Nýr svæðisstjóri Heilsugæslunni Hlíðum

Mynd af frétt Nýr svæðisstjóri Heilsugæslunni Hlíðum
08.01.2019

Hildur Svavarsdóttir hefur tekið við starfi svæðisstjóra og fagstjóra lækninga Heilsugæslunni Hlíðum frá 1. janúar 2019 til fimm ára. 

Hildur lauk sérfræðiréttindum í heimilislækningum árið 2002. Hún hefur starfað hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sem sérfræðingur í heimilislækningum frá 2004. Hildur hefur gegnt verkefnum gæðastjóra og kennslustjóra í Heilsugæslunni Hvammi og hefur verið starfandi sem fagstjóri lækninga þar frá 2017.

Hún tekur við svæðisstjórastarfinu af Reyni Björnssyni sem starfar áfram við Heilsugæsluna Hlíðum sem heimilislæknir.

Við bjóðum Hildi velkomna til nýrra starfa hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.