Ráðgjöf vegna veikinda?

Hjúkrunarfræðingar veita ráðgjöf vegna veikinda.

Alvarleg veikindi:

  • Vaktsíminn 1700
  • Símtal á þína heilsugæslu á dagvinnutíma

 Minni veikindi:

  •  Samskipti á Mínum síðum á heilsuvera.is
  •  Netspjall á heilsuvera.is - 8:00-22:00

Bólusetningar

Næstu bólusetningar í Laugardalshöll:

Í viku 20 er er búið að skipuleggja þessar bólusetningar í Laugardalshöll:

  • Mánudaginn 17. maí verður Moderna bólusetning. Þá er seinni bólusetning og bólusetning og bólusetning kvenna sem eru yngri en 55 ára og eru í áhættuhópum. SMS boð verða send til þeirra sem býðst bólusetning þennan dag. Bólusett er 9:00-14:00
  • Þriðjudaginn 18. maí verður Pfizer bólusetning. Þá er seinni bólusetning og bólusetning kvenna sem eru yngri en 55 ára og eru í áhættuhópum. SMS boð verða send til þeirra sem býðst bólusetning þennan dag. Bólusett er 9:00-14:00.
  • Fimmtudaginn 20. maí verður Janssen bólusetning. Meðal annars bólusettir ákveðnir jaðarhópar, flugmenn og skipaáhafnir. Haldið verður áfram með starfsmenn grunn- og leikskóla. SMS boð verða send til þeirra sem býðst bólusetning þennan dag. Bólusett er 12:00-14:00.

Ekki eru staðfestir fleiri bólusetningardagar. Þeir birtast hér um leið og þeir eru ákveðnir. 

Við bendum á bólusetningardagatalið varðandi vísbendingar um framhaldið 

Upplýsingablað COVID-19 bólusetning í Laugardalshöll

Hvar fæ ég upplýsingar?

Algengar spurningar um fyrirkomulag bólusetninga

Nýjar, traustar og góðar upplýsingar á Covid.is 

Myndband um sýnatökur A-Ö

Í þessu myndbandi er farið yfir sýnatökuferlið og byrjað á hvernig sýnatakan er pöntuð.

Sýnataka vegna ferðalaga erlendis og PCR-vottorð

Skráning er í gegnum síðuna travel.covid.is

Eftir að skráningu í sýnatöku er lokið fær viðkomandi SMS skilaboð með strikamerki og tímasetningu í sýnatöku sem fer fram á Suðurlandsbraut 34, 108 Reykjavík. Hægt er að velja  ákveðnar tímasetningar. 

Ef niðurstaða prófsins er neikvæð verður hún send samdægurs í SMS skilaboði og stuttu síðar verður rafrænt PCR vottorð sent á netfangið sem gefið var upp í skráningunni.

Gjald fyrir sýnatökuna og rafræna PCR vottorðið er 7.000 kr. Síðan er bæði á íslensku og ensku. 

COVID-19 fréttir

Aðstæður og ráðleggingar kunna að hafa breyst síðan frétt var birt.

Fréttamynd

30.04.2021

Dagskrá bólusetninga - Vika 18

Þriðjudaginn 4. maí verður Pfizer bólusetning, miðvikudaginn 5. maí verður Jensen bólusetning, fimmtudaginn 6. maí verður AstraZeneca bólusetning og föstudaginn 7. maí verður Moderna bólusetning. ... lesa meira

Fréttamynd

23.04.2021

Dagskrá bólusetninga - Vika 17

Þriðjudaginn 27. apríl verður Pfizer bólusetning og miðvikudaginn 28. apríl verður AstraZeneca bólusetning. SMS boð með tímasetningu verður sent á alla sem býðst bólusetning þennan dag.... lesa meira

Fréttamynd

16.04.2021

Dagskrá bólusetninga - Vika 16

Þriðjudaginn 20. apríl og miðvikudaginn 21. apríl verður fólk með undirliggjandi sjúkdóma bólusett. Byrjað verður á alvarlegustu sjúkdómunum. SMS boð með tímasetningu verður sent á alla sem býðst bólusetning þennan dag. ... lesa meira

Fréttamynd

09.04.2021

Dagskrá bólusetninga - Vika 15

Þriðjudaginn 13. apríl verður Pfizer bólusetning í Laugardalshöll fyrir heilbrigðisstarfsfólk utan stofnana. Boð verða send með SMS. Boðað er eftir aldursröð og byrjað er á þeim elstu í hópnum.... lesa meira

Fréttamynd

08.04.2021

Ekki er hægt að velja bóluefni

Sumir óska eftir að fá annað bóluefni en Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að hópurinn sem viðkomandi tilheyrir fái. Heilsugæslan hefur enga heimild til að færa fólk milli bólusetningahópa nema í algerum undantekningatilvikum. Öllum frjálst að bíða með bólusetningu og sjá hver framvindan verður en ekki er öruggt að viðkomandi fái annað bóluefni þótt hann bíði. ... lesa meira
Fréttamynd

03.03.2021

Bóluefni kláraðist í dag

Því miður kláraðist allt bóluefnið í dag um kl. hálf þrjú. Það þurfti því að visa mörgum frá sem voru búnir að fá boð um bólusetningu. Hópurinn sem þurfti frá að hverfa í dag fær nýtt boð. ... lesa meira
Sjá allar fréttir

Fannst þér efnið hjálplegt?

Af hverju ekki?