Almennar upplýsingar

Hafa sambandSamband frá skiptiborði virka daga frá kl 8:00 til 16:00 

19.10.2018

Sextán nýir sérfræðingar í heimilislækningum

Á heimilislæknaþinginu sem haldið var í Borgarnesi 5. – 6. október síðastliðinn voru sextán nýir sérfræðingar í heimilislækningum boðnir velkomnir í hópinn. Þetta eru þeir sem hafa lokið sérfræðinámi á síðustu tveimur árum. Meirihluti nýju sérfræðinganna, eða tíu, luku sérfræðinámi sínu hér á Íslandi en sex koma til starfa eftir nám erlendis, flestir frá Svíþjóð en einn frá Hollandi.

StarfsmennStarfsheitiSímiNetfang
Arna Þórdís ÁrnadóttirFulltrúi513-5500
Auður ÓlafsdóttirVerkefnastjóri hreyfiseðla513-5000
Ástþóra KristinsdóttirHjúkrunarfræðingur/ljósmóðir513-5000
Elínborg BárðardóttirKennslustjóri513-5000
Emil Lárus SigurðssonForstöðumaður513-5000
Gyða IngólfsdóttirSérnámslæknir513-5000
Hanna Lilja OddgeirsdóttirLæknir513-5000
Hólmfríður GuðmundsdóttirYfirtannlæknir513-5000
Jón Steinar JónssonHeimilislæknir513-5000
Karitas ÍvarsdóttirLjósmóðir513-5000
Kristján LinnetLyfjafræðingur513-5000
Margrét HéðinsdóttirHjúkrunarfræðingur513-5000
Ósk IngvarsdóttirLæknir513-5000
Ragnheiður BachmannLjósmóðir513-5000
Ragnheiður I. BjarnadóttirYfirlæknir513-5000
Sesselja GuðmundsdóttirSviðsstjóri513-5000

Ný stofnsett Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu leiðir faglega þróun innan heilsugæslu á landsvísu. 

Þróunarmiðstöð vinnur að samræmingu verklags og samhæfingar milli fagfólks á heilsugæslustöðvum, gæðaþróun og framförum í heilsugæslu í samráði við heilbrigðisstofnanir sem reka heilsugæslustöðvar og sjálfstætt starfandi heilsugæslustöðvar.

Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslunnar starfar innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Starfið verður mótað á næstu vikum og þá verður þessi síða uppfærð.  

Mæðravernd  - Yfirlæknir er Ragnheiður I. Bjarnadóttir


Mæðraverndarsvið vinnur að þróun og uppbyggingu mæðraverndar og stuðlar að samræmingu hennar með því að:

 • vera faglegur bakhjarl við heilsugæsluna
 • veita heilbrigðisstarfsfólki og almenningi faglega ráðgjöf, fræðslu og stuðning
 • vinna að vísindarannsóknum í mæðravernd
 • vinna með heilbrigðisyfirvöldum og heilsugæslu landsins að stefnumótun mæðraverndar á landsvísu

 Helstu verkefni mæðraverndarsviðs eru:
 

 • innleiðing klínískra leiðbeininga um mæðravernd
 • sérfræðiþjónusta fæðinga- og kvensjúkdómalækna á heilsugæslustöðvum höfuðborgarsvæðisins
 • símaráðgjöf
 • stoðþjónusta, til dæmis viðtöl við verðandi foreldra sem vilja hætta að reykja
 • gerð og dreifing fræðsluefnis fyrir fagfólk og almenning
 • fæðingafræðslunámskeið
 • vísindarannsóknir
 • fagrýni
 • að halda uppi samskiptum við kvennadeild LSH um sameiginleg málefni er varða mæðravernd
 • samstarf við HÍ samkvæmt samstarfssamningi HH og HÍ
 • þátttaka í fagráði Landlæknis um mæðravernd

Ung- og smábarnavernd - Sviðsstjóri er Sesselja Guðmundsdóttir
 

Hlutverk Ung- og smábarnaverndarsviðs er að þróa, leiða og samræma heilsuvernd ung- og smábarna í samvinnu við heilbrigðisyfirvöld og heilsugæsluna á landsvísu. Hefðbundin ung- og smábarnavernd fer fram á heilsugæslustöðvum og hefur það markmið að styðja við heilsu og þroska barna frá fæðingu til 6 ára aldurs.

Helstu verkefni


 • Þróun og endurskoðun verklags- og vinnuleiðbeininga fyrir ung- og smábarnavernd.
 • Fræðsla og símenntun fagfólks heilsugæslunnar sem sinnir ung- og smábarnavernd, til dæmis með námskeiðum og fræðsludögum.
 • Fræðsla og gerð fræðsluefnis fyrir foreldra um efni sem snertir ung- og smábörn, til dæmis uppeldi.
 • Upplýsingar til starfsfólks heilsugæslunnar með viðeigandi efni, meðal annars með virkum tölvusamskiptum og upplýsingum á heimasíðu
 • Söfnun upplýsinga um heilsufar barna og starfsemi ung- og smábarnaverndar og úrvinnsla þeirra.  

Heilsuvernd skólabarna - Sviðsstjóri er Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir


Sviðið hefur það hlutverk að þróa, leiða og samræma heilsuvernd skólabarna í samráði við heilbrigðisyfirvöld og heilsugæsluna á landsvísu.

Heilsuvernd skólabarna er hluti af heilsugæslunni og framhald af ung- og smábarnavernd. Markmið heilsuverndar skólabarna er að efla heilbrigði nemenda og stuðla að vellíðan þeirra. Starfsfólk heilsuverndar skólabarna vinnur í náinni samvinnu við foreldra/forráðamenn, skólastjórnendur, kennara og aðra sem koma að málefnum nemenda með velferð nemenda að leiðarljósi. Farið er með allar upplýsingar sem trúnaðarmál.

Starfsemi heilsuverndar skólabarna er samkvæmt lögum, reglugerðum og tilmælum sem um hana gilda. Helstu áherslur í heilsuvernd skólabarna eru fræðsla og heilsuefling, bólusetningar, skimanir og skoðanir og umönnun veikra og slasaðra barna ásamt ráðgjöf til nemenda, fjölskyldna þeirra og starfsfólks skólans.

Tannvernd  - Sviðsstjóri er Hólmfríður Guðmundsdóttir, tannlæknir


Sviðið veitir faglega ráðgjöf um tannvernd með áherslu á börn og sérhópa.  Að auki er unnið að því að efla tannlæknisþjónustu barna með því að koma á rafrænni vöktun á heimtum barna til heimilistannlækna í samstarfi við Embætti landlæknis, Sjúkratryggingar Íslands og Tannlæknafélagið.

Lyfjamál - Sviðsstjóri lyfjasviðs er Kristján Linnet  
 

Á lyfjasviði er meðal annars tekið saman yfirlit um lyfjaávísanir lækna Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.


Mæðravernd á Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu gefur reglulega út Fróðleiksmola um mæðravernd.

 

Starfsfólk kemur að gerð leiðbeininga um verklag í heilsugæslu.
Sagan

Þróunarstofa var sett á laggirnar í maí 2009 í framhaldi af nýjum áherslum. Þróunarstofa tók að hluta til við fyrri verkefnum Miðstöðvar mæðraverndar, Miðstöðvar heilsuverndar barna og Miðstöðvar Tannverndar. Svo var Þróunarstofa gerð að Þróunarsviði undir Skrifstofu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins