Leiðbeinenda- og ráðgjafanámskeiðið Uppeldi sem virkar

  Leiðbeinenda- og ráðgjafanámskeiðið Uppeldi sem virkar

  Mynd af frétt Leiðbeinenda- og ráðgjafanámskeiðið Uppeldi sem virkar
  08.10.2019

  Leiðbeinenda- og ráðgjafanámskeiðið Uppeldi sem virkar - færni til framtíðar verður haldið á vegum Þroska- og hegðunarstöðvar 24. og 25. okt. Námskeiðið stendur til boða fagfólki með menntun á uppeldis- eða heilbrigðissviði. 

  Í Lýðheilsustefnu Velferðaráðuneytis frá september 2016 kemur fram að unnið skuli að því að námskeiðið Uppeldi sem virkar - færni til framtíðar verði kennt reglulega í öllum heilbrigðisumdæmum. Til að gera það mögulegt skal sjá fagfólki í ung- og smábarnavernd og mæðravernd fyrir endurmenntun um efnið. 

  Á Leiðbeinenda- og ráðgjafanámskeiðinu eru kynntar aðferðir og hugmyndafræði Uppeldi sem virkar - Færni til framtíðar.  Einnig er farið rækilega í skipulag, framkvæmd og innihald samnefndra foreldranámskeiða.

  Þátttaka á námskeiðinu veitir réttindi til að verða leiðbeinandi á uppeldisnámskeiðum fyrir foreldra og að nota öll þar til gerð námskeiðsgögn

  Á námskeiðinu er einnig fjallað um uppeldi og uppeldisráðgjöf almennt og farið í hagnýtt efni sem miðar að því að auka færni þátttakenda í að veita árangursríka ráðgjöf um uppeldi til foreldra. 

  Námskeiðsgjald er 22.000 kr. fyrir starfsfólk heilsugæslu. Skráning fyrir þann hóp er í netfanginu throski@heilsugaeslan.is.

  Annað fagfólk greiðir 25.000 kr. fyrir námskeiðið og skráir sig hér á vefnum.