Leiðbeinendanámskeið - Klókir litlir krakkar 5. og 6. september 2019

Á leiðbeinendanámskeiðinu er kynnt námskeiðið Klókir litlir krakkar (Cool Little Kids) sem er fyrir foreldra kvíðinna barna á aldrinum 3-7 ára. Leiðbeinendanámskeiðið er ætlað sálfræðingum sem vinna með börnum, sérstaklega á leik-og grunnskólaaldri. Í kjölfar námskeiðs geta þátttakendur sjálfir haldið námskeið fyrir foreldra og notað þar til gerð námskeiðsgögn sem eru höfundaréttarvarin. Námskeiðið er haldið á Þroska og hegðunarstöð, Þönglabakka 1, 109 Reykjavík og er kl. 10-16 fimmtudaginn 5. sept. og kl 9-15 föstudaginn 6. sept.

Verð: 32500 kr.

Bóka þátttöku

Námskeið um ADIS kvíðagreiningarviðtal 3. október kl. 13.00 - 16.00 og 4. október kl. 9.00 - 16.00

Námskeiðið er ætlað sálfræðingum, læknum og öðru fagfólki sem sinnir greiningar- og meðferðarvinnu með börnum og unglingum, á stofnunum, í skólum, við sérfræðiþjónustu skóla eða á einkareknum stofum. Á námskeiðinu er farið ítarlega í hvernig viðtalið er lagt fyrir, sýndar upptökur með sýnishornum af greiningarviðtölum og þátttakendur fá tækifæri til að æfa sig í að leggja viðtalið fyrir. Námskeiðið er haldið á Þroska- og hegðunarstöð. Þönnglabakka1, 109 Reykjavík Námskeiðsgjald er kr. 33.000. Námskeiðsgögn og kaffiveitingar eru innifalin

Verð: 33000 kr.

Bóka þátttöku