Tuttugu og þrír starfsmenn HH fá "eggið"

Mynd af frétt Tuttugu og þrír starfsmenn HH fá "eggið"
09.12.2019

Þann 5. desember, fengu þeir starfsmenn sem náð hafa 20 ára starfsaldri hjá HH viðurkenningu fyrir áfangann. Sú hefð hefur skapast að á þessum tímamótum er afhentur listmunur eftir Koggu, eggið svokallaða.

Óskar Reykdalsson forstjóri flutti ávarp og fór yfir fjölbreytt hlutverk stofnunarinnar og þau krefjandi verkefni sem starfsmenn HH sinna. Hann lagði áherslu á að allir starfsmenn HH eru jafn mikilvægir til að allt gangi upp.  Reyndir starfsmenn eru kjölfestan í starfinu og framlag þeirra í þágu skjólstæðinga okkar ber að þakka.

Svo var hver starfsmaður var kallaður upp og Svava Kristín Þorkelsdóttir framkvæmdastjóri mannauðs og nýliðunar, las upp falleg orð frá vinnufélögunum um leið og forstjóri afhenti eggið. 

Flautuleikarar frá Tónlistarskóla Kópavogs léku jólalög fyrir og eftir athöfnina og í lokin voru veitingar. Fjölmargir, bæði fjölskyldumeðlimir og vinnufélagar, samglöddust þeim sem fengu starfsaldursviðurkenningar.

Alls fengu 23 viðurkenningu í ár en 6 voru fjarverandi. Það er gaman að geta þess að í hópnum að þessu sinni voru hjón, læknarnir Guðrún og Hörður. Ekki er vitað til þess að það hafi verið áður.

Eftirfarandi starfsmenn tóku við viðurkenningu:

 • Alma Eir Svavarsdóttir - Efstaleiti
 • Arna Borg Einarsdóttir - Seltjarnarnes og Vesturbær      
 • Áslaug Birna Ólafsdóttir - Efstaleiti     
 • Ástríður Jóhanna Jensdóttir - Efstaleiti   
 • Brynja Dadda Sverrisdóttir - Fjörður  
 • Guðbrandur E. Þorkelsson - Hamraborg
 • Guðrún Gunnarsdóttir - Fjörður             
 • Halla Magnúsdóttir,  Garðabæ
 • Helga Sævarsdóttir - Árbær
 • Hörður Björnsson - Miðbær
 • Ingigerður Jónasdóttir - Göngudeild sóttvarna
 • Kristjana Sigmundsdóttir - Hlíðar      
 • Lilja Björk Kristinsdóttir - Skrifstofa
 • Margrét Stefánsdóttir - Hvammur
 • Ólöf Petrína Alfreðsd. Anderson - Heimahjúkrun
 • Sigríður Lilja Signarsdóttir - Hvammur     
 • Þórhildur Sigtryggsdóttir - Sólvangur

Þessir voru fjarverandi:

 • Ása Halldórsdóttir - Hlíðar
 • Björn Gunnlaugsson - Glæsibær
 • Gyða Hauksdóttir - Heimahjúkrun
 • Máni Fjalarsson - Miðbær      
 • Steinunn Jóhannsdóttir - Fjörður
 • Svava Hugrún Svavarsdóttir - Heimahjúkrun