Ósjúkratryggðir
Greiðslur einstaklinga þegar milliríkjasamningar um almannatryggingar gilda ekki. Heilbrigðisráðuneytið hefur með "Reglugerð um heilbrigðisþjónustu við þá sem ekki eru sjúkratryggðir á Íslandi og greiðslur fyrir heilbrigðisþjónustuna" sem gengur í gildi 1. janúar 2022, ákveðið eftirfarandi greiðslur þeirra fyrir þjónustu heilsugæslunnar.
Einstaklingur tryggður í EES-landi (þetta á einnig við um íslenska ríkisborgara með lögheimili í öðru EES-landi) sem þarf á skyndilegri og nauðsynlegri læknishjálp að halda þegar hann dvelst hér á landi á að greiða eins og þeir sem eru sjúkratryggðir á Íslandi. Forsenda þess er þó að hlutaðeigandi leggi fram:
- Evrópska sjúkratryggingakortið
- Gilt bráðabirgðavottorð E-111
- Gilt vottorð frá tryggingarstofnun í öðru EES landi E-104
- Gilt vottorð E-106 útsendir starfsmenn
- Ljósrit af vegabréfi eða öðrum persónuskilríkjum sem staðfesta ríkisfang (mynd)
- Athugið vel gildistíma allra gagna. Geti hlutaðeigandi ekki framvísað evrópska sjúkratryggingakortinu (vottorði) og vegabréfi skal heilsugæslustöð krefja hann um fulla greiðslu samkvæmt reglugerð.
Ferðamenn frá Norðurlöndum: Hægt er að staðfesta búsetu t.d. með gildu ES-korti (ekki íslensku ES-korti), bráðabirgðaskírteini eða sjúkratryggingakorti frá viðkomandi landi (sbr. gul sjúkratryggingakort frá Danmörku). Einnig þurfa ferðamenn frá Norðurlöndunum að framvísa persónuskilríkjum með mynd, t.d. vegabréfi.
Heilsugæslustöðin skal taka ljósrit af evrópska sjúkratryggingakortinu (vottorði) sjúklings, vegabréfi og greinargerð læknis og senda til Fjárreiðudeildar HH, sem sendir gögnin með reikningi til Sjúkratrygginga Íslands.
Komur
Koma á heilsugæslustöð á dagvinnutíma, 8:00-16:00, 10.790 kr.
Koma á heilsugæslustöð vegna mæðra- og ungbarnaverndar, 10.790 kr.
Koma á heilsugæslustöð utan dagvinnutíma og á laugardögum og helgidögum, 15.970 kr.
Vitjanir
Vitjun læknis á heilsugæslustöð á dagvinnutíma, 22.875 kr.
Vitjun læknis á heilsugæslustöð utan dagvinnutíma, 28.377 kr.
Vitjun annarra en lækna á heilsugæslustöð, 11.653 kr.
Bólusetningar
Auk komugjalda greiða ósjúkratryggðir fyrir bólusetningar á heilsugæslustöð (hvern skammt) samkvæmt gjaldskrá sem er uppfærð mánaðarlega.
Sjá gjaldskrá bólusetninga í öðrum flipa.
Bóluefni vegna barnabólusetninga
Auk komugjalda skulu ósjúkratryggðir greiða fyrir barnabólusetningar á heilsugæslustöð (hvern skammt) samkvæmt gjaldskrá sem er uppfærð mánaðarlega.
Önnur þjónusta
Auk komugjalda skulu ósjúkratryggðir greiða fyrir aðra þjónustu sem hér segir:
- Þungunarpróf 150 kr.
- Streptókokkarannsóknir 240 kr.
- Lyfjaleit í þvagi 850 kr.
- CRP (C-reaktíft prótein) 1.000 kr.
- HbA 1c (glýkósýlerað hemóglóbín) 2.400 kr.
- Berklapróf - Mantoux (Tuberkulin) sjá gjaldskrá sem er uppfærð mánaðarlega
- Lykkja (t) 3.400 kr.
- Hormónalykkja sjá gjaldskrá sem er uppfærð mánaðarlega
Gjöld fyrir læknisvottorð skulu miðast við hversu langan tíma það tekur lækni að gera vottorðið og skal greiða 7.122 kr. fyrir hverjar byrjaðar 20 mínútur.
Fyrir hverja komu til rannsóknar á rannsóknarstofu og vegna rannsóknar á sýni sem sent er til rannsóknar í rannsóknarstofu skal greiða 5.072 kr. og til viðbótar 100% af umsömdu eða ákveðnu heildarverði við komuna.
Fyrir hverja komu til geisla- og myndgreiningar skal greiða 5.072 kr. og til viðbótar 100% af umsömdu eða ákveðnu heildarverði við komuna.
Fyrir nauðsynlega túlkaþjónustu skal sjúklingur greiða fullt gjald samkvæmt samningi Ríkiskaupa þjónustuaðila um túlkaþjónustu.
Námskeið
Námskeið fyrir verðandi foreldra:
- Námskeið um undirbúning fæðingar, gildir fyrir báða foreldra, kr. 11.761 kr.
- Fræðsla um brjóstagjöf, 6.582 kr. fyrir par, 3.345 kr. fyrir einstakling.
Færniþjálfunarnámskeið fyrir foreldra og börn:
- Uppeldisnámskeið fyrir foreldra, 11.868 kr. fyrir eitt foreldri og 14.566 kr. fyrir báða foreldra.
- Uppeldis- og foreldrafærninámskeið fyrir foreldra barna með ADHD, 13.272 kr. fyrir eitt foreldri og 17.588 kr. fyrir báða foreldra.
- Snillingarnir - færniþjálfunarnámskeið (samskipti, tilfinningastjórn, athygli o.fl.) fyrir 8-10 ára börn með ADHD, 11.761 kr.
- Klókir krakkar - meðferðarnámskeið fyrir börn 3-12 ára með kvíða og foreldra þeirra, 17.048 kr. fyrir barn og foreldri.
- Vinasmiðjan - færniþjálfunarnámskeið fyrir börn á einhverfurófi, 13.487 kr.
Tryggingastaða einstaklinga
Komin er á tenging á milli Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Sjúkratrygginga Íslands sem uppfærir tryggingastöðu sjúklinga einu sinni á sólarhring.
Sögukerfið sýnir rétta tryggingastöðu einstaklinga hvort sem viðkomandi er sjúkratryggður eða ekki. Ef það koma fyrirspurnir frá sjúklingi, er hægt að hafa samband við Sjúkratryggingar Íslands í síma: 515-0003.
Netfang HH vegna gjaldskrármála er innheimta@heilsugaeslan.is