Sigríður Dóra Magnúsdóttir tímabundið framkvæmdastjóri lækninga

Mynd af frétt Sigríður Dóra Magnúsdóttir tímabundið framkvæmdastjóri lækninga
15.01.2019

Sigríður Dóra Magnúsdóttir, svæðisstjóri og fagstjóri lækninga í Heilsugæslunni Miðbæ tekur tímabundið að sér starf framkvæmdastjóra lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Hún leysir af Óskar Reykdalsson sem er settur forstjóri HH til 31. mars. Búið er að auglýsa forstjórastöðuna.

Sigríður Dóra mun samhliða gegna áfram starfi sínu sem svæðisstjóri og fagstjóri lækninga í Heilsugæslunni Miðbæ þar til annað verður ákveðið. 

Við bjóðum Sigríði Dóru velkomna í nýtt tímabundið starf hjá HH.