Greiðsla fyrir þjónustu HH

Greiðslur fyrir þjónustu heilsugæslunnar eru ákveðnar af Velferðarráðuneytinu í reglugerðum.

 Gjaldskrá er mismunandi eftir því hvort um sjúkratryggða eða ósjúkratryggða er að ræða.

Í flipunum hér fyrir neðan, er almenn gjaldskrá þjónustu, verð vottorða, gjaldskrá bóluefna sem er uppfærð mánaðarlega og gjaldskrá fyrir ósjúkratyggða.

Gjaldskrá þjónustu

Velferðarráðuneytið hefur með "Reglugerð um hlutdeild sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu", sem gekk í gildi 1. mars 2018, ákveðið eftirfarandi greiðslur sjúkratryggðra fyrir þjónustu heilsugæslunnar.

Sjúkratryggðir kunna að þurfa að greiða önnur gjöld fyrir heilbrigðisþjónustu, t.d. þegar heilsugæslulæknar vísa þeim til sérfræðinga eða í sérstakar læknisfræðilegar rannsóknir. Þau gjöld koma fram í reglugerðinni

Komur og vitjanir

Koma á heilsugæslustöð til lækna, hjúkrunarfræðinga og sjúkraþjálfara á dagvinnutíma, kl. 8:00 - 16:00,

 • almennt gjald 1.200 kr.
 • aldraðir og öryrkjar  600 kr.

Koma á heilsugæslustöð til lækna, hjúkrunarfræðinga og sjúkraþjálfara utan dagvinnutíma,

 • almennt gjald 3.100 kr.
 • aldraðir og öryrkjar  1.500 kr.

Vitjun læknis á dagvinnutíma, kl. 8:00 - 16:00,

 • almennt gjald 3.400 kr.
 • aldraðir og öryrkjar 1.700 kr.

Vitjun læknis utan dagvinnutíma, 

 • almennt gjald 4.500 kr. 
 • aldraðir og öryrkjar 2.200 kr.

Börn undir 18 ára aldri, börn með umönnunarkort og þeir sem koma vegna mæðraverndar greiða ekki.

Rannsóknir og greiningar

Rannsókn með beiðni til rannsóknarstofu,

 • almennt gjald 2.600 kr.  
 • aldraðir og öryrkjar 1.680 kr. 

Krabbameinsleit,

 • almennt gjald 4.500 kr. 
 • aldraðir og öryrkjar 2.250 kr.

Bólusetningar

Auk komugjalda greiða sjúkratryggðir fyrir bólusetningar á heilsugæslustöð (hvern skammt) samkvæmt gjaldskrá sem er uppfærð mánaðarlega. Greiðslur fyrir bóluefni fara ekki inn í afsláttarstofn

Sjá gjaldskrá bólusetninga í öðrum flipa.

Bóluefni við árstíðabundinni inflúensu er að kostnaðarlausu þeim sem eru í tilgreindum áhættuhópum. Skjólstæðingar heimahjúkrunar greiða fyrir inflúensubóluefni.

Ekki er greitt fyrir reglubundnar bólusetningar í heilsuvernd barna.

Önnur þjónusta

Auk komugjalda skulu sjúkratryggðir 18 ára og eldri, aldraðir og öryrkjar greiða fyrir aðra þjónustu sem hér segir:

 • Þungunarpróf, 160 kr.
 • Streptókokkarannsóknir, 310 kr.
 • Lyfjaleit í þvagi, 820 kr. 
 • CRP (C-reaktíft prótein), 1.120 kr.
 • HbA1c (glýkósýlerað hemóglóbín), 2.150 kr.
 • Berklapróf (Mantoux), kostnaðarverð/innkaupsverð. sjá gjaldskrá sem er uppfærð mánaðarlega
 • Lykkja (T), 3.105 kr.
 • Hormónalykkja, kostnaðarverð/innkaupsverð. sjá gjaldskrá sem er uppfærð mánaðarlega
 • Ofnæmispróf (prick húðpróf), kostnaðarverð/innkaupsverð. sjá gjaldskrá sem er uppfærð mánaðarlega
 • Pokar vegna blóðaftöppunar, 1.185 kr.

