Námskeið um ADIS kvíðagreiningarviðtal 3. október kl. 13.00 - 16.00 og 4. október kl. 9.00 - 16.00

Námskeiðið er ætlað sálfræðingum, læknum og öðru fagfólki sem sinnir greiningar- og meðferðarvinnu með börnum og unglingum, á stofnunum, í skólum, við sérfræðiþjónustu skóla eða á einkareknum stofum. Á námskeiðinu er farið ítarlega í hvernig viðtalið er lagt fyrir, sýndar upptökur með sýnishornum af greiningarviðtölum og þátttakendur fá tækifæri til að æfa sig í að leggja viðtalið fyrir. Námskeiðið er haldið á Þroska- og hegðunarstöð. Þönnglabakka1, 109 Reykjavík Námskeiðsgjald er kr. 33.000. Námskeiðsgögn og kaffiveitingar eru innifalin

Verð: 33000 kr.

Því miður er uppbókað á þennan viðburð.

Leiðbeinenda- og ráðgjafanámskeið Uppeldi sem virkar - færni til framtíðar 24. og 25. október

Námskeiðið er ætlað fagfólki sem sinnir uppeldisráðgjöf og/eða er í beinum tengslum við börn á ýmsum aldri. Þátttaka á námskeiðinu veitir réttindi til að gerast leiðbeinandi á uppeldisnámskeiðum Uppeldi sem virkar - færni til framtíðar fyrir foreldra og að nota öll þar til gerð námskeiðsgögn. Einnig er farið í hagnýtt efni sem miðar að því að auka færni þátttakenda í að veita árangursríka ráðgjöf um uppeldi bæði til foreldra og starfsfólks í uppeldisstörfum. Námskeiðið er haldið á Þroska- og hegðunarstöð, Þönglabakka 1, 109 Reykjavík og er frá kl. 9-15 báða dagana.

Verð: 25000 kr.

Bóka þátttöku

Fannst þér efnið hjálplegt?

Af hverju ekki?