Garðatorgi 7, 210 Garðabæ
Sími: 513-5500Fax: 513-5501 Lyfjaendurnýjun og pöntun símtals við lækni í síma 513-5502

Almennur þjónustutími

Virka daga kl. 8:00 - 16:00
Síðdegisvakt mánud. til fimmtud. kl. 16:00 - 17:00. Panta þarf tíma.

Í afgreiðslu Heilsugæslunnar taka móttökuritarar við tímapöntunum og gefa almennar upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar. Ef um bráðatilvik er að ræða má leita til Heilsugæslunnar án þess að gera boð á undan sér.

  • Símtal við lækni þarf að panta í síma 513-5502 milli kl. 8:30 og 9:30 á virkum dögum. Sjá símatíma lækna
  • Endurnýjun lyfseðla er í síma 513-5502  milli kl. 10:00 og 12:00 á virkum dögum.
  • Með rafrænum skilríkjum er hægt að bóka tíma og endurnýja lyf á vefsvæðinu: heilsuvera.is
  • Blóðprufur eru að jafnaði teknar milli kl. 8:30 og 9:30. Bóka þarf tíma.
  • Ef um bráð veikindi eða slys er að ræða er hægt að ná sambandi við lækni/hjúkrunarfræðing samdægurs og án fyrirvara. Bráðatilvik hafa alltaf forgang. Utan ofangreinds opnunartíma er bent á Læknavaktina, Austurveri, Háaleitisbraut 68,  sími 1770 eða 112.

Sumartími síðdegisvaktar 2018

  • 18. til 29. júní er vaktin opin frá kl. 16.00 til 17:00, alla virka daga.
  • 2. júlí til 3. ágúst er vaktin opin frá kl. 16:00 til 17:00, mánudaga til fimmtudaga. Vaktin er lokuð á föstudögum.
  • 7. til 17. águst er vaktin opin frá kl. 16:00 til 17:00, alla virka daga.

Um síðdegisvaktina

Síðdegisvakt er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 16:00 til 18:00 og föstudaga frá kl. 16:00 til 17:00. 

Vaktinnni og er ætlað að sinna bráðum fljótleystum erindum sem þarfnast skjótrar úrlausnar enda er viðtalstíminn styttri en venjulega.

Bókað er í tíma á síðdegisvaktinni og komugjöld eru hærri eftir kl. 16:00.

11.09.2017 11:00

Nýir svæðisstjórar og fagstjórar

Búið er að ráða fagstjóra hjúkrunar við Heilsugæsluna Garðabæ og tímabundið svæðisstjóra við Heilsugæsluna Garðabæ og Heilsugæsluna Grafarvogi
Nánar
03.08.2016 11:04

Ráðning sjö sálfræðinga hjá HH

Þann annan júní voru auglýst til umsóknar ný störf sálfræðinga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH). Fjölgun sálfræðinga hjá HH er liður í því að efla...
Nánar

Hjúkrunarfræðingar eru með móttöku virka daga frá kl. 8:00 til 15.00, nema þriðjudaga kl. 9:00 til 15:00.

Á þeim tíma er alltaf hægt koma til hjúkrunarfræðings með bráð erindi. Einnig er hægt að fá samband við hjúkrunarfræðing í síma til að fá ráðleggingar.

Hægt er að bóka tíma hjá hjúkrunarfræðingi alla virka daga. Bókuðu tímarnir eru fyrir erindi sem eru ekki bráð, t.d. sprautugjafir og saumatökur.

Skráning á heilsugæslustöð fer fram í gegnum Réttindagátt sjúkratrygginga eða á staðnum.