Sálfræðiþjónusta - tölfræðin

Mynd af frétt Sálfræðiþjónusta - tölfræðin
11.11.2019

Vissir þú að á heilsugæslustöðvum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins starfa 27 sálfræðingar?

Á öllum stöðvum sinna þeir meðferð barna og ungmenna og fjölskyldna þeirra, en sálfræðiþjónusta fyrir fullorðna, 18 ára og eldri, er á eftirtöldum heilsugæslustöðvum: Árbæ, Efra-Breiðholti, Efstaleiti, Hvammi, Garðabæ, Grafarvogi, Miðbæ, Mjódd, Seltjarnarnesi og Vesturbæ og Sólvangi.

Sálfræðingar starfa sem hluti af þverfaglegum teymum með læknum, hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum stöðvanna. Einnig eru þeir í náinni samvinnu við Þroska og hegðunarstöð HH, skóla, BUGL, barnavernd og félagsþjónustu.

Heilsugæslan býður upp á greiningu og meðferð fyrir alla aldurshópa. Bæði er um að ræða einstaklings- og hópmeðferð ásamt ráðgjöf og fræðslu. Unnið er samkvæmt viðurkenndum leiðbeiningum þar sem hugræn atferlismeðferð (HAM) er í forgrunni. Rannsóknir sýna að HAM er ein árangursríkasta meðferð sem völ er á í dag t.d. við kvíða og þunglyndi.

Geðheilsuteymi austur og vestur þjónusta 18 ára og eldri sem glíma við geðraskanir sem krefjast meiri meðferðar en almenn heilsugæsla getur veitt.

Heilbrigðisstarfsfólk innan heilsugæslunnar vísar til sálfræðinga innan stöðva.