Framkvæmdastjóri mannauðs og nýliðunar

20.11.2017

Svava Kristín Þorkelsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri mannauðs og nýliðunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins frá og með 1. desember.

Þetta er ný staða sem varð til í kjölfar breytinga á skipuriti HH. Capacent aðstoðaði við ráðninguna.

Svava var ráðin mannauðsstjóri HH í febrúar 2013 en gegndi áður m.a. starfi deildarstjóra starfsþróunardeildar á mannauðssviði Landspítala frá 2001.  Svava hefur verið stundakennari við HÍ og HA og starfaði hjá Fjölbrautarskólanum Ármúla, m.a. sem  kennslustjóri sjúkraliðabrautar. Frá árinu 1998 hefur hún verið fulltrúi mennta- og menningarmálaráðuneytisins í starfsgreinaráði heilbrigðis- félags og uppeldisgreina, og var lengi formaður.

Svava er menntaður hjúkrunarfræðingur frá Háskóla Íslands og er með meistaragráðu í mannauðsfræðum frá sama skóla, auk náms í námskrárfræðum. Þá er hún með meistaragráðu í fjölskylduhjúkrun og kennslufræði frá University of San Diego, Bandaríkjunum. Svava er einnig með sérfræðiviðurkenningu í fjölskylduhjúkrun. 

Við bjóðum Svövu Kristínu velkomna til áframhaldandi starfa hjá Heilsugæslunni