Útskrift og nýr hópur í sérnámi í heilsugæsluhjúkrun

  Útskrift og nýr hópur í sérnámi í heilsugæsluhjúkrun

  Mynd af frétt Útskrift og nýr hópur í sérnámi í heilsugæsluhjúkrun
  05.09.2019

  Föstudaginn 30. ágúst var haldið kaffiboð í tilefni af útskrift tveggja hjúkrunarfræðinga frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH) úr sérnámi í heilsugæsluhjúkrun.

  Það voru þær Svava Björk Jónasdóttir frá Heilsugæslunni Efra-Breiðholti sem var í sérnámsstöðu í Árbæ og Bryndís Hulda Ríkharðsdóttir frá Heilsugæslunni Firði sem var í sérnámsstöðu á sömu stöð. 

  Sérnám í heilsugæsluhjúkrun hófst árið 2015 og nú hafa alls 29 hjúkrunarfræðingar klárað sérnámið, þar af 19 frá HH. 

  Níu hjúkrunarfræðingar eru í fimmta árgangi sérnámsins árið 2019-2020, þar af fimm frá HH og eru þær á myndinni hér fyrir ofan.

  Þær eru fá vinstri: Tinna Daníelsdóttir, Ása Sæunn Eiríksdóttir, Unnur Guðjónsdóttir, Ingibjörg Ósk Guðmundsdóttir og Ásdís Eckardt,

  Við óskum Svövu Björk og Bryndísi Huldu til hamingju með útskriftina og bjóðum nýjan hóp velkominn í sérnámið.

  Á myndinni hér fyrir neðan er Svava Björk en Bryndís Hulda komst því miður ekki í boðið vegna veikinda.