

Þann 1. janúar sl. tóku gildi lög nr. 56/2017 um breytingu á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 10/2008. Með þeim er fyrirtækjum og stofnunum skylt að sýna fram á að þau greiði jöfn laun fyrir sömu og jafnverðmæt störf. ... lesa meira