Hvar fæ ég upplýsingar?

Traustar og góðar upplýsingar á Covid.is 

COVID-19 á Heilsuvera.is

Þáttur á Hringbraut (30. mín) þar sem lykilfólk hjá HH ræðir um Covid-19 og þjónustu heilsugæslunnar

Ítarlegri upplýsingar fyrir almenning og fagfólk á landlaeknir.is/koronaveira  

Hvar fæ ég ráðgjöf vegna veikinda?

Hjúkrunarfræðingar veita ráðgjöf vegna veikinda. Mikilvægt er að velja samskiptaleið í takt við alvarleika veikindanna til að þeir sem eru alvarlega veikir þurfi ekki að bíða.

Alvarleg veikindi:

 • Vaktsíminn 1700
 • Símtal á þína heilsugæslu á dagvinnutíma

 Minni veikindi:

 •  Samskipti á Mínum síðum á heilsuvera.is
 •  Netspjall á heilsuvera.is - 8:00-22:00

Breytt þjónusta heilsugæslunnar

 • Aukin síma- og vefþjónusta,
 • Í boði að bóka símaviðtal í gegnum Mínar síður á www.heilsuvera.is
 • Netspjall á heilsuvera.is er opið frá 8-22 alla daga.
 • Símaviðtal við sálfræðing vegna kvíða útaf COVID-10
 • Takmarkanir á fjölda gesta, eingöngu komi:
  • Einn aðstandi með í ung og smábarnavernd.
  • Enginn fær að koma með verðandi móður í mæðravernd.
 • Allir gestir sem eru með einkenni um sýkingu skulu setja á sig grímu og hanska við komu.
 • Nær öll námskeið falla niður.
 • Síðdegisvakt stytt til kl. 17:00.
 • Hægt að skrá sig í sóttkví á Mínum síðum á heilsuvera.is og einnig sækja þar vottorð um að þú hafir verið í sóttkví.

 Nánar í fréttum hér fyrir neðan.

COVID-19 fréttir

Aðstæður og ráðleggingar kunna að hafa breyst síðan frétt var birt.Fréttamynd

13.05.2020

Mótefnamælingar vegna COVID-19

Heilsugæslan mun ekki gefa út beiðnir fyrir blóðsýnatökur vegna mótefnamælinga þar til allt er komið á hreint með forsendur og kostnað. Vonandi skýrist þetta á næstu dögum. ... lesa meira

Fréttamynd

04.05.2020

Ung- og smábarnavernd að færast í eðlilegt horf

Stefnt er á að skoðanir í ung- og smábarnavernd verði aftur með venjubundnum hætti en áfram áhersla á að einungis eitt foreldri mæti með barnið í skoðanir. Mikilvægt er að veikt foreldri mæti alls ekki með barn og að ekki sé komið með veik börn í ung- og smábarnavernd.... lesa meiraFréttamynd

08.04.2020

Ánægjulegar athafnir í samkomubanni

Að halda skipulagi eða rútínu er krefjandi þegar vinna, skóli, félagsstarf og skipulagðar frístundir eru ekki lengur fyrir hendi eða með breyttu sniði frá því áður. Hér eru nokkrar hugmyndir af ánægjulegum athöfnum sem hægt er að setja inn í skipulagið.... lesa meira


Fréttamynd

30.03.2020

Meðganga, mæðravernd og COVID-19

Mikilvægt er að mæðravernd á heilsugæslustöðvum haldi áfram þrátt fyrir COVID-19 faraldurinn. Helsta breytingin er að vegna smitvarna eiga konur að koma einar í mæðravernd, án fylgdarmanns.... lesa meiraFréttamynd

19.03.2020

Varast að valda börnum kvíða

Nú þegar umfjöllun sem tengist COVID-19 veirunni er mjög fyrirferðarmikil er nauðsynlegt að reyna að átta sig á hverju börnin eru að velta fyrir sér, hvernig þau skilja hlutina, hvað þau halda að þetta þýði fyrir þau sjálf, hvort þau eru kvíðin og hvað þau óttast.... lesa meiraSjá allar fréttir

Fannst þér efnið hjálplegt?

Af hverju ekki?