Auður Axelsdóttir sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu

Mynd af frétt Auður Axelsdóttir sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu
20.06.2017

Við hátíðlega athöfn á Bessastöðum  þann 17. júní 2017, sæmdi forseti Íslands fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu. 

Þeirra á meðal var Auður Axelsdóttir iðjuþjálfi,  sem fékk riddarakross fyrir frumkvæði á vettvangi geðheilbrigðismála.

Auður er forstöðmaður Geðheilsu - eftirfylgdar sem er ein starfsstöðva Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. 

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins óskar Auði til hamingju. Hún er vel að heiðrinum komin.

Nánari upplýsingar og mynd er á vef forsetaembættisins