Framkvæmdastjóri mannauðs og nýliðunar

Mynd af frétt Framkvæmdastjóri mannauðs og nýliðunar
20.11.2017

Svava Kristín Þorkelsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri mannauðs og nýliðunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins frá og með 1. desember.

Þetta er ný staða sem varð til í kjölfar breytinga á skipuriti HH. Capacent aðstoðaði við ráðninguna.

Svava var ráðin mannauðsstjóri HH í febrúar 2013 en gegndi áður m.a. starfi deildarstjóra starfsþróunardeildar á mannauðssviði Landspítala frá 2001.  Svava hefur verið stundakennari við HÍ og HA og starfaði hjá Fjölbrautarskólanum Ármúla, m.a. sem  kennslustjóri sjúkraliðabrautar. Frá árinu 1998 hefur hún verið fulltrúi mennta- og menningarmálaráðuneytisins í starfsgreinaráði heilbrigðis- félags og uppeldisgreina, og var lengi formaður.

Svava er menntaður hjúkrunarfræðingur frá Háskóla Íslands og er með meistaragráðu í mannauðsfræðum frá sama skóla, auk náms í námskrárfræðum. Þá er hún með meistaragráðu í fjölskylduhjúkrun og kennslufræði frá University of San Diego, Bandaríkjunum. Svava er einnig með sérfræðiviðurkenningu í fjölskylduhjúkrun. 

Við bjóðum Svövu Kristínu velkomna til áframhaldandi starfa hjá Heilsugæslunni