Starf framkvæmdastjóra lækninga

Mynd af frétt Starf framkvæmdastjóra lækninga
13.09.2017

Umsóknarfrestur um starf framkvæmdastjóra lækninga rann út í síðustu viku. Engin gild umsókn barst um starfið. Samið hefur verið við Óskar Reykdalsson, sem nú gengir starfinu, að gegna því áfram til næstu sex mánaða eða til marsloka nk. Á því tímabili verður starf framkvæmdastjóra lækninga auglýst að nýju.  

Helga Sævarsdóttir, fagstjóri hjúkrunar í Árbæ hefur verið ráðin svæðisstjóri Heilsugæslunnar í Árbæ, tímabundið frá næstu mánaðarmótum til sex mánaða og Björn Blöndal fagstjóri lækninga á sama tíma.