Opin morgunmóttaka Heilsugæslunni Mjódd

Mynd af frétt Opin morgunmóttaka Heilsugæslunni Mjódd
04.01.2019

Frá og með 7. janúar næstkomandi er boðið upp á opna morgunmóttöku í Heilsugæslunni Mjódd. Þetta er liður í að auka aðgengi að þjónustu stöðvarinnar og stytta bið eftir viðtalstíma.

Hægt er að koma á stöðina milli kl. 8:30 og 9:30 alla virka daga og hitta lækni án þess að bóka tíma.

Miðað er við að hvert viðtal sé 10 mínútur og aðeins eitt erindi eða vandamál í viðtali.

Komugjald er það sama og fyrir aðrar komur til lækna á dagvinnutíma.

Enn er boðið upp á síðdegisvakt milli kl. 16:00 og 18:00 alla virka daga. Panta þarf tíma á síðdegisvakt og þá er komugjald hærra.