Þönglabakka 6, 109 Reykjavík
Sími: 513-6000Fax: 513-6001

Almennur þjónustutími

Virka daga kl. 8:00 - 16:00
Síðdegisvakt mánudaga - fimmtudaga, kl. 16:00 - 18:00

Heilsugæslunni Mjódd er fyrst og fremst ætlað að þjóna íbúum neðra Breiðholts, það er hverfi 109, Bökkum, Stekkjum og Seljahverfi. Skráning á heilsugæslustöð fer fram í gegnum Réttindagátt sjúkratrygginga eða á staðnum.

Allir, óháð búsetu, geta leitað til stöðvarinnar og fengið úrlausnir í hjúkrunarmóttöku, en mælst er til þess að einstaklingar úr öðrum hverfum skrái sig á stöðina ef þeir ætla að sækja þangað fasta þjónustu.

Í afgreiðslu heilsugæslustöðvarinnar taka móttökuritarar við tímapöntunum, gefa almennar upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar og koma áríðandi skilaboðum til starfsfólks. 

Með rafrænum skilríkjum er hægt að bóka tíma, endurnýja lyf og senda einfaldar fyrirspurnir í gáttinni: heilsuvera.is

  • Læknismóttaka er alla virka daga samkvæmt tímapöntun
  • Mæðraeftirlit og ungbarnaeftirlit er samkvæmt tímapöntun
  • Blóðrannsóknir eru í Þönglabakka 1 alla virka daga frá kl. 8:00 til 11:00

Sumartími síðdegisvaktar

Frá 1. júní til 31. ágúst er síðdegisvaktin opin frá kl. 16:00 til 18:00 mánudaga til fimmtudaga. Síðdegisvaktin er lokuð á föstudögum í sumar.

Um síðdegisvaktina

Á veturna er síðdegisvaktin opin frá kl. 16:00 til 18:00 alla virka daga.

Vaktinni er ætlað að sinna bráðum fljótleystum erindum sem þarfnast skjótrar úrlausnar enda er viðtalstíminn styttri en venjulega.

Hjúkrunarfræðingur bókar samdægurstíma og á síðdegisvaktina. Hringið í síma 513-6000, móttökuritari tekur niður skilaboð til hjúkrunarfræðings sem hringir til baka. Móttökuritari svarar í síma stöðvar eftir  kl. 16:00 og bókar þá í lausa tíma til kl. 18:00.

Komugjöld eru hærri eftir kl. 16:00, sjá gjaldskrá heilsugæslunnar.

19.01.2018 09:16

Heimsókn heilbrigðisráðherra

Í gær, fimmtudaginn 18. janúar, heimsótti Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra fjórar starfstöðvar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH) ásamt framkvæmdastjórn HH og...
Nánar
20.09.2017 16:08

Nýr heimilislæknir í Heilsugæslunni Mjódd

Margrét Lára Jónsdóttir hefur verið ráðin sem sérfræðingur í heimilislækningum við Heilsugæsluna Mjódd frá 1. september 2017.
Nánar

Lyfjaendurnýjun í síma 

Lyfjaendurnýjun er í gegnum sjálfvirkan símsvara 513-6002 alla virka daga frá kl. 9:00 til 11:00.

Ef þú nærð ekki að skilja eftir skilaboð er hringt til baka í númerið sem hringt var úr.

Eingöngu er hægt að fá endurnýjuð þau lyf sem tekin eru að staðaldri og heimilislæknir þinn á stöðinni hefur áður ávísað þér. 

Sýklalyf, sterk verkjalyf og önnur ávanabindandi lyf eru einungis endurnýjuð í viðtali við lækni, ekki í lyfjasíma eða í gegnum Veru.

Skjólstæðingar hafa svo samband við sitt apótek eftir kl 16:00 til að athuga hvort lyfin hafi skilað sér.

Rafræn lyfjaendurnýjun

Með rafrænum skilríkjum er hægt að óska eftir lyfjaendurnýjun í gáttinni Heilsuvera.is

Fjölnota lyfseðlar

Æskilegt er að lyfjaendurnýjun fari fram í læknisviðtali og mikið hagræði getur verið af því að nota fjölnota lyfseðla ef um samfellda lyfjanotkun er að ræða til langs tíma en þá lyfseðla er ekki er hægt að símsenda í apótek.

Ef þörf er á læknisvottorði vegna fjarveru úr skóla eða vinnu þarf að tilkynna það lækni sem fyrst eftir að veikindi hefjast. Læknir metur hvort ástæða er til frekari skoðunar á stofu.

Læknisvottorð eru að jafnaði ekki gefin aftur í tímann og að lækni ber að votta það eitt sem hann hefur sannreynt. 

Athugið að oft er ritun læknisvottorðs tímafrek og vandasöm.

Ef um bráð veikindi eða slys er að ræða er hægt að ná sambandi við lækni/hjúkrunarfræðing samdægurs og án fyrirvara. 

Bráðatilvik hafa alltaf forgang. 

Utan opnunartíma stöðvarinnar er bent á Læknavaktina, Austurveri, Háaleitisbraut 68,  sími 1770 eða 112.