Að lesa í tjáningu ungbarna: Newborn Behavioral Observations (NBO)

Námskeiðið verður haldið 30.september og 1. október 2024 frá kl. 9 -16. Síðan verða tveir handleiðsludagar 11. nóvember 2024 og 9. janúar 2025 frá kl. 9 -15. Eftir námskeiðs- og handleiðsludaga hefst útskrifarferlið og þá þarf að framkvæma fimm “Að lesa í tjáningu ungbarna” skoðanir með foreldrum í eigin starfsumhverfi. Handleiðsla og stuðningur er veittur í öllu ferlinu. Útskriftardagur 7. apríl 2025, kl. 9 -15. Leiðbeinendur eru Unni Tranaas Vannebo, sérfræðingur í hjúkrun og NBO leiðbeinandi í Noregi og Stefanía B. Arnardóttir sérfræðingur í hjúkrun og NBO leiðbeinandi á Íslandi. Námskeiðið nýtist öllum sem starfa með foreldrum og ungbörnum að þriggja mánaða aldri; ljósmæðrum, hjúkrunarfræðingum, læknum, sálfræðingum, iðjuþjálfum, félagsráðgjöfum, barnaverndar-starfsmönnum og öðrum meðferðaraðilum. Námskeiðið er haldið á vegum Geðheilsumiðstöðvar barna, HH, Vegmúla 3, Reykjavík. Hámarksfjöldi er 20 manns. Staðsetning námskeiðs tilkynnt síðar.

Verð: 98000 kr.

Bóka þátttöku

Fannst þér efnið hjálplegt?

Af hverju ekki?