Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ
Sími: 513-6050Fax: 513-6051

Almennur þjónustutími

Virka daga kl. 8:00 - 16:00
Síðdegisvakt kl. 16:00 - 17:00 mánudaga til fimmtudaga

Heilsugæslan Mosfellsumdæmi þjónar Mosfellsbæ, Kjalarnesi og Kjósarhreppi.  Skráning á stöðina fer fram í gegnum Réttindagátt sjúkratrygginga eða á staðnum.

Í afgreiðslu heilsugæslustöðvarinnar taka móttökuritarar við tímapöntunum, gefa almennar upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar og koma áríðandi skilaboðum til starfsfólks. 

Með rafrænum skilríkjum er hægt að bóka tíma og endurnýja lyf í gáttinni: heilsuvera.is

Sumartími síðdegisvaktar 1. júlí - 17. ágúst

Vegna sumarleyfa verður breyting á fyrirkomulagi síðdegisvaktar heilsugæslunnar sem hér segir:

 • Opið er frá mánudegi til fimmtudags frá kl. 16.00 til 17.00
 • Lokað er á föstudögum
 • Aðeins er tekið á móti 15 skjólstæðingum á síðdegisvaktina
 • Byrjað er að skrá á síðdegisvakt kl. 15.30
 • Þeim sem ekki komast að á síðdegisvakt heilsugæslunnar er bent á Læknavaktina Austurveri (Háaleitisbraut 68)

Um síðdegisvaktina

Síðdegisvaktin er opin frá kl. 16:00 til 18:00, mánudaga til föstudaga

 • Síðdegisvaktin er einungis fyrir bráðaerindi/skyndiveikindi sem þarfnast skjótrar úrlausnar, miðað er við eitt erindi í viðtali.
 • Tímapantanir eru ekki á síðdegisvakt, heldur afgreitt eftir þeirri röð sem komið er, bið getur því orðið eftir viðtali.
 • Byrjað er að bóka á síðdegisvaktina kl. 15.30 og móttaka hefst kl. 16.00.

Lengri vottorð og beiðnir eru ekki afgreidd á síðdegisvakt, ss. sjúkradagpeningavottorð, endurhæfinga- og örorkuvottorð, lögfræðingavottorð.

Læknum á síðdegisvakt er ekki ætlað að ávísa á eftirtalin lyf:

 • Sterk verkjalyf (t.d. Ketogan, Contalgin, Durogesic)
 • Örvandi lyf (t.d. Ritalin, Amfetamin)
 • Svefnlyf eða kvíðastillandi lyf (t.d. Mogadon, Flunitrazepam)

Komugjöld eru hærri á síðdegisvakt, sjá gjaldskrá

Eftir kl. 18:00 er bent á Læknavaktina.

Lyfjaendurnýjun í síma

Lyfjaendurnýjun er alla virka daga frá kl. 9:00 til 11:00 í síma 513-6052.

Eingöngu er endurnýjuð þau lyf sem tekið er að staðaldri og áður útgefið af læknum stöðvarinnar. Nauðsynlegt er að panta tíma hjá heimilislækni eða ræða við hann símleiðis ef hann hefur ekki ávísað umbeðnu lyfi áður og ef langt er síðan hann hefur ávísað lyfinu.

Þær lyfjapantanir sem berast á milli kl. 9:00 og 11:00 eru komnar í lyfjaverslanir í síðasta lagi daginn eftir að óskað er eftir þeim.

Rafræn lyfjaendurnýjun

Með rafrænum skilríkjum er hægt að óska eftir lyfjaendurnýjun í gáttinni: Heilsuvera.is

Fjölnota lyfseðlar

Mikið hagræði er að því fyrir alla aðila að nota fjölnota lyfseðla ef um samfellda lyfjanotkun er að ræða til langs tíma. Ekki er hægt að símsenda fjölnota lyfseðla í apótek. Vinsamlega leitið eftir notkun á fjölnota lyfseðlum hjá heimilislækninum.

Alla virka daga frá kl. 8:00 til 12:00 og 13:00 til 16:00 er hægt að fá símasamband/viðtal við hjúkrunarfræðing í hjúkrunarmóttöku í síma 513-6050.

Hjúkrunarfræðingurinn metur vandamál þitt og leiðbeinir um úrlausn.

Ef hjúkrunarfræðingur getur ekki svarað símanum strax tekur móttökuritari niður skilaboð og hringt verður við fyrsta tækifæri til baka.

Í bráðatilfellum er hægt að leita á stöðina án þess að gera boð á undan sér. Læknar stöðvarinnar eru alltaf á bakvakt í mótttökunni. 

Bráðatilvik hafa alltaf forgang.

11.12.2017 12:06

Tímamót i sögu heimilislækninga á Íslandi

Gríma Huld Blængsdóttir hefur nú fyrst íslenskra sérfræðinga í heimilislækningum hlotið sérfræðiviðkenningu í öldrunarlækningum sem viðbótarsérgrein við...
Nánar

Ef þörf er á veikindavottorði vegna skóla eða vinnu þarf að tilkynna veikindi á heilsugæslustöðina sem fyrst eftir að veikindi hefjast.

Vottorð eru ekki gefin gegnum síma. Panta þarf tíma á stofu hjá lækni í tengslum við veikindi eða sem fyrst eftir að viðkomandi  er rólfær.

Almenna reglan er sú að varðandi öll læknisvottorð þarf að panta tíma.