Almennar upplýsingar

icon

Netspjall á heilsuvera.is



Opið alla daga frá 8:00 til 22:00
icon

Símsvörun



Þjónusta í síma er allan sólarhringinn
icon

Sími 513-1700 og 1700



Álfabakki 16, 109 Reykjavík

Upplýsingamiðstöð heilsugæslunnar

Upplýsingamiðstöð heilsugæslunnar er miðlæg þjónusta fyrir alla sem þangað leita.

 

Á Upplýsingamiðstöð heilsugæslunnar starfa bæði hjúkrunarfræðingar og fulltrúar sem leggja sig fram við að aðstoða á netspjalli Heilsuveru og í síma 513-1700. 

 

Símaþjónusta er opin allan sólarhringinn. Netspjall Heilsuveru er opið allan sólarhringinn en fyrirspurnum þar er svarað frá klukkan 8:00 til 22:00. 

 

Þjónusta

Bóluefni Staða 
 Barnaveiki, kíghósti, stífkrampi og mænusótt            
 Barnaveiki, kíghósti og stífkrampi            
 Mænusótt           
 Lifrarbólga A og B            
 Lifrarbólga A            
 Lifrarbólga B            
 Taugaveiki           
 Hundaæði           
 Mýgulusótt (Yellow Fever)            
 Japönsk heilabólga            
 Blóðmauraheilabólga           
 Heilahimnubólga, meningókokka A, C, W135 og Y              
 Lungnabólga            

Heilsugæslan Mjódd er með bólusetningar í Þönglabakka 1 (2.hæð) milli 9:00 og 15.00 alla virka daga. 

Hér er hægt að sjá birgðastöðu bóluefna í Þönglabakka. Athugið síðan er uppfærð vikulega og er ætluð sem viðmið, ekki er hægt að tryggja að bóluefni séu til þegar komið er á staðinn. 

Hægt er að hafa samband við Upplýsingamiðstöð heilsugæslunnar í síma 513-1700 eða á netspjalli til að fá frekari upplýsingar. 

 

Nóg til              
Lítið til              
Ekki til              

 

 

Síðast uppfært: 10. september 2024

Þekkingarvefur

Á þekkingarvef Heilsuvera.is má finna svör við mörgum spurningum um heilsu og áhrifaþætti hennar.

Undir liðnum Sjúkdómar, frávik, einkenni eru ráðleggingar um fjölmarga sjúkdóma.

 

Þar er oft leiðbeint um hvað hægt er að gera heima, hvenær þarf að leita til heilsugæslu og hvenær þarf að leita til bráðaþjónustu.

Þarna er æskilegt að byrja áður en spurt er ráða á netspjalli eða í síma.

Þjónustuvefsjá

Á þjónustuvefsjá Heilsuveru sérð þú allar heilsugæslustöðvar á landinu, opnunartíma þeirra og hvaða þjónusta er í boði.

 

Þjónustuvefsjá

 

Þjónustuvefsjáin er einnig a ensku og pólsku.

Réttar leiðir í þjónustu

Upplýsingamiðstöð HH hefur m.a. umsjón með:

  • netspjalli á Heilsuvera.is.
  • símsvörun vaktsíma heilsugæslunnar 1700
  • símsvörun um valin efni fyrir heilsugæslustöðvar
  • þróun þekkingarvefs Heilsuveru

Lögð er áhersla á að leiðbeina um heilbrigðiskerfið til að tryggja bestu mögulegu þjónustu.

Gæði og eftirlit

Upplýsingamiðstöð heilsugæslunnar stefnir að því að veita framúrskarandi þjónustu til þeirra sem leita til hennar. 

Öll samtöl eru skráð tímabundið vegna gæðaeftirlits. 

Um teymið