Námskeið

Námskeið fyrir verðandi foreldra:

 • Námskeið um undirbúning fæðingar, 10.500 kr,  fyrir báða foreldra/par
 • Námskeið fyrir verðandi tvíburaforeldra, 10.500 kr. fyrir báða foreldra/par
 • Fræðsla um brjóstagjöf, 5.800 kr. fyrir par, 2.900 kr. fyrir einstakling
 • Heilsan mín – meðgangan: heilsunámskeið fyrir barnshafandi konur í yfirvigt. 0 kr.

Uppeldisnámskeið fyrir foreldra og færniþjálfunarnámskeið fyrir foreldra og börn:

 • Uppeldisnámskeið fyrir foreldra, 10.200 kr. fyrir eitt foreldri og 12.600 kr. fyrir báða foreldra.
 • Uppeldis- og foreldrafærninámskeið fyrir foreldra barna með ADHD, 11.400 kr. fyrir eitt foreldri og 15.200 kr. fyrir báða foreldra.
 • Snillingarnir – færniþjálfunarnámskeið fyrir 8–10 ára börn með ADHD, 10.500 kr.
 • Klókir krakkar – meðferðarnámskeið fyrir börn með kvíða og foreldra þeirra, 15.200 kr. fyrir barn og foreldri
 • Vinasmiðjan – færniþjálfunarnámskeið fyrir börn á einhverfurófi, 12.000 kr.

Læknisvottorð

Sjá gjaldskrá vottorða í öðrum flipa.

Greiðslur sjúkratryggðra fyrir heilbrigðisþjónustu og afsláttarstofn

Ef heildarkostnaður vegna heilbrigðisþjónustu í almanaksmánuði fer yfir ákveðna  fjár­hæð greiða Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) eða viðkomandi heilbrigðisstofnun, það sem umfram er.

 • Hámarksgreiðsla sjúkratryggðs almennt er 25.100 kr.
 • Hámarksgreiðsla aldraðra, öryrkja, barna og barna með umönnunarmat  er 16.700 kr.
 • Hámarksgreiðsla barna í sömu fjölskyldu (með sama fjölskyldunúmer) er 16.700 kr.

Greiðslur fyrir heilbrigðisþjónustu mynda afsláttarstofn. Afsláttarstofn verður aldrei hærri en hámarksgreiðsla í almanaksmánuði.  Afsláttarstofn flyst á milli mánaða að frádregnum 1/6 hluta af hámarksgreiðslu um hver mán­aða­mót, óháð greiðslum sjúkratryggðs. Við ákvörðun greiðsluþátttöku skal leggja saman afsláttarstofn og greiðslur. Séu samanlagðar greiðslur lægri en hámarksgreiðsla greiðir sjúkratryggður kostnaðinn allt að hámarksgreiðslu.

Veitendur heilbrigðisþjónustu skila upplýsingum um þjónustugjöld til SÍ jafnóðum.

Nánari upplýsingar um greiðsluþátttökukerfið eru á vef Sjúkratrygginga Íslands

Orðskýringar

 • Aldraður: Sjúkratryggður einstaklingur 67 ára og eldri og sjómaður 60 ára og eldri sem stundað hefur sjómennsku í 25 ár eða lengur
 • Börn: Sjúkratryggðir einstaklingar yngri en 18 ára.
 • Börn með umönnunarmat: Sjúkratryggð börn og ungmenni á aldrinum 18 og 19 ára sem eru með umönnunarmat frá Tryggingastofnun ríkisins
 • Sjúkratryggðir almennt: Sjúkratryggðir einstaklingar aðrir en aldraðir, öryrkjar, börn og börn með umönnunarmat. 

