Mæðraverndarþjónustan er ókeypis og verðandi mæður geta annað hvort farið á heilsugæslustöð í sínu hverfi eða valið aðra stöð og skráð sig á hana
Viðtöl og skoðanir eru í boði frá upphafi meðgöngu og fram að fæðingu. Fyrsta viðtal við ljósmóður er gjarnan í síma fljótlega eftir að þungun er staðfest og þá er gefin tími í fyrstu skoðun
Fjöldi mæðraskoðana fer svo eftir aðstæðum, oftast 7-10 skipti. Milli skoðana er hægt að fá símaráðgjöf hjá ljósmóður.
Mæðravernd er í höndum ljósmæðra í samvinnu við heimilislækna á heilsugæslustöðvum og samráð er haft við fæðingalækna heilsugæslunnar ef þörf er á.
Upplýsingar um fyrirkomulag mæðraverndar, símaþjónustu o.fl., á þinni stöð er á síðum heilsugæslustöðvanna í flipanum Heilsuverndin