Fagráð Þróunarmiðstöðvar íslenskrar heilsugæslu

Mynd af frétt Fagráð Þróunarmiðstöðvar íslenskrar heilsugæslu
10.01.2019

Fyrsti Fundur fagráðsins var haldinn á skrifstofu Þróunarmiðstöðvarinnar þann 8. janúar 2019 og var vel mætt. Almenn ánægja var með fyrsta fundinn og lofar hann vel fyrir komandi samstarf.

Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu leiðir faglega þróun innan heilsugæslu á landsvísu. Hún vinnur að samræmingu verklags og samhæfingar milli fagfólks á heilsugæslustöðvum, gæðaþróun og framförum í heilsugæslu í samráði við heilbrigðisstofnanir sem reka heilsugæslustöðvar og sjálfstætt starfandi heilsugæslustöðvar. Þróunarmiðstöðin starfar innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. 

Heilbrigðisráðherra skipar fagráð Þróunarmiðstöðvar íslenskrar heilsugæslu sem vinnur að stefnumörkun og tryggir tengsl við aðrar heilbrigðisstofnanir sem reka heilsugæslustöðvar. Fagráðið starfar innan Þróunarmiðstöðvarinnar.

Fagráð Þróunarmiðstöðvar íslenskrar heilsugæslu er þannig skipað: 

  • Emil Lárus Sigurðsson, forstöðumaður Þróunarmiðstöðvarinnar, formaður
  • Óskar Reykdalsson, tilnefndur af Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
  • Örn Ragnarsson, tilnefndur af Heilbrigðisstofnun Norðurlands
  • Anna Guðríður Gunnarsdóttir, tilnefnd af Heilbrigðisstofnun Suðurlands
  • Íris Dröfn Björnsdóttir, tilnefnd af Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
  • Hulda Gestsdóttir, tilnefnd af Heilbrigðisstofnun Vesturlands
  • Pétur Heimisson, tilnefndur af Heilbrigðisstofnun Austurlands
  • Súsanna Björg Ástvaldsdóttir, tilnefnd af Heilbrigðisstofnun Vestfjarða
  • Sigríður Sía Jónsdóttir, tilnefnd af heilbrigðisvísindasviði Háskóla á Akureyri
  • Ragnar Pétur Ólafsson, tilnefndur af heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands
  • Oddur Steinarsson, tilnefndur af heilsugæslustöðvunum Salahverfi, Urðarhvarfi, Höfða og Lágmúla.

Á myndinni eru frá vinstri: Hulda Gestsdóttir, Ragnar Pétur Ólafsson, Súsanna Björg ÁstvaldsdóttirSigríður Sía Jónsdóttir, Örn Ragnarsson, Oddur Steinarsson, Pétur Heimisson, Íris Dröfn Björnsdóttir og  Emil Lárus Sigurðsson.

Á myndina vantar Óskar Reykdalsson, sem sat fundinn en var því miður farinn þegar myndataka var. Einnig vantar Önnu Guðríði Gunnarsdóttur sem var stödd erlendis.