Þetta gerum við á heilsugæslustöðvum okkar

Þessi þjónusta er í boði á öllum heilsugæslustöðvunum okkar. Þú færð nánari upplýsingar um fyrirkomulag þjónustunnar á síðum stöðvarinnar þinnar. 

Ef þú ert með spurningar um hvert þú átt að leita getur þú fengið ráðgjöf hjá hjúkrunarfræðingi á netspjalli Heilsuveru, í síma 513-1700 á Upplýsingamiðstöð heilsugæslunnar eða á heilsugæslustöðinni þinni.

Viðtal við lækni

Þú getur hitt lækni í bókuðum tíma, og ef erindið þolir ekki bið, á síðdegisvakt, í samdægurstíma eða komið á skyndimóttöku stöðvarinnar.

Lestu meira um læknisþjónustu

Opin móttaka 

Þar er tekið á móti bráðaerindum og veitt smáslysaþjónusta. Einnig eru gerðar smáaðgerðir og skipt um umbúðir.

Lestu meira um þjónustu móttökunnar

Símaþjónusta og rafræn samskipti

Það er allaf hægt að fá símaráðgjöf hjá hjúkrunarfræðingi en símaviðtal við lækni þarf að panta samdægurs. Í Heilsuveru er einfalt að eiga rafræn samskipti við þá sem sinna þér á stöðinni.

Lestu meira um samskipti í síma og Heilsuveru

Lyfseðlar og lyfjaendurnýjun

Lyfjum er ávísað í viðtali hjá lækni en hægt er að endurnýja sum lyf rafrænt í Heilsuveru eða í síma. Kynntu þér líka fjölnota lyfseðla og lyfjaskömmtun.

Lestu meira um lyfseðla og lyfjaendurnýjun

 

Sálfræðiþjónusta

Sálfræðingar á heilsugæslustöðvum sinna meðferð barna og ungmenna og fjölskyldna þeirra eftir tilvísun frá lækni. Einnig er HAM-hópmeðferð fyrir fullorðna í boði.

Lestu meira um sálfræðiþjónustu

Hreyfiseðlar

Sjúkraþjálfarar gera hreyfiáætlun, veita aðhald og styðja. 

Lesa meira um hreyfiseðla

Bólusetningar

Auk reglubundinna bólusetninga fyrir börn er boðið upp á bólusetningar vegna ferðalaga, inflúensu og fleira

Lesa meira um bólusetningar

Rannsóknir

Blóðprufur, þvagprufur, ýmsar mælingar og próf eftir þörfum.

Lesa meira um rannsóknir og mælingar

Vottorð og tilvísanir

Heimilislæknar gera vottorð og vísa til annara sérfræðinga.

Lesa meira um vottorð og tilvísanir

Þolendur kynferðisofbeldis

Leiðbeiningar og ráðleggingar fyrir þolendur kynferðisofbeldis

Lesa meira

Mæðravernd

Mæðravernd er upphaf heilsuverndarþjónustunnar. Verðandi mæður geta farið á heilsugæslustöð í sínu hverfi eða valið aðra stöð og skráð sig á hana.

Lestu meira um mæðravernd

Ung- og smábarnavernd

Ung- og smábarnavernd tekur svo við þegar fjölskyldan kemur heim og heimaþjónustu ljósmæðra lýkur.

Hvað gerum við í ung- og smábarnavernd

Heilsuvernd skólabarna

Skólahjúkrunarfræðingar eru í skólunum og halda heilsuverndinni áfram með fræðslu, skimunum og bólusetningum.

Upplýsingar um heilsuvernd skólabarna

Heilsueflandi móttaka

Þar aðstoðum við þig við heilbrigðan lífstíl með mælingum, ráðgjöf og stuðningi, oft í framhaldi af greiningu sjúkdóms.

Þessa aðstoð veitum við í heilsueflandi móttöku

Heilsuvernd eldra fólks

Heilsuvernd eldra fólks hjálpar þér að takast á við heilsufarsáskoranir efri ára

Lestu meira um heilsuvernd eldra fólks

Fannst þér efnið hjálplegt?

Af hverju ekki?