COVID-19 Sýnataka

Sýnataka fer fram í Álfabakka 16, 109 Reykjavík nema annað sé tekið fram.

  • Virka daga kl. 8:00-12:00 og 12:45 - 15:00
  • Helgar kl. 9:00-12:00 og 12:45 - 15:00

Eingöngu er boðið upp á PCR próf en hægt er að bóka hraðpróf vegna ferðalaga hjá einkaaðilum. 

Þau sem þurfa að fara í PCR-sýnatöku vegna ferðalaga geta bókað sýnatökuna á vefnum travel.covid.is. Sýnatakan og vottorðið kosta 7.000 krónur. 

Ekki verður boðið upp á hraðpróf hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þau sem þurfa að fara í hraðpróf vegna ferðalaga geta bókað sýnatöku á hradprof.is eða testcovid.is en sú þjónusta er ekki á vegum heilsugæslunnar.

COVID-19 Bólusetningar

Frá 21. júní til 1. júlí, milli verður opið hús í Álfabakka 14A milli kl. 13:00 og 15:00 alla virka daga. 
Þetta er einkum ætlað 80 ára og eldri og þeim sem eru með undirliggjandi sjúkdóma


Sjá nánar hér:
Opið hús í 4. skammtinn fyrir 80 ára og eldri

Einnig er hægt að panta bólusetningar á heilsugæslustöðvum.

Sjá nánar hér:

Bólusetningar færast yfir á heilsugæslustöðvar

Öll, 16 ára og eldri, sem fengu seinni skammt grunnbólusetningar fyrir a.m.k. 4 mánuðum eru velkomin í þriðja skammtinn.
Öll sem eru óbólusett eða hálfbólusett (hafa bara fengið einn skammt) eru sérstaklega hvött til að mæta.

Hvar fæ ég upplýsingar?

Netspjall á heilsuvera.is svarar fyrirspurnum um bólusetningar og sýnatökur 8:00-22:00.

Nýjar, traustar og góðar upplýsingar á Covid.is

Aðstæður og ráðleggingar kunna að hafa breyst síðan frétt var birt.

Fannst þér efnið hjálplegt?

Af hverju ekki?