14.02.2019

Fjölhæfir læknar sem leysa úr flestum vandamálum

Umhugsunarvert er af hverju við leggjum ekki meiri áherslu á að reyna að fjölga heimilislæknum á Íslandi. Við vitum að heilbrigðiskerfi með sterka frumþjónustu og heilsugæslu farnast venjulega betur bæði hvað varðar árangur og kostnað. Sterk heilsugæsla ætti því að vera grunnstoð heilbrigðisþjónustunnar og sterk heilsugæsla verður ekki til nema með góðri mönnun vel menntaðra heimilislækna að öðrum starfsstéttum ólöstuðum.... lesa meira


11.02.2019

Hugum að öryggismálum heimilisins: 112-dagurinn

112-dagurinn er haldinn um allt land í dag og er sjónum að þessu sinni beint að öryggismálum heimilisins. Aðstandendur dagsins fræða almenning um hvernig má draga úr hættu á slysum og öðrum áföllum á heimilum og hvernig bregðast á við slíkum atvikum. Þetta er gert meðal annars á samfélagsmiðlum og í 112-blaðinu sem fylgir Fréttablaðinu í dag.... lesa meira

08.02.2019

Grein um notkun lyfja, fæðubótarefna og náttúruvara á meðgöngu

Í janúar tölublaði Læknablaðsins birtist fræðigrein eftir lyfjafræðingana Unni Sverrisdóttir, Freyju Jónsdóttur og Önnu Ingibjörgu Gunnarsdóttur og læknana Hildi Harðardóttur og Ragnheiði Ingibjörgu Bjarnadóttur. Ragnheiður er hluti af teyminu sem starfar á Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu.... lesa meira

07.02.2019

Svefnleysi

Fólk festist gjarnan í vítahring svefnleysis með þar til gerðri vanlíðan og áhyggjum af afleiðingum svefnleysis. Þá er hætt við að fólk reyni að bæta sér upp fyrir erfiðar nætur, til dæmis með því að leggja sig á daginn eða fara mjög snemma uppí rúm á kvöldin til að hámarka líkur á að sofna á tilsettum tíma. Þetta veldur því að fólk ver oft mjög miklum tíma í rúminu til þess að reyna að sofna og fá hvíld. Það verður hins vegar gjarnan til þess að svefnþrýstingur minnkar, erfiðara er að sofna og því viðhelst svefnleysi til lengri tíma. Því er mikilvægt að aðstoða fólk við að komast á rétta braut aftur ásamt því að veita grunn orsök svefnleysisins viðeigandi meðferð ef það á við.... lesa meira


04.02.2019

Ályktun frá Fagráði ÞÍH

Fagráð Þróunarmiðstöðvar íslenskrar heilsugæslu (ÞÍH) fagnar þeim áfanga sem náðst hefur með því að ÞÍH hafi tekið til starfa. ÞÍH mun gegna lykilhlutverki í eflingu heilsugæslu og annarar nærþjónustu í heilbrigðiskerfinu. Fyrirsjáanlegt er að íslenskt samfélag fylgi sömu breytingum og heilbrigðiskerfi nágrannalandanna eru að ganga í gegnum. Með auknu hlutfalli aldraðra og lífsstílssjúkdóma, er heilsugæsla, heimahjúkrun og önnur nærþjónusta það sem þörf er að leggja hvað mesta áherslu á. ... lesa meira

31.01.2019

Bólusetningar bjarga mannslífum

Við erum stundum að gleyma okkur og sífellt þarf að minna á mikilvægi bólusetninga. Það er mikil áskorun að viðhalda árangri sem náðst hefur í fækkun sjúkdóma og fá fólk til að mæta í bólusetningar. Búið er að útrýma sjúkdómum með bólusetningum og er kúabóla dæmi um slíkan sjúkdóm. Kíghósti, barnaveiki rauðir hundar,og mislingar sjást varla á Íslandi lengur. ... lesa meira

30.01.2019

Tannverndarvika 4. til 8. febrúar 2019

Ganga þarf frá skráningu heimilistannlæknis í Réttindagátt Sjúkratrygginga til að tryggja greiðsluþátttöku vegna kostnaðar við almennar tannlækningar barna, fólks með andlega þroskahömlun, öryrkja og aldraðra. Tannlæknar geta einnig séð um skráninguna þegar mætt er í bókaðan tíma.... lesa meira

29.01.2019

Nokkur pláss laus á námskeiðið: Uppeldi sem virkar

Enn eru nokkur pláss laus á námskeiðið Uppeldi sem virkar - færni til framtíðar sem hefst 4. mars 2019. Þessi námskeið, sem hafa verið mjög vel sótt undanfarin ár, miða að því að skapa sem best uppeldisskilyrði fyrir börn með því að kenna foreldrum jákvæðar og árangursríkar aðferðir.... lesa meira

24.01.2019

Líkaminn hvílist og taugar endurnærast

Svefn er öllum nauðsynlegur. Í svefni hvílist líkaminn og endurnýjar sig. Taugakerfið endurnærist og skorti fólk svefn skerðist andleg geta þess. Í svefni framleiðir líkaminn til dæmis vaxtarhormón sem meðal annars stýra vexti barna og unglinga og hraða endurnýjun fruma líkamans hjá þeim sem eldri eru. Það má því segja að góður nætursvefn stuðli að hægari öldrun.... lesa meira

18.01.2019

Greina hvar vandi liggur

Sálfræðiþjónusta er ókeypis fyrir börn og unglinga að 18 ára aldri á öllum stöðvum HH. Öflugur hópur sálfræðinga starfar á stöðvunum við mat á vanda, meðferð og ráðgjöf. Sálfræðingarnir eru í samstarfi við lækna, hjúkrunarfræðinga og annað fagfólk á hverri stöð. ... lesa meira11.01.2019

Hreyfing, næring og næg hvíld

Nú hefur landinn tekið við sér eftir konfekt, kúr og kósý jól og liggur straumurinn í hverskyns hreyfingu og íþróttaiðkun. Það er reyndar okkar tilfinning að fólk sé í meira mæli farið að setja heilsu sína í forgang. Það sjáum við meðal annars á gífurlegri fjölgun heimsókna inn á heilsuvefinn, www.heilsuvera.is sem hefur það markmið að bjóða uppá áreiðanlegan fróðleik um heilsu.... lesa meira

10.01.2019

Ókeypis heilsufarsmæling 12. og 19. janúar

Heilsugæslan Fjörður og Heilsugæslan Sólvangi taka þátt í heilsueflandi samfélagi í Hafnarfirði. Tvo laugardaga í janúar verður boðið á ókeypis heilsufarsmælingu. Þar veita hjúkrunarfræðingar heilsugæslunnar ráðgjöf og eftirfylgd.... lesa meira
07.01.2019

Ábyrgð á heilsu með eigin atorku

Á nýju ári er algengt að fólk setji sér markmið og oft tengjast þessi markmið heilsu og líðan. Regluleg hreyfing er einn af mikilvægustu áhrifaþáttum heilbrigðis og með því að stunda hreyfingu sem hentar þá er bæði hægt að minnka áhættu á að fá ýmsa sjúkdóma en einnig er hægt að stemma stigu við áframhaldandi þróun sjúkdóma eða sjúkdómseinkenna.... lesa meira