Gjöf frá Kvenfélagi Garðabæjar

Mynd af frétt Gjöf frá Kvenfélagi Garðabæjar
19.12.2019

Í gær fékk Heilsugæslan Garðabæ formlega afhenta gjöf frá Kvenfélagi Garðabæjar. 

Að þessu sinni færði Kvenfélagið stöðinni Welch Allyn eyrna og augnskoðunartæki. Tækið er með hleðslustöð og því ekki veggfast.  Tækið verður staðsett inni á ungbarnavernd stöðvarinnar og mun koma að góðum notum þar. 

Heilsugæslan Garðabæ er afar þakklát fyrir þann stuðning sem Kvenfélag Garðabæjar hefur sýnt stöðinni gegnum tíðina. 

Á myndinni eru fulltrúar Kvenfélagsins og stjórnendur stöðvarinnar með tækið góða.