Boðið upp á bólusetningar frá 18. október

Mynd af frétt Boðið upp á bólusetningar frá 18. október
03.10.2023

Boðið verður upp á bólusetningar við inflúensu og Covid-19 fyrir forgangshópa á heilsugæslustöðvum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins frá miðvikudeginum 18. október.

Bólusett verður samtímis við inflúensu og Covid-19 á öllum heilsugæslustöðvum. Hægt verður að velja um að fá annað hvort eða bæði bóluefnin í sömu heimsókn. Ef ástæða þykir til er hægt að fá bólusetningu við Covid-19 strax en þá er notast við eldri útgáfu af bóluefninu. Bóluefni við inflúensu verður ekki tilbúið fyrr en 18. október.

Sóttvarnalæknir mælir með því að eftirtaldir áhættuhópar fái forgang við bólusetningar við Covid-19: 

  • Allir einstaklingar 60 ára og eldri.
  • Öll börn og fullorðnir sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, offitu, sykursýki, illkynja sjúkdómum eða eru ónæmisbæld af völdum lyfja eða sjúkdóma.
  • Barnshafandi konur.
  • Heilbrigðisstarfsfólk sem annast einstaklinga í áhættuhópum sem taldir eru upp hér að ofan.

Nauðsynlegt er að bóka bólusetningu á heilsugæslustöðvum. Hægt er að bóka á tvo mismunandi vegu:

Bólusetning við Covid-19 og inflúensu er fólki í forgangshópum að kostnaðarlausu. Eins og áður minnum við þau sem koma til að fá bólusetningu á að koma í stuttermabol.