Síðdegisvaktin í sumar

Mynd af frétt Síðdegisvaktin í sumar
19.06.2019

Það er síðdegisvakt á öllum heilsugæslustöðvunum okkar í sumar.

Fimm heilsugæslustöðvar eru með óbreytta síðdegisvakt en hinar tíu stytta opnunartímann vegna sumarleyfa.

Allar stöðvarnar hafa síðdegisvakt a.m.k. frá kl. 16:00 til 17:00 mánudaga til fimmtudaga. 

Sumar stöðvarnar eru líka með opna síðdegisvakt á föstudögum og sumstaðar er opið til kl. 18:00.

Einnig er mismunandi hvort bóka þarf tíma samdægurs og annars staðar er hægt að mæta án fyrirvara. Allt fer þetta eftir aðstæðum og mannafla á hverri heilsugæslustöð.

Við bendum einnig á opna móttöku stöðvanna á daginn og samdægurstíma. Hafðu samband við heilsugæslustöðina þína til fá upplýsingar um þessa möguleika.

Nánari upplýsingar um opnunartíma síðdegisvakta er að finna á upplýsingasíðum stöðvanna hér á vefnum.

Eftir opnunartíma síðdegisvaktanna okkar tekur Læknavaktin við.