Styrkur fyrir verðandi foreldra

Námskeið um undirbúning fæðingar

Á námskeiðinu er fjallað um hvernig má undirbúa sig fyrir fæðinguna og foreldrahlutverkið. 

Hverju er við að búast í aðdraganda fæðingar, í fæðingunni sjálfri og hvernig er hægt bregðast við. 

Rætt er um hvernig fæðing byrjar, hríðir, hvernig þær lýsa sér og hvað hefur áhrif á fæðingarferlið. Bent er á leiðir til að auðvelda fæðingu; ýmis ráð og sjálfshjálp. 

Einnig er fjallað um inngrip í fæðingu, fæðingu með keisaraskurði, nýburann, fyrstu dagana eftir fæðingu, tengslamyndun og þær breytingar sem verða í fjölskyldu við fæðingu barns og aðlögun að breyttu hlutverki.

Hvatt er til þess að foreldrar þekki viðbrögð við streitu/álagi og finni eigin styrkleika og noti eigin bjargráð. Einnig að verðandi foreldrar ræði þarfir og óskir opinskátt hvort við annað. 

Á námskeiðinu eru spurningar vel þegnar og boðið er upp á umræður.

Markmið námskeiðs er að efla sjálfstraust og sjálfshjálp verðandi foreldra í fæðingu, að verðandi foreldrar verði virkir þátttakendur í fæðingunni og styrkja jákvætt hugarfar gagnvart fæðingunni og foreldrahlutverkinu.

Fyrirkomulag námskeiðsins

Hvert námskeið er í 2 skipti, 2 - 3 klst hvert sinn. Námskeiðið hentar vel eftir 28 vikna meðgöngu.

 Leiðbeinandi er Anna Margrét Pálsdóttir ljósmóðir.

Staðnámskeið

Námskeiðin eru haldin í Álfabakka 16, kjallara. 

 

  • Staðnámskeið 9. og 11. október kl. 17:00 til 19:30
  • Staðnámskeið 6. og 8. nóvember kl. 17:00 til 19:30
  • Staðnámskeið 27. og 28.nóvember kl. 17:00 til 19:30

Það er mikilvægt að mæta tímanlega þar sem innganginum er lokað þegar námskeiðið hefst. Gjarnan má hafa með sér smávægilegt að borða.

Fjarnámskeið

Námskeiðin fara fram á Teams.

Þeir sem skrá sig fá sendan hlekk nokkrum dögum fyrir námskeið

Skráning og verð

Verð 13.010 kr.
(sama verð er fyrir par og einstakling samkvæmt reglugerð)

Námskeiðsgjald greiðist við skráningu með greiðslukorti (debet/kredit)

Skráningarpóstur er sendur á netfang þátttakanda við staðfestingu. Ef skráningarpóstur berst ekki þarf að hafa samband á heilsugaeslan@heilsugaeslan.is.

Umsjón

Námskeiðin eru í umsjón Skrifstofu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.