Heilsuverndin tekst á við heilsuáskoranir fullorðinsára í heilsueflandi móttöku.
Við bjóðum upp á móttöku fyrir fólk sem er of þungt (BMI >30) og/eða er með sykursýki af tegund 2.
Heilsueflandi móttaka er samvinnuverkefni lækna og hjúkrunarfræðinga á stöðinni en er í umsjón Önnu Eiríksdóttur
hjúkrunarfræðings.
Móttakan er opin eftir hádegi á miðvikudögum og fimmtudögum og fyrir hádegi á föstudögum.
Í fyrsta viðtali fer fram upplýsingasöfnun og mælingar á hæð, þyngd, blóðþrýstingi, púls og blóðsykri. Líkamsþyngdarstuðull (BMI) er reiknaður út og skjólstæðingum leiðbeint um hvernig halda skuli matardagbók. Gert er ráð fyrir að fyrsti tíminn sé 40 mínútur á lengd.
Eftirfylgnitímar eru 20 mínútna langir einu sinni í mánuði að jafnaði og þá eru mælingarnar endurteknar og farið yfir matardagbókina. Einstaklingsmiðuð fræðsla er veitt í hverjum tíma.
Gert er ráð fyrir að skjólstæðingar séu í föstu eftirliti hjá sínum lækni á þriggja mánaða fresti.
Starfsemi móttökunnar byggir á klínískum leiðbeiningum frá Embætti landlæknis um sykursýki af tegund 2.