COVID-19 Bólusetningar

Við hvetjum 60 ára og eldri og fólk með undirliggjandi sjúkdóma.til að þiggja örvunarskammt ef fjórir mánuðir eða meira eru liðnir frá síðustu bólusetningu.

Bólusett er alla virka daga milli klukkan 9 og 15 hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í Álfabakka 14a í Mjódd. Ekki þarf að bóka tíma fyrirfram í bólusetningar í Álfabakkanum, aðeins að mæta á opnunartíma.

Hvar fæ ég upplýsingar?

Netspjall á heilsuvera.is svarar fyrirspurnum um bólusetningar og sýnatökur 8:00-22:00.

COVID-19 Sýnataka

Ekki eru lengur tekin sýni hjá fólki með einkenni Covid-19

Aðeins eru tekin sýni hjá fólki sem ferðast til landa þar sem sýna þarf neikvætt Covid-19 próf.

Sýnataka fyrir ferðamenn mun fara fram alla virka daga í Heilsugæslunni Hlíðum. Um helgar sér Læknavaktin um sýnatökur. Bóka þarf sýnatöku í gegnum vefinn travel.covid.is.

Þeim sem vilja staðfestingu um smit er bent á að notast við heimapróf, sem hægt er að kaupa í apótekum og stórmörkuðum.

Aðstæður og ráðleggingar kunna að hafa breyst síðan frétt var birt.

Fannst þér efnið hjálplegt?

Af hverju ekki?