Breyting á síðdegisvakt Heilsugæslunnar Sólvangi

Mynd af frétt Breyting á síðdegisvakt Heilsugæslunnar Sólvangi
16.06.2017

Almennur þjónustutími Heilsugæslunnar Sólvangi er virka daga frá kl. 8:00 til 16:00. 

Síðdegisvakt heilsugæslustöðvarinnar styttist frá 1. júlí og er opin virka daga frá kl. 16:00 til 18:00.

Vaktin verður að öllu jöfnu mönnuð af tveimur læknum og er ætluð fyrir skyndiveikindi og smáslys sem þarfnast skjótrar úrlausnar. Bókað er samdægurs í tíma á síðdegisvaktinni.

Tekið er á móti beiðnum um lyfjaendurnýjun frá kl. 9-11:30 virka daga í síma 550-2650 og með rafrænum skilríkjum er hægt að óska eftir lyfjaendurnýjun á: www.heilsuvera.is

Með sumarkveðju frá starfsfólki.