Geðheilsa: Heilbrigð sál í hraustum líkama

Mynd af frétt Geðheilsa: Heilbrigð sál í hraustum líkama
10.10.2019

Það eru eng­in ný sann­indi að geðheils­an skipt­ir meg­in­máli þegar kem­ur að vellíðan og hvernig við þríf­umst í um­hverfi okk­ar. Flest vit­um við hvernig við eig­um að hlúa að geðheils­unni en það er stund­um erfitt að finna tíma fyr­ir allt sem ger­ir okk­ur gott.

Miklu máli skipt­ir að finna sér at­hafn­ir sem næra og draga úr streitu og álagi. Það eru oft ein­földu hlut­irn­ir sem kosta ekk­ert og eru næst okk­ur sem færa okk­ur hug­ar­ró og and­lega nær­ingu.

En streita, álag, kvíði og þung­lyndi hafa marg­ar birt­ing­ar­mynd­ir.

Rann­sókn­ir sýna að ríf­lega þriðjung­ur þeirra sem leita til heilsu­gæsl­unn­ar á fyrst og fremst við geðheilsu­vanda að stríða.

Vert er að muna að mörg lík­am­leg ein­kenni geta stafað af and­legri van­líðan eða streitu ein­göngu. Má þar nefna hjart­slátt­ar­trufl­an­ir, höfuðverk, melt­ingarónot og aðra al­genga verki. Er þá gjarn­an talað um sállík­am­leg ein­kenni, sem eru býsna al­geng.

Hvert á að leita?

En þegar við þurf­um að leita til heil­brigðisþjón­ust­unn­ar vegna and­legr­ar van­líðanar er kannski ekki aug­ljóst hvar hjálp er að fá. Þá er gott að leita til heilsu­gæsl­unn­ar sem grein­ir og veit­ir viðeig­andi þjón­ustu eða vís­ar áfram ef þörf er á.
Hér eru út­skýrð í stór­um drátt­um hin ólíku þjón­ustu­stig og hvert leita megi inn­an heilsu­gæsl­unn­ar.

Þjón­ustu­stig­in þrjú

Heil­brigðisþjón­ust­an á Íslandi er oft skil­greind með eft­ir­far­andi hætti:

  • 1. stigs þjón­usta: Heilsu­vernd, fyrsta grein­ing og meðferð heilsu­far­svanda, al­menn þjón­usta.
  • 2. stigs þjón­usta: Sér­hæfðari þjón­usta án inn­lagn­ar á sjúkra­hús.
  • 3. stigs þjón­usta: Meðferð og aðhlynn­ing á sjúkra­hús­um.

Þjón­ustu­stig­in vinna sam­an að vel­ferð ein­stak­lings­ins þar sem metið er hvaða meðferðar er þörf hverju sinni.

1. stigs þjón­usta: Heilsu­gæsl­an

Heilsu­gæsl­an ætti að jafnaði að vera fyrsti viðkomu­staður­inn í upp­hafi hvers heilsu­vanda.
Upp­lýs­ing­ar um þjón­ustu heilsu­gæslu­stöðvanna má auðveld­lega fá:

  •  Í þjón­ustu­vef­sjá á Heilsu­vera.is
  • Á vef Heilsu­gæslu höfuðborg­ar­svæðis­ins. heilsugaesl­an.is
  • Með sím­tali við heilsu­gæslu­stöðina þína.
  • Í vakt­sím­an­um 1700 sem er op­inn all­an sól­ar­hring­inn.
  • Með viðtali við hjúkr­un­ar­fræðing sam­dæg­urs, sem met­ur vanda og veit­ir fræðslu.
  • Á síðdeg­is­vakt stöðvar­inn­ar.
  • Í bókuðum tíma hjá þínum heim­il­is­lækni.


Fag­fólk heilsu­gæsl­unn­ar hef­ur þekk­ingu og reynslu til að greina and­lega van­líðan og meðhöndla al­geng­ustu geðrask­an­ir, eins og kvíða og þung­lyndi. Sál­fræðiþjón­usta er í boði á öll­um heilsu­gæslu­stöðvum.

Heim­il­is­lækn­ar og annað fag­fólk á heilsu­gæslu­stöðvum get­ur vísað ein­stak­ling­um til starf­andi sál­fræðinga á heilsu­gæslu­stöðvum, svo og í önn­ur viðeig­andi meðferðarúr­ræði, eins og til sér­fræðinga á stof­um eða geðheilsu­teymi HH.

2. stigs þjón­usta: Sér­hæfðari þjón­usta án inn­lagn­ar á sjúkra­hús

Heilsu­gæsl­an nær að mæta þörf­um meiri­hluta ein­stak­linga með geðrask­an­ir. Þar sem frek­ari aðstoðar er þörf kem­ur til þjón­ustu geðheilsu­teyma.
Geðheilsu­teymi HH eru nýj­ung og sinna 2. stigs þjón­ustu. Ekki er hægt að leita beint til þeirra án til­vís­un­ar, sem get­ur komið frá fag­fólki, bæði frá 1. og 3. stigs heil­brigðisþjón­ustu. Einnig get­ur fag­fólk fé­lagsþjón­ustu sent til­vís­an­ir.

Þegar geðheils­an bregst býður heilsu­gæsl­an þannig upp á fjöl­mörg úrræði. Vel­kom­in í heilsu­gæsl­una – hér fyr­ir þig!

Hrönn Harðardótt­ir, geðhjúkr­un­ar­fræðing­ur og teym­is­stjóri í Geðheilsu­teymi HH vest­ur í Reykja­vík

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu