3.025 MMR bólusetningar á sex dögum

Mynd af frétt 3.025 MMR bólusetningar á sex dögum
12.03.2019

Undanfarna daga hafa starfsmenn heilsugæslunnar tekið á honum stóra sínum og bólusett vegna mislingafaraldurs.

Mjög áhugavert er að skoða tölur um MMR bólusetningar á höfuðborgarsvæðinu dagana 6. til 11. mars. Þetta eru tölur fyrir þær 15 heilsugæslustöðvar sem HH sér um og 4 einkareknar heilsugæslustöðvar.

Á efsta stöplaritinu eru tölur eftir dögum. Þær ná hámarki laugardag og sunnudag, þegar allar heilsugæslustöðvarnar voru opnar frá kl. 12:00 til 15:00 eingöngu til að bólusetja. 

Svo sjáum við tölur eftir aldurshópum. Þær endurspegla að börn 6 til 18 mánaða voru sett í forgang. Börn 2ja til 18 ára eru mjög vel bólusett nú þegar og það er vel skráð, þannig að þau þurfa ekki bólusetningu núna.  Annar forgangshópur var fullorðnir óbólusettir fæddir 1970 eða síðar.

Á neðsta stöplaritinu er svo heildarfjöldi bólusetninganna þessa sex daga, 3.025.

Til samanburðar má geta þessa að í venjulegri viku þegar MMR bólusetningar eru bara í ungbarnavernd, er fjöldinn oft um 80. Þetta er því mikill munur.