Nýr deildarstjóri bókhalds

Mynd af frétt Nýr deildarstjóri bókhalds
15.05.2017

Guðfinna Helgadóttir hefur verið ráðin deildarstjóri bókhalds á sviði fjármála og rekstrar frá 15. maí 2017. Hún kemur í stað Drífu Valdimarsdóttur sem ráðin hefur verið fjármálstjóri hjá sveitarfélaginu Norðurþingi.

Guðfinna lauk Cand. oecon prófi af endurskoðunarsviði Viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands  árið 1983. Hún lauk einnig meistaraprófi í reikningshaldi og endurskoðun árið 2009 frá sama skóla. 

Guðfinna hefur mikla reynslu af stjórnun bókhalds og hefur starfað lengi við bókhald og endurskoðun. Hún starfaði m.a. sem sérfræðingur hjá Reginn hf fasteignafélagi, GÞG endurskoðun og ráðgjöf og hefur víðtæka reynslu innan ferðaþjónustunnar, sem aðalbókari hjá Iceland Travel og Icelandair Cargo og sem fjármálastjóri og aðalbókari hjá Extreme Iceland.

Við bjóðum Guðfinnu velkomna til starfa og þökkum Drífu samstarfið og óskum henni velfarnaðar á nýjum starfsvettvangi.