Viku átak í bólusetningum við inflúensu og Covid-19

Mynd af frétt Viku átak í bólusetningum við inflúensu og Covid-19
07.12.2023
Er ekki best að vera laus við flensuna um jólin? Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins mun standa fyrir viku átaki í bólusetningum við inflúensu og Covid-19 á öllum heilsugæslustöðvum stofnunarinnar.

Opið hús verður á heilsugæslustöðvum dagana 11. til 15. desember milli klukkan 14 og 15. Ekki þarf að bóka tíma. Munum eftir stuttermabolnum og góða skapinu!

Allir sem koma geta fengið bólusetningu við inflúensu. Þá geta 60 ára og eldri fengið bólusetningu við Covid-19. Bólusetning við inflúensu og Covid-19 er öllum 60 ára og eldri að kostnaðarlausu.

Skjólstæðingar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins 60 ára og eldri sem eru með skráð farsímanúmer hjá okkur munu fá SMS með upplýsingum um bólusetningarátakið.