Skólabörnin bólusett - tölfræðin

Mynd af frétt Skólabörnin bólusett - tölfræðin
21.10.2019

Vissir þú að grunnskólanemendur njóta þjónustu heilsugæslunnar og það starfa  skólahjúkrunarfræðingar í öllum skólum höfuðborgarsvæðisins? Síðastliðinn vetur voru 28.936 nemendur í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu og það voru 71 hjúkrunarfræðingur í tæplega 40 stöðugildum sem sinntu heilsuvernd skólabarna. 

Bólusetningar eru mikilvægur þáttur í heilsuvernd skólabarna. Þær eru ein áhrifaríkasta aðgerðin sem völ er á til að sporna gegn ýmsum alvarlegum smitsjúkdómum. Til þess að hindra verulega útbreiðslu faraldra er talið að 95% barna þurfi að vera bólusett.  

Efsta myndin sýnir hlutfall þeirra barna sem voru bólusett gegn mislingum, hettusótt og rauðum hundum í 7. bekk og barnaveiki, stífkrampa, kíghósta og mænusótt í 9. bekk síðastliðinn vetur.  

Auk þess voru 92% (1281) stúlkna í 7. bekk bólusettar gegn leghálskrabbameini (HPV). 

Síðastliðið vor útskrifuðust  2.633 börn  úr 10. bekk í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu. Af þeim voru 94% full bólusett í lok skólaárs. 3% voru bólusett að hluta og foreldrar 3% barna höfðu hafnað bólusetningu af einhverri ástæðu, oftast vegna heilsufarsástæðna.