Takmarkaður fjöldi á síðdegisvakt

Mynd af frétt Takmarkaður fjöldi á síðdegisvakt
26.03.2019

Frá og með 1. apríl n.k. verður breyting á fyrirkomulagi síðdegisvaktar Heilsugæslunnar Mosfellsumdæmi.
 
Einn læknir verður á vakt hverju sinni og aðeins tekið á móti 15 skjólstæðingum á hverri vakt. Byrjað er að bóka á vaktina kl. 15:30.
 
Á föstudögum verður síðdegisvaktin lokuð.
 
Ástæða þessa takmarkanna er læknaskortur á heilsugæslustöðinni. Þjónusta síðdegisvaktarinnar verður færð í fyrra horf eins fljótt og aðstæður leyfa.