Læknisvottorð

 • Vottorð vegna fjárhagslegrar aðstoðar við fötluð og sjúk börn, 0 kr.
 • Vottorð vegna endurhæfingarlífeyris, 0 kr.
 • Örorkuvottorð vegna lífeyristrygginga, 0 kr. 
 • Örorkuvottorð vegna slysatrygginga, 0 kr.
 • Vottorð um fjarvistir nemenda úr skólum, 580 kr.  
 • Framhaldsvottorð vegna slysatrygginga, 620 kr.
 • Áverkavottorð vegna slysatrygginga, 1.280 kr.
 • Læknisvottorð vegna beiðni um þjálfun, 1.280 kr.
 • Læknisvottorð vegna öflunar hjálpartækja, 1.280 kr.
 • Læknisvottorð vegna lengingar fæðingarorlofs, 1.280 kr.
 • Læknisvottorð vegna hreyfihömlunar (uppbót v. reksturs bifreiðar), 1.280 kr.
 • Læknisvottorð vegna heimahjúkrunar, 1.280 kr.
 • Læknisvottorð vegna vistunar sjúklings erlendis, 1.280 kr.
 • Læknisvottorð vegna umsóknar um lyfjaskírteini, 1.280 kr.
 • Vottorð vegna sjúkranudds, 1.280 kr.
 • Læknisvottorð vegna sjúkradagpeninga, 1.280 kr.
 • Læknisvottorð vegna ferðakostnaðar innanlands, 1.280 kr.
 • Læknisvottorð vegna umsóknar um styrk og uppbót til kaupa á bifreið fyrir fatlaða, 1.280 kr.
 • Vottorð vegna bóta úr slysa- og sjúkrasjóðum stéttarfélaga, án greinargerðar, 1.300 kr.
 • Vottorð um fjarvistir til atvinnurekenda, 1.930 kr.
 • Vottorð um heilsufar nemenda til skóla, leikskóla og sumarbúða, 1.930 kr.
 • Vottorð um ónæmisaðgerðir og alþjóðaónæmisskírteini, 1.930 kr.
 • Vottorð um undanþágu til bílbeltanotkunar, 1.930 kr.
 • Vottorð vegna dagmóðurstarfa, 1.930 kr.
 • Vottorð vegna endurgreiðslu ferðakostnaðar, s.s. ferðarofs og til skattayfirvalda, 1.930 kr.  
 • Vottorð vegna veitingar ökuleyfis, 1.930 kr.
 • Vottorð vegna byssuleyfis, 5.400 kr.  
 • Vottorð vegna skóla erlendis, 5.400 kr.
 • Vottorð um heilsufar eða vinnufærni vegna umhverfis eða atvinnu, þ.m.t. vegna atvinnuréttinda, 5.400 kr.  

Fyrir eftirfarandi vottorð skal miða við hversu langan tíma það tekur lækni að gera vottorðið og skal greiða 4.490 kr. fyrir hverjar byrjaðar 20 mínútur.

 • Vottorð vegna fóstureyðinga og ófrjósemisaðgerða,
 • Vottorð vegna umsókna um örorkubætur til lífeyrissjóða
 • Vottorð til lögmanna og tryggingafélaga vegna sjúkdóma eða slysa, til tryggingafélaga vegna líf- og sjúkdómatrygginga eða umsókna um örorkubætur eða ættleiðingu, til lögreglu, sýslumanna
 • Vottorð vegna dvalar- og/eða atvinnuleyfa hér á landi og dvalar eða starfa erlendis
 • Ítarlegt vottorð um heilsufar einstaklings vegna beiðni þriðja aðila (skóla, atvinnurekanda, sjómannavottorð)

Greiðslur vegna vottorða fara ekki í afsláttarstofn.

 

Bólusetningar

Þessi hluti gjaldskrárinnar er uppfærður mánaðarlega, innan þriggja virkra daga frá mánaðamótum.

