Sólarhringsvaktþjónusta við Heilsugæsluna Mosfellsumdæmi leggst af frá 1. febrúar 2017

Mynd af frétt Sólarhringsvaktþjónusta við Heilsugæsluna  Mosfellsumdæmi leggst af frá 1. febrúar 2017
31.01.2017

Síðdegisvakt heilsugæslunnar er opin virka daga milli kl. 16:00 og 18:00.
Læknavaktin tekur við kvöld- og helgarþjónustu í Mosfellsumdæmi.
 

Sólarhringsvaktþjónusta Heilsugæslu Mosfellsumdæmis, sem læknar stöðvarinnar hafa sinnt undanfarna áratugi, leggst af þann 1. febrúar n.k. vegna samræmingar á þjónustu Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins.   

Almennur þjónustutími Heilsugæslunnar í Mosfellsumdæmi er alla virka daga frá kl. 8:00 til 16:00 auk þess sem boðið er upp á síðdegisvakt frá kl.16:00 til 18:00. 

Læknavaktin á Smáratorgi mun frá og með 1. febrúar n.k. sinna vaktþjónustu utan þjónustutíma Heilsugæslu Mosfellsumdæmis eins og annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Móttaka Læknavaktarinnar er opin utan dagvinnutíma frá 17:00-23:30 allan ársins hring og er mönnuð sérfræðingum í heimilislækningum.  

Símaþjónusta hjúkrunarfræðinga Læknavaktarinnar 1700/1770 er opin allan sólarhringinn.