Berklaprófunarsérsveit HH

Mynd af frétt Berklaprófunarsérsveit HH
01.03.2019

Í dag og síðustu daga hefur fagfólk Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins staðið í ströngu við að berklaprófa um 300 manns. Berklar höfðu greinst í skóla hér á svæðinu og því þurfti að berklaprófa alla nemendur, kennara og annað starfsfólk skólans.

Allir lögðust á eitt um að gera þetta vel. Settar voru upp 4 starfsstöðvar í skólanum, mannaðar hjúkrunarfræðingum. Síðan stýrðu skólastjórnendur stöðugu flæði inn á starfsstöðvarnar og sáu um að allt væri bókfært.

Allt gekk þetta eins og í sögu og voru krakkarnir sannkallaðar hetjur. Þau eiga hrós skilið á alþjóðadegi hróssins – það á líka við um okkar frábæra fagfólk hjá HH og allt starfslið skólans.