Gjaldskrá bólusetninga - desember 2018

 • Blóðmauraheilabólga
  • Fyrir börn, 3.800 kr. (FSME-Immun Junior)
  • Fyrir fullorðna, 4.000 kr. (FSME-Immun Vuxen)
 • Heilahimnubólga (meningókokkar) 
  • Fjölvirkt fjölsykrubóluefni samtengt, 7.600 kr. (Nimenrix) 
  • Próteintengt fjölsykrubóluefni gegn stofni C (18 ára og eldri), 5.100 kr. (MCC)
 • Haemophilus influenzae B, 4.000 kr.
 • Hlaupabóla, 5.200 kr.    
 • Hundaæði, 13.000 kr.   
 • Inflúensa, 1.000 kr.     
 • Japönsk heilabólga (JEV), 18.500 kr.   
 • Kíghóstabóluefni með barnaveiki- og stífkrampatoxóíðum (18 ára og eldri, Boostrix), 2.800  kr.
 • Kólera (bóluefni til inntöku, 2 x 1 skmt.), 10.700 kr. (1 skmt. 5.350 kr.)   
 • Lifrarbólga A (Havrix)
  • Fyrir börn (720 ein. - 0,5 ml), 4.400 kr.   
  • Fyrir fullorðna (1440 ein. - 1 ml), 4.600 kr.
 • Lifrarbólga A (Vaqta)
  • Fyrir fullorðna (50 ein. - 1 ml), 11.000 kr.
 • Lifrarbólga B (Engerix-B)
  • Fyrir börn (0,5 ml), 2.300 kr.
  • Fyrir fullorðna (1 ml), 3.300 kr.
 • Lifrarbólga A og B
  • Fyrir börn (Twinrix Paediatric),  6.000 kr.
  • Fyrir fullorðna (Twinrix Adult), 5.800 kr.
 • Lungnabólga – fjölsykrubóluefni (Pneumovax), 4.600 kr.
 • Lungnabólga – próteintengt bóluefni (Prevenar 13), 9.000 kr. 
 • Mislingar ásamt hettusótt og rauðum hundum, 2.600 kr.  
 • Mýgulusótt, 4.600 kr.
 • Mænusótt fyrir fullorðna, 2.500 kr.
 • Papillómaveirubóluefni (HPV)
  • Papillómaveirur manna, gerð 6, 11, 16, 18, 17.500 kr.
  • Papillómaveirur manna, gerð 16, 18, 11.500 kr.
 • Taugaveiki (Typhim-Vi), 2.900 kr.

Barnabólusetningar / Endurbólusetningar

Auk komugjalda skulu ósjúkratryggðir greiða fyrir barnabólusetningar á heilsugæslustöð (hvern skammt). Einnig greiða sjúkratryggðir fyrir endurbólusetningu frá grunni þegar barnabólusetningar eru ónýtar.

 • Barnaveiki, haemophilus influenzae B, kíghósti, mænusótt, stífkrampi (fimmgilt bóluefni) (Infanrix-Polio + Hib, Pentavac), 5.000 kr.  
 • Lungnabólgubaktería (pneumókokkar), 6 vikna - 5 ára börn (Synflorix), 6.500 kr.  
 • Meningokokkar C (NeisVac-C), 5.100 kr.  
 • Mislingar ásamt hettusótt og rauðum hundum (Priorix, MMRVaxPro), 2.600 kr.  
 • Kíghóstabóluefni með barnaveiki- og stífkrampatoxóíðum (Boostrix), 2.800 kr.  
 • Barnaveiki, kíghósti, mænusótt, stífkrampi (fjórgilt bóluefni), endurbólusetning með Boostrix Polio, 3.500 kr.

Komur og bóluefni í ungbarnavernd

Fullt gjald fyrir barnaskoðun og bólusetningar á heilsugæslustöð fyrir ósjúkratryggða.

 • 6 vikna skoðun 9.600 kr.
 • 9 vikna skoðun 9.600 kr. eða 9 vikna vitjun, 10.400 kr.
 • 3ja mánaða skoðun 9.600 kr. +DTaP, Hib, IPV (Pentavac) 5.000 kr. og PCV (Synflorix) 6.500 kr. = 21.100 kr.
 • 5 mánaða skoðun 9.600 kr. + DTaP, Hib, IPV (Pentavac) 5.000 kr. og PCV (Synflorix) 6.500 kr. = 21.100 kr.
 • 6 mánaða skoðun 9.600 kr. + MCC (Neis Vac-C) 5.100 kr. = 14.700 kr.
 • 8 mánaða skoðun 9.600 kr. + MCC (Neis Vac-C) 5.100 kr. = 14.700 kr.
 • 10 mánaða skoðun 9.600 kr.
 • 12 mánaða skoðun 9.600 kr. + DTaP, Hib, IPV (Pentavac) 5.000 kr. og PCV (Synflorix) 6.500 kr. = 21.100 kr.
 • 18 mánaða skoðun 9.600 kr. + MMR (MMRVaxPro) 2.600 kr. = 12.200 kr.
 •  2½ árs skoðun 9.600 kr.
 • 4 ára skoðun 9.600 kr. + DTaP, IPV (Boostrix) 3.500 kr. = 13.100 kr.
 •  Vitjun í heimahús 10.400 kr.

