Nýr svæðisstjóri í Heilsugæslunni Mjódd

Mynd af frétt Nýr svæðisstjóri í Heilsugæslunni Mjódd
26.02.2019

Kristín Þorbjörnsdóttir hefur verið ráðin svæðisstjóri og fagstjóri hjúkrunar við Heilsugæsluna Mjódd frá 1.mars 2019 til fimm ára.

Hún lauk meistaranám í heilsuhagfræði frá Háskóla Íslands árið 2009 og BS-námi í hjúkrunarfræði frá sama skóla 1991. 

Kristín hefur undanfarna mánuði sinnt tímabundið starfi svæðisstjóra og fagstjóra hjúkrunar á heilsugæslunni Mjódd. Áður starfaði hún sem sérfræðingur í greiningardeild hjá Sjúkratryggingum Íslands frá 2015 til 2018 og sem sérfræðingur hjá Embætti landlæknis á Heilbrigðisupplýsingasviði árin 2012-2015. 

Kristín starfaði sem ráðgjafi hjá EMR - heilbrigðislausnum árin 2008-2011. Auk þess hefur Kristín víðtæka reynslu sem stjórnandi á geðsviði Landspítala-háskólasjúkrahúss ásamt því að hafa starfað sem hjúkrunarfræðingur á Landspítala og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Á árunum 2009-2012 sinnti Kristín stundakennslu á meistarastigi við Háskóla Íslands þar sem hún kenndi námskeið í heilsuhagfræði.

Við bjóðum Kristínu velkomna til áframhaldandi starfa hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.