COVID-19 Sýnataka

Sýnataka fer fram í Álfabakka 14a, 2 hæð, 109 Reykjavík nema annað sé tekið fram. 

  • Opið virka daga kl. 9:00-12:00

Ef þörf er á PCR sýnatöku vegna ferðalaga um helgar, hafið samband við netspjall Heilsuveru eða á síðunni travel.covid.is

Eingöngu er boðið upp á PCR próf en hægt er að bóka hraðpróf vegna ferðalaga hjá einkaaðilum. 

Þau sem þurfa að fara í PCR-sýnatöku vegna ferðalaga geta bókað sýnatökuna á vefnum travel.covid.is. Sýnatakan og vottorðið kosta 7.000 krónur. 

Ekki verður boðið upp á hraðpróf hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þau sem þurfa að fara í hraðpróf vegna ferðalaga geta bókað sýnatöku á hradprof.is eða testcovid.is en sú þjónusta er ekki á vegum heilsugæslunnar.

COVID-19 Bólusetningar

Hægt að panta bólusetningar á heilsugæslustöðvum.

Sjá nánar hér:

Bólusetningar færast yfir á heilsugæslustöðvar

Við hvetjum 80 ára og eldri og fólki með undirliggjandi sjúkdóma.til að panta tíma til að fá 4. skammtinn af bóluefni.

Hvar fæ ég upplýsingar?

Netspjall á heilsuvera.is svarar fyrirspurnum um bólusetningar og sýnatökur 8:00-22:00.

Nýjar, traustar og góðar upplýsingar á Covid.is

Aðstæður og ráðleggingar kunna að hafa breyst síðan frétt var birt.

Fannst þér efnið hjálplegt?

Af hverju ekki?