Fréttamynd

22.12.2017

Aukin geðheilsuþjónusta

Undirbúningur að því að efla geðheilsuþjónustu á höfuðborgarsvæðinu er nú í fullum gangi. HH mun á næstu tveimur árum hefja starfrækslu tveggja þverfaglegra geðheilsuteyma á höfuðborgarsvæðinu til viðbótar því teymi sem starfað hefur í Breiðholti með góðum árangri undanfarin fimm ár.... lesa meira

Fréttamynd

20.12.2017

Desemberpistill forstjóra

Það gleður að sjá aukin framlög til heilsugæslu í fjárlagafrumvarpi nýrrar ríkisstjórnar. Ýmsar tölur þar um hafa birst okkur í fjölmiðlum, en við höfum fengið það staðfest að 200 m.kr. muni koma inn í fjármögnunarlíkanið til að mæta fjölgun þjónustuþega á höfuðborgarsvæðinu.... lesa meira


Fréttamynd

30.11.2017

Móttökustandur Heilsugæslunni Firði

Í byrjun vikunnar var tekinn í notkun móttökustandur í Heilsugæslunni Firði. Þetta er önnur sjálfsafgreiðsluvélin hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH) en sú fyrsta var sett upp í Heilsugæslunni Mjódd í apríl á þessu ári. ... lesa meira

Fréttamynd

21.11.2017

Nóvemberpistill forstjóra

HH tekur þátt í reglulegum fundum með velferðarráðuneyti og Sjúkratryggingum Íslands um þróun fjármögnunarlíkans heilsugæslunnar. Við förum ekki dult með það að margt hefði þurft að vera betur undirbúið fyrir upptöku nýja kerfisins og hafa þessir fundir m.a. verið nýttir til að fylgja eftir úrbótum á því. Við teljum að fjármagna þurfi kerfið betur en þegar hefur verið gert. Taka verður tillit til þess að frá maí til september á þessu ári fjölgaði skráðum einstaklingum heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu um 10 þúsund manns. Við teljum mjög mikilvægt fyrir framtíð bæði kerfisins og heilsugæslunnar, að greiðsla fyrir hvern skráðan skjólstæðing lækki ekki, eins og ætla má af framlögðu fjárlagafrumvarpi fyrir 2018. ... lesa meira


Fréttamynd

16.11.2017

Bangsaspítali

Í tilefni af alþjóðlega bangsadeginum var haldinn bangsaspítali á þremur heilsugæslustöðvum hjá HH... lesa meira


Fréttamynd

27.10.2017

Heimahjúkrun á höfuðborgarsvæðinu efld með 250 m.kr. fjárframlagi

Heimahjúkrun á höfuðborgarsvæðinu er fyrst og fremst veitt af hálfu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sem ríkið rekur og Heimaþjónustu Reykjavíkur sem rekin er af Reykjavíkurborg. Í kjölfar greiningar á umfangi þjónustunnar hjá þessum aðilum liggur fyrir að hækka þarf framlög til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins um 100 milljónir króna þannig að báðir aðilar sitji við sama borð og felur ákvörðun ráðherra í sér að það verður gert. ... lesa meira

Fréttamynd

18.10.2017

Októberpistill forstjóra

Kosið verður að nýju til Alþingis síðar í mánuðinum. Enn á ný er umræða um eflingu heilbrigðisþjónustunnar, þ.m.t. eflingu heilsugæslunnar, fyrirferðarmikil í orðræðunni. Þannig var það einnig fyrir ári síðan og í aðdraganda kosninga þar á undan. ... lesa meiraFréttamynd

19.09.2017

Inflúensubólusetningar

Hægt er að fá bólusetningu á flestum heilsugæslustöðvum þó bólusetningar byrji ekki formlega fyrr en í byrjun október.... lesa meira


Fréttamynd

13.09.2017

Lyfjaávísanir 2016

Birtar hafa verið upplýsingar um þau lyf sem læknar þeirra 15 heilsugæslustöðva sem tilheyra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, auk lækna annarra starfsstöðva HH sem og lækna Heilsugæslunnar í Lágmúla og Heilsugæslunnar í Salahverfi, ávísuðu árið 2016. Áður hafa verið birt gögn fyrir árin 2007-2015. Nú hefur Heilsugæslunni í Lágmúla bætt í grunninn og þarf að hafa það í huga þegar tölur eru bornar saman við fyrri ár.... lesa meira

Fréttamynd

11.09.2017

Starf framkvæmdastjóra lækninga

Umsóknarfrestur um starf framkvæmdastjóra lækninga rann út í síðustu viku. Engin gild umsókn barst um starfið. Samið hefur verið við Óskar Reykdalsson, sem nú gengir starfinu, að gegna því áfram til næstu sex mánaða eða til marsloka nk. Á því tímabili verður starf framkvæmdastjóra lækninga auglýst að nýju.... lesa meira


Fréttamynd

08.09.2017

Septemberpistill forstjóra

Sumri hallar og starfsemi Heilsugæslunnar að færast í fastar skorður á ný. Ég vona að starfsfólk hafi notið sumarsins, hafi átt ánægjulegt frí með fjölskyldu og vinum og komi endurnært til baka. Starfsemin hefur gengið vel í sumar, þótt eðli máls samkvæmt reyni meir á hvern og einn þegar færri standa vaktina. ... lesa meira

Fréttamynd

05.09.2017

Nýr heimilislæknir

Ásthildur Erlingsdóttir, hefur verið ráðinn sérfræðingur í heimilislækningum við Heilsugæsluna Seltjarnarnesi og Vesturbæ frá 1 september 2017. Ásthildur lauk grunnnámi í læknisfræði frá Háskóla Íslands. Hún lauk sérnámi í heimilislækningum frá háskólanum í Uppsala Svíþjóð á þessu ári.... lesa meira

Fréttamynd

05.09.2017

Ráðning sálfræðings fyrir fullorðna

Sóley J. Einarsdóttir, hefur verið ráðinn sálfræðingur við Heilsugæslustöðina Seltjarnarnesi og Vesturbæ. Sóley útskrifaðist með BA í sálfræði frá HÍ 2003 og sérfræðinámi frá Noregi 2015. Sóley verður í 70% vinnu og sinnir móttöku með tilvísun frá heimilislækni. ... lesa meira
Fréttamynd

24.08.2017

Hreyfiseðillinn í sókn

HH auglýsir nú eftir hreyfistjóra í 37,5 % starf. Hreyfistjórar sem eru sjúkraþjálfarar gegna lykilhlutverki í hreyfiseðilsúrræðinu og veita skjólstæðingum sínum aðhald og stuðning við að ná hreyfimarkmiðum sínum. Notkun á hreyfiseðilsúrræðinu fer sífellt vaxandi... lesa meira


Fréttamynd

15.08.2017

Núvitund í uppeldinu - foreldrafræðsla

Í haust verður haldið sex vikna opið foreldranámskeið um núvitund í Heilsugæslunni Miðbæ. Námskeiðið hentar öllum foreldrum, óháð aldri og þroska barns og geta foreldra mætt í einn tíma eða alla sex.... lesa meiraFréttamynd

16.06.2017

Breyting á síðdegisvakt Heilsugæslunnar Sólvangi

Síðdegisvakt heilsugæslustöðvarinnar styttist frá 1. júlí n.k. og verður eftir það opin virka daga frá kl. 16:00 til 18:00. Vaktin verður að öllu jöfnu mönnuð af tveimur læknum og er ætluð fyrir skyndiveikindi og smáslys sem þarfnast skjótrar úrlausnar.... lesa meira

Fréttamynd

30.05.2017

Hreyfivika í Hafnarfirði

Í tilefni af þátttöku Hafnarfjarðarbæjar í Hreyfivikunni 29. maí - 4. júní fá allir skjólstæðingar Heimahjúkrunar HH sem búa í Hafnarfirði hvatningu til hreyfingar.... lesa meira

Fréttamynd

19.05.2017

Guðbjörg Sigurgeirsdóttir heimilislæknir er hætt störfum

Guðbjörg Sigurgeirsdóttir heimilislæknir hefur hætt störfum á Heilsugæslunni Seltjarnarnesi og Vesturbæ og fer á Heilsugæsluna Höfða. Skjólstæðingar Guðbjargar verða áfram skráðir á Heilsugæsluna Seltjarnarnesi og Vesturbæ og velkomnir þangað. Nýr heimilislæknir, Ásthildur Erlingsdóttir, hefur verið ráðin frá 1. september 2017. ... lesa meira

Fréttamynd

09.05.2017

Endurskoðaður bæklingur um Næringu ungbarna

Í bæklingnum er lýst æskilegu fæði barnsins fyrsta árið, allt frá brjóstagjöf þar til það fer að fá fleiri fæðutegundir en eingöngu mjólk og fer svo að borða með fjölskyldunni. Við endurskoðunina var stuðst við nýútgefnar ráðleggingar um næringu ungbarna fyrir heilbrigðisstarfsfólk... lesa meira

Fréttamynd

28.04.2017

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins og skýrsla Ríkisendurskoðunar

HH fagnar skýrslunni en hún staðfestir ýmsa vankanta sem eru á skipulagi heilbrigðiskerfisins, þar á meðal skorti á fjármagni til heilsugæslunnar og óljóst hlutverk einstakra aðila í heilbrigðiskerfinu. Allt eru þetta atriði sem HH hefur vakið athygli á í samskiptum sínum við velferðarráðuneytið, Landlækni og aðra sem starfa innan heilbrigðiskerfisins. Hér verður stiklað á nokkrum atriðum sem vert er að benda á í framhaldi af skýrslu RE.... lesa meira


Fréttamynd

19.04.2017

Aprílpistill forstjóra

Stóra verkefnið þetta árið er aðlögun stöðva HH að nýju fjármögnunarkerfi. Frá ritun síðasta pistils hefur velferðarráðuneytið ákveðið að setja 200 m.kr. til viðbótar til fjármögnunar heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu. Sú viðbót bætir stöðu HH stöðva nokkuð frá því sem fyrr var áætlað, en kemur þó ekki í veg fyrir að um þriðjungur stöðvanna þarf að takast á við hagræðingu í rekstri sínum. ... lesa meira

Fréttamynd

18.04.2017

Ljósmæðradagur 5. maí 2017

Ljósmæðradagur er árlegur viðburður sem Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, Háskóli Íslands, Landspítali Háskólasjúkrahús og Ljósmæðrafélag Íslands standa að. Aðalfyrirlesari að þessu sinni er Prófessor Lesley Page. ... lesa meira

Fréttamynd

22.03.2017

Mislingar greindir á Íslandi

Heilsugæslustöðvar bjóða upp á ráðgjöf og bólusetningu ef þörf er á. Nægilegt bóluefni er til á öllum stöðvum. Ekki er ástæða til að skoða einkennalaus börn og almennt ekki ástæða til að flýta 18. mánaða bólusetningu.... lesa meira


Fréttamynd

10.03.2017

Símkerfi Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins

Eins og skjólstæðingar okkar hafa því miður fengið að finna fyrir hefur símkerfið ekki staðið undir væntingum undanfarnar vikur. Við biðjum skjólstæðinga og starfsmenn velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta hefur valdið. Ástand símkerfisins er verst milli kl. 8 og 9, eftir það er venjulega gott að fá samband.... lesa meira

Fréttamynd

28.02.2017

Þriðja sæti í Lífshlaupinu

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins keppti í flokki vinnustaða með 400-799 starfsmenn og lenti í þriðja sæti, bæði fyrir hlutfall daga og hlutfall mínútna.... lesa meira

Fréttamynd

08.02.2017

Kennslustjóri framhaldsnáms í heimilislækningum

Elínborg Bárðardóttir hefur tekið að sér stöðu kennslustjóra framhaldsnáms í heimilislækningum fram á haust. Sigríður Ýr Jensdóttir hefur tekið að sér að vera aðstoðarkennslustjóri framhaldsnámsins og mun hún einnig vera kennslustjóri kandídatsársins.... lesa meiraFréttamynd

25.01.2017

Tannverndarvika 30. janúar - 3. febrúar 2017

Veggspjaldið Þitt er valið hefur verið uppfært og endurútgefið á vegum Embættis landlæknis en þar má á myndrænan hátt sjá sykurmagn og sýrustig nokkurra algengra vatnsdrykkja, ávaxtadrykkja, gosdrykkja, íþróttadrykkja og orkudrykkja á innlendum markaði.... lesa meira

Fréttamynd

03.01.2017

Breytt og bætt þjónusta

Til að bæta þjónustu við skjólstæðinga okkar hafa verið gerðar breytingar á afgreiðslu lyfjaendurnýjana, skólavottorða og símatíma heimilislækna á Heilsugæslunni Sólvangi.... lesa meira

Fréttamynd

03.01.2017

Nýir fagstjórar hjúkrunar

Ráðið hefur verið í stöður fagstjóra hjúkrunar við Heilsugæsluna Efstaleiti, Heilsugæsluna Hlíðum og Heilsugæsluna Efra-Breiðholti.... lesa meira

Sjá allar fréttir

2021

janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október

2020

janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember

2019

janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember

2018

janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember

2017

janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember

2016

janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, ágúst, september, október, nóvember, desember

2015

janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember

2014

janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember

2013

janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, október, desember

2012

janúar, febrúar, apríl, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember

2011

janúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember

2010

janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember

2009

janúar, mars, apríl, maí, júní, ágúst, september, október, nóvember, desember

2008

janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember

2007

janúar, febrúar, mars, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember

2006

janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember

2005

júní, nóvember, desember