Önnur þjónusta

Auk komugjalda skulu sjúkratryggðir 18 ára og eldri og ósjúkratryggðir greiða fyrir aðra þjónustu sem hér segir:

 • Berklapróf - Mantoux (Tuberkulin), 2.600 kr.   
 • Hormónalykkja (Mirena), 18.400kr.  

Ofnæmisvakar (prick húðpróf)

 • Hundahár – Soluprick SQ ALK553 10 HEP 2 ml 1 hgl. 8.300 kr.
 • Kattahár – Soluprick SQ ALK555 10 HEP 2 ml 1 hgl. 8.300 kr.
 • Rauðölur – Soluprick SQ ALK106 10 HEP 2 ml 1 hgl. 14.000 kr.
 • Hesliviður – Soluprick SQ ALK113 10 HEP 2 ml 1 hgl. 14.000 kr.
 • Vallarfoxgras – Soluprick SQ ALK225 10 HEP 2 ml 1 hgl. 6.000 kr.
 • Rúgur – Soluprick SQ ALK231 10 HEP 2 ml 1 hgl. 14.000 kr.
 • Birkifrjó – Soluprick SQ ALK108 10 HEP 2 ml 1 hgl. 6.000 kr.
 • Hrossaværur – Soluprick SQ ALK552 10 HEP 2 ml 1 hgl. 8.300 kr.
 • Rykmaur – Soluprick SQ ALK504 10 HEP 2 ml 1 hgl. 8.300 kr
 • Negativ Kontrol – Soluprick 10 HEP 2 ml 1 hgl. 1.700 kr.
 • Positiv Kontrol – Soluprick 10 HEP 2 ml 1 hgl. 1.700 kr.

Ósjúkratryggðir

Greiðslur einstaklinga þegar milliríkjasamningar um almannatryggingar gilda ekki.

Velferðarráðuneytið hefur með "Reglugerð um heilbrigðisþjónustu við þá sem ekki eru sjúkratryggðir samkvæmt lögum um sjúkratryggingar og greiðslur þeirra fyrir heilbrigðisþjónustuna" sem gekk í gildi 1. janúar 2018, ákveðið eftirfarandi greiðslur þeirra fyrir þjónustu heilsugæslunnar.

Einstaklingur tryggður í EES-landi (þetta á einnig við um íslenska ríkisborgara með lögheimili í öðru EES-landi) sem þarf á skyndilegri og nauðsynlegri læknishjálp að halda þegar hann dvelst hér á landi á að greiða eins og þeir sem eru sjúkratryggðir á Íslandi. Forsenda þess er þó að hlutaðeigandi leggi fram:

 • Evrópska sjúkratryggingakortið 
 • Gilt bráðabirgðavottorð E-111 
 • Gilt vottorð frá tryggingarstofnun í öðru EES landi E-104 
 • Gilt vottorð E-106 útsendir starfsmenn 
 • Ljósrit af vegabréfi eða öðrum persónuskilríkjum sem staðfesta ríkisfang (mynd)
 • Athugið vel gildistíma allra gagna. Geti hlutaðeigandi ekki framvísað evrópska sjúkratryggingakortinu (vottorði) og vegabréfi skal heilsugæslustöð krefja hann um fulla greiðslu samkvæmt reglugerð.

Ferðamenn frá Norðurlöndum: Hægt er að staðfesta búsetu t.d. með gildu ES-korti (ekki íslensku ES-korti), bráðabirgðaskírteini eða sjúkratryggingakorti frá viðkomandi landi (sbr. gul sjúkratryggingakort frá Danmörku). Einnig þurfa ferðamenn frá Norðurlöndunum að framvísa persónuskilríkjum með mynd, t.d. vegabréfi. 

Heilsugæslustöðin skal taka ljósrit af evrópska sjúkratryggingakortinu (vottorði) sjúklings, vegabréfi og greinargerð læknis og senda til Fjárreiðudeildar HH, sem sendir gögnin með reikningi til Sjúkratrygginga Íslands. 

Komur

Fyrir komu á heilsugæslustöð á dagvinnutíma, 9.600 kr.
Fyrir komu á heilsugæslustöð vegna mæðra- og ungbarnaverndar, 9.600 kr.
Fyrir komu á heilsugæslustöð utan dagvinnutíma,
þ.e. milli kl. 16:00 og 8:00 og á laugardögum og helgidögum, 14.200 kr.

Vitjanir

Fyrir vitjun læknis á heilsugæslustöð á dagvinnutíma, 20.400 kr.
Fyrir vitjun læknis á heilsugæslustöð utan dagvinnutíma, 25.300 kr.
Fyrir vitjun annarra en lækna á heilsugæslustöð, 10.400 kr.

Bólusetningar

Auk komugjalda greiða ósjúkratryggðir fyrir bólusetningar á heilsugæslustöð (hvern skammt) samkvæmt gjaldskrá sem er uppfærð mánaðarlega. 

Bóluefni vegna barnabólusetninga

Auk komugjalda skulu ósjúkratryggðir greiða fyrir barnabólusetningar á heilsugæslustöð (hvern skammt) samkvæmt gjaldskrá sem er uppfærð mánaðarlega.

Önnur þjónusta

Auk komugjalda skulu ósjúkratryggðir greiða fyrir aðra þjónustu sem hér segir:

 • Þungunarpróf 810 kr. 
 • Streptókokkarannsóknir 950 kr. 
 • CRP (C-reaktíft prótein) 1.200 kr.
 • HbA 1c (glýkósýlerað hemóglóbín) 2.200 kr.
 • Lyfjaleit í þvagi 2.800 kr.
 • Lykkja (t) 7.900 kr. 
 • Hormónalykkja sjá gjaldskrá sem er uppfærð mánaðarlega
 • Berklapróf - Mantoux (Tuberkulin) sjá gjaldskrá sem er uppfærð mánaðarlega

Gjöld vegna krabbameinsleitar (legstroks og mynd af brjóstum) á heilsugæslustöð, greiðist til viðbótar við komugjald, 4.500 kr. 

Gjöld fyrir læknisvottorð skulu miðast við hversu langan tíma það tekur lækni að gera vottorðið og skal greiða 6.300 kr. fyrir hverjar byrjaðar 20 mínútur.

Fyrir hverja komu til rannsóknar á rannsóknarstofu og vegna rannsóknar á sýni sem sent er til rannsóknar í rannsóknarstofu skal greiða 4.500 kr. og til viðbótar 100% af umsömdu eða ákveðnu heildarverði við komuna.

Fyrir hverja komu til geisla- og myndgreiningar skal greiða 4.500 kr. og til viðbótar 100% af umsömdu eða ákveðnu heildarverði við komuna.

Fyrir nauðsynlega túlkaþjónustu skal sjúklingur greiða fullt gjald samkvæmt samningi Ríkiskaupa þjónustuaðila um túlkaþjónustu.

Námskeið

Foreldrafræðsla á heilsugæslustöð/Mæðravernd Þróunarstofu, gildir fyrir báða foreldra, kr. 10.600 kr.

Uppeldisnámskeið fyrir foreldra

 • Uppeldisnámskeið fyrir foreldra, 10.600 kr. fyrir eitt foreldri, 13.000 kr. fyrir báða foreldra.
 • Uppeldis- og foreldrafærninámskeið fyrir foreldra barna með ADHD, 11.800 kr. fyrir eitt foreldri, 15.700 kr. fyrir báða foreldra.
 • Snillingarnir - færniþjálfunarnámskeið fyrir 8-10 ára börn með ADHD, 9.400 kr.

Tryggingastaða einstaklinga

Komin er á tenging á milli Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Sjúkratrygginga Íslands sem uppfærir tryggingastöðu sjúklinga einu sinni á sólarhring. Þó þurfa skjólstæðingar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, sem ekki staðgreiða þjónustuna heldur greiða greiðsluseðla í fjármálastofnun eftir á eða greiða innheimtukröfur, að koma kvittunum vegna þessara greiðslna sjálfir til Sjúkratrygginga Íslands.

Sögukerfið sýnir rétta tryggingastöðu einstaklinga hvort sem viðkomandi er sjúkratryggður eða ekki. Ef það koma fyrirspurnir frá sjúklingi, er hægt að hafa samband við Sjúkratryggingar Íslands í síma: 515-0003.

Almennt netfang aðalgjaldkera Heilsugæslunnar er gjaldkeri@heilsugaeslan.is