Heilbrigðisráðherra heimsækir Heilsugæsluna Hamraborg og Heimahjúkrun HH

Mynd af frétt Heilbrigðisráðherra heimsækir Heilsugæsluna Hamraborg og Heimahjúkrun HH
21.06.2017

Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra og fylgdarmenn, heimsóttu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH) í dag, 21. júní, og skoðuðu tvær starfstöðvar í Kópavogi, ásamt framkvæmdastjórn HH.

Heimsóknin byrjaði í Heilsugæslunni Hamraborg. Þar tók Kristjana Kjartansdóttir svæðisstjóri á móti gestum, sýndi stöðina og sagði frá starfseminni.

Svo var farið í Heimahjúkrun HH í Hafnarfirði, Garðabæ og Kópavogi sem er staðsett í Hlíðasmára.

Þar hittu hópinn, Sigrún Barkardóttir svæðisstjóri og Inga Valgerður Kristinsdóttir sérfræðingur í heimahjúkrun. Heimahjúkrun HH í Hafnarfirði, Garðabæ og Kópavogi er tiltölulega ný starfstöð sem var formlega opnuð í júní 2016 eftir sameiningu heimahjúkrunar fjögurra heilsugæslustöðva. Hún þjónar suðurhluta höfuðborgarsvæðisins. 

Það var afar ánægjulegt að fá tækifæri til að kynna starfsemi HH fyrir ráðherra og líflegar umræður við starfsfólk heilsugæslunnar fóru fram á báðum stöðvum.

Hópurinn í Heilsugæslunni Hamraborg. Á myndinni eru frá vinstri; Svanhvít Jakobsdóttir forstjóri, Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra, Kristjana Kjartansdóttir svæðisstjóri, Óskar Reykdalsson settur framkvæmdastjóri lækninga, Vilborg Ingólfsdóttir skrifstofustjóri, Þórunn Ólafsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar, Jónas Guðmundsson framkvæmdastjóri fjármála og rekstrar og Unnsteinn Jóhannsson aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra.

Hópurinn í Heimahjúkrun HH. Á myndinni eru frá vinstri; Óskar, Þórunn, Jónas, Unnsteinn, Svanhvít, Sigrún Barkardóttir svæðisstjóri, Inga Valgerður Kristinsdóttir sérfræðingur í heimahjúkrun, Óttarr og Vilborg.