Starfsmenn nefndarinnar eru með símatíma mánudaga og fimmtudaga milli kl. 11:00 og 12:00, í síma 513-6819.
Þeir svara öllum almennum fyrirspurnum um umsóknarferlið og umsóknir í vinnslu.
Einnig veita þeir ráðgjöf um val á hjúkrunarheimilum og þau úrræði sem bjóðast einstaklingum til stuðnings áframhaldandi búsetu á eigin heimili.
Færni- og heilsumatsnefnd höfuðborgarsvæðis hefur aðsetur að Álfabakka 16, 109 Reykjavík